Að byrja á öfugum enda 2. september 2004 00:01 Arfur þjóðar birtist henni í mörgum myndum. Viðteknar hugmyndir um fyrirkomulag landbúnaðar á Íslandi og um æskilegt jafnvægi í byggð landsins eru sóttar aftur í tímann til fábrotins bændaþjóðfélags, sem var mjög frábrugðið Íslandi nútímans. Þessar hugmyndir hefðu mörgum hugsandi mönnum að vísu þótt fráleitar um aldamótin 1900; þjóðskáldin ortu þá um nauðsyn nútímavæðingar og þéttbýlismyndunar. Flytjum saman, byggjum bæi, bæir skópu hverja þjóð, segir t.d. í Aldarhvöt séra Matthíasar Jochumssonar frá 1900. Hugsjónin um yfirburði sveitanna yfir borgir og bæi og um varðveizlu fornra gilda og varðstöðu gegn nútímanum kom fram síðar, þegar mesti aldamótamóðurinn var runnin af landsmönnum. Þessi hugmynd og framkvæmd hennar voru öðrum þræði leikur í harðvítugu valdatafli, þar sem bændur neyttu aflsmunar á stjórnmálavettvangi til að halda aftur af þéttbýlismyndun og hefta aðra atvinnuvegi í eiginhagsmunaskyni, m.a. til að tryggja sér áfram aðgang að ódýru vinnuafli. Öflugasti talsmaður þessarar sveitahugsjónar var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hugmyndir hans og samherja hans um landbúnað og landsbyggð hafa reynzt þjóðinni dýrar fram á þennan dag og dregið niður lífskjörin, einkum kjör fátæks fólks og bænda. Vandinn við hugsjónina um yfirburði sveitanna umfram þéttbýli birtist m.a. í því, að búvöruframleiðslan hefur verið hugsuð frá öfugum enda. Fyrst kemur bújörðin, sem vilji stendur til að halda í byggð. Til þess þarf fjölskyldu, sem á heima á jörðinni. Og þá vantar eitthvað handa fjölskyldunni að lifa á. Þar fyrst kemur framleiðslan til skjalanna, og fyrir hana þarf helzt einhvern markað. Og síðan þarf þjónustu, samgöngur og annað, svo að lífvænlegt sé fyrir fjölskyldurnar að búa á jörðunum. Markaðurinn – þ.e. hugmyndin um, að óskir og þarfir neytenda sitji í fyrirrúmi og framleiðendur lagi sig að þeim – er m.ö.o. aukaatriði, eins og allt er í pottinn búið. Þetta er í rauninni lýsing á miðstjórn eins og í Sovétríkjunum sálugu. Önnur framleiðsla í markaðshagkerfi er hugsuð frá hinum endanum. Fyrst þarf markað, svo að framleiðslan geti borið arð. Síðan þurfa menn að koma framleiðslunni þannig fyrir, að hún beri sem mestan arð og kostnaði sé haldið í lágmarki. Síðan þarf að finna fólk til að vinna verkin. Hvar þetta fólk kemur fjölskyldum sínum fyrir, það kemur síðast. Hér er markaðurinn sem sagt í fyrirrúmi, og framleiðendur laga sig að honum. Þetta er eitt helzta kennimerki markaðsbúskapar og skilur hann frá miðstýrðum áætlunarbúskap, þar sem framleiðendur sitja í öndvegi og neytendur þurfa að laga sig að þörfum og óskum framleiðenda. Heimfærum nú markaðsbúskaparhugsunina upp á landbúnaðinn. Tökum dæmi. Hugsum okkur, að fjarlægðarvernd geri íslenzkan heimamarkað álitlegan fyrir mjólkurframleiðslu. Þá vaknar í fyrsta lagi spurningin um hagkvæmar framleiðslueiningar, og hún snýst um þrennt: staðsetningu, stærð og sérhæfingu. Góð staðsetning þýðir ódýrt landrými, og það útilokar nánasta nágrenni þéttbýlis og eftirsótt sumarbústaðalönd. Góð staðsetning kallar einnig á greiðar samgönguleiðir og greiðan aðgang að vinnuafli, og nægt vinnuafl er helzt að finna í þéttbýli. Hentug stærð kallar á vel nýtta fjárfestingu í mjaltabúnaði, og kýrnar mega helzt ekki vera fleiri en svo, að hægt sé að hafa sæmilega sumarhaga innan göngufæris. Spurningin um sérhæfingu snýst helzt um það, hvort það hentar að rækta eigið fóður og ala upp eigin kálfa, því að það er ekki gefið, að kúabú í hagkvæmri stærð henti einnig vel til fóðurframleiðslu og undaneldis. Að því loknu kemur að vinnuaflsþörfinni og hvernig henni skuli fullnægt, og í því samhengi loksins að búsetu eigandans og annarra starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Væri landbúnaður skipulagður á þennan hátt, væri enginn grundvallarmunur á honum og öðrum atvinnurekstri: hann hefði þá svipuð skilyrði og aðrir atvinnuvegir til þess að standa á eigin fótum og bera arð. Bændur myndu auðgast. Markaðsbúskapur hefur þó ekki fengið færi á að njóta sín í íslenzkum landbúnaði, af því að þar byrja menn á öfugum enda. En nú er þetta byrjað að breytast. Sveitafólk á orðið svo mörg erindi að heiman (börnin eru í skóla, m.a.s. leikskóla, fólk sækir verzlun og þjónustu, talsvert af fullorðna fólkinu vinnur utan heimilis o.s.frv.), að sveitalíf nútímans kallar á þyrpingar, þar sem heimilin eru í grennd við þjónustuna og atvinnutækifærin, en búin eru vinnustaðir, þangað sem menn aka á morgnana og aftur heim á kvöldin. Eða hvers vegna skyldi maður, sem á annað borð á beljur, þurfa að láta börnin sín sofa í þriggja mínútna göngufæri við fjósið? Eða tíu mínútna gang frá fjárhúsinu? – ef hann á ær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Arfur þjóðar birtist henni í mörgum myndum. Viðteknar hugmyndir um fyrirkomulag landbúnaðar á Íslandi og um æskilegt jafnvægi í byggð landsins eru sóttar aftur í tímann til fábrotins bændaþjóðfélags, sem var mjög frábrugðið Íslandi nútímans. Þessar hugmyndir hefðu mörgum hugsandi mönnum að vísu þótt fráleitar um aldamótin 1900; þjóðskáldin ortu þá um nauðsyn nútímavæðingar og þéttbýlismyndunar. Flytjum saman, byggjum bæi, bæir skópu hverja þjóð, segir t.d. í Aldarhvöt séra Matthíasar Jochumssonar frá 1900. Hugsjónin um yfirburði sveitanna yfir borgir og bæi og um varðveizlu fornra gilda og varðstöðu gegn nútímanum kom fram síðar, þegar mesti aldamótamóðurinn var runnin af landsmönnum. Þessi hugmynd og framkvæmd hennar voru öðrum þræði leikur í harðvítugu valdatafli, þar sem bændur neyttu aflsmunar á stjórnmálavettvangi til að halda aftur af þéttbýlismyndun og hefta aðra atvinnuvegi í eiginhagsmunaskyni, m.a. til að tryggja sér áfram aðgang að ódýru vinnuafli. Öflugasti talsmaður þessarar sveitahugsjónar var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hugmyndir hans og samherja hans um landbúnað og landsbyggð hafa reynzt þjóðinni dýrar fram á þennan dag og dregið niður lífskjörin, einkum kjör fátæks fólks og bænda. Vandinn við hugsjónina um yfirburði sveitanna umfram þéttbýli birtist m.a. í því, að búvöruframleiðslan hefur verið hugsuð frá öfugum enda. Fyrst kemur bújörðin, sem vilji stendur til að halda í byggð. Til þess þarf fjölskyldu, sem á heima á jörðinni. Og þá vantar eitthvað handa fjölskyldunni að lifa á. Þar fyrst kemur framleiðslan til skjalanna, og fyrir hana þarf helzt einhvern markað. Og síðan þarf þjónustu, samgöngur og annað, svo að lífvænlegt sé fyrir fjölskyldurnar að búa á jörðunum. Markaðurinn – þ.e. hugmyndin um, að óskir og þarfir neytenda sitji í fyrirrúmi og framleiðendur lagi sig að þeim – er m.ö.o. aukaatriði, eins og allt er í pottinn búið. Þetta er í rauninni lýsing á miðstjórn eins og í Sovétríkjunum sálugu. Önnur framleiðsla í markaðshagkerfi er hugsuð frá hinum endanum. Fyrst þarf markað, svo að framleiðslan geti borið arð. Síðan þurfa menn að koma framleiðslunni þannig fyrir, að hún beri sem mestan arð og kostnaði sé haldið í lágmarki. Síðan þarf að finna fólk til að vinna verkin. Hvar þetta fólk kemur fjölskyldum sínum fyrir, það kemur síðast. Hér er markaðurinn sem sagt í fyrirrúmi, og framleiðendur laga sig að honum. Þetta er eitt helzta kennimerki markaðsbúskapar og skilur hann frá miðstýrðum áætlunarbúskap, þar sem framleiðendur sitja í öndvegi og neytendur þurfa að laga sig að þörfum og óskum framleiðenda. Heimfærum nú markaðsbúskaparhugsunina upp á landbúnaðinn. Tökum dæmi. Hugsum okkur, að fjarlægðarvernd geri íslenzkan heimamarkað álitlegan fyrir mjólkurframleiðslu. Þá vaknar í fyrsta lagi spurningin um hagkvæmar framleiðslueiningar, og hún snýst um þrennt: staðsetningu, stærð og sérhæfingu. Góð staðsetning þýðir ódýrt landrými, og það útilokar nánasta nágrenni þéttbýlis og eftirsótt sumarbústaðalönd. Góð staðsetning kallar einnig á greiðar samgönguleiðir og greiðan aðgang að vinnuafli, og nægt vinnuafl er helzt að finna í þéttbýli. Hentug stærð kallar á vel nýtta fjárfestingu í mjaltabúnaði, og kýrnar mega helzt ekki vera fleiri en svo, að hægt sé að hafa sæmilega sumarhaga innan göngufæris. Spurningin um sérhæfingu snýst helzt um það, hvort það hentar að rækta eigið fóður og ala upp eigin kálfa, því að það er ekki gefið, að kúabú í hagkvæmri stærð henti einnig vel til fóðurframleiðslu og undaneldis. Að því loknu kemur að vinnuaflsþörfinni og hvernig henni skuli fullnægt, og í því samhengi loksins að búsetu eigandans og annarra starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Væri landbúnaður skipulagður á þennan hátt, væri enginn grundvallarmunur á honum og öðrum atvinnurekstri: hann hefði þá svipuð skilyrði og aðrir atvinnuvegir til þess að standa á eigin fótum og bera arð. Bændur myndu auðgast. Markaðsbúskapur hefur þó ekki fengið færi á að njóta sín í íslenzkum landbúnaði, af því að þar byrja menn á öfugum enda. En nú er þetta byrjað að breytast. Sveitafólk á orðið svo mörg erindi að heiman (börnin eru í skóla, m.a.s. leikskóla, fólk sækir verzlun og þjónustu, talsvert af fullorðna fólkinu vinnur utan heimilis o.s.frv.), að sveitalíf nútímans kallar á þyrpingar, þar sem heimilin eru í grennd við þjónustuna og atvinnutækifærin, en búin eru vinnustaðir, þangað sem menn aka á morgnana og aftur heim á kvöldin. Eða hvers vegna skyldi maður, sem á annað borð á beljur, þurfa að láta börnin sín sofa í þriggja mínútna göngufæri við fjósið? Eða tíu mínútna gang frá fjárhúsinu? – ef hann á ær.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun