Þórey Edda á góða möguleika 23. ágúst 2004 00:01 Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í úrslitum í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag. Þórey Edda á ágæta möguleika í úrslitakeppninni en aðeins sex stangarstökkskonur af fimmtán sem skipa efstu sætin á heimslistanum komust í úrslitakeppnina. Níu af bestu stangarstökkskonum heims gerðu ógilt eða felldu lágmarkshæð og komust ekki áfram. Þórey Edda stökk 4,40 metra í undanrásunum sem verður að teljast viðunandi árangur. Hún átti erfitt uppdráttar til að byrja með og felldi meðal annars byrjunarhæðina, 4,15 metra, einu sinni og 4,30 metra í tvígang. Hún flaug þó yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. Þórey Edda kenndi um hraðri braut og dýpri stokki en venjan er og er það líkleg ástæða þess að svo margar færar stangarstökkskonur féllu úr leik. Meðal þeirra sem féllu úr leik er bandaríska stangarstökkskonan Stacy Dragila en besta stökk hennar á árinu er 4,83 metrar. Heimsmethafinn Yelena Isinbayeva og Svetlana Feofanova, báðar frá Rússlandi, eru taldar vera í sérflokki þegar í úrslitin er komið og líklegt að þær muni skipa sér í efstu sætin. Isinbayeva á besta stökk ársins og núverandi heimsmet, 4,90 metra, og Feofanova á best 4,88. Þórey Edda sagði eftir undanrásirnar að mikil barátta yrði um þriðja sætið ekki síst í ljósi þess að Stacy Dragila væri dottin úr keppni. "Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt ofan á það yrði bónus," sagði Þórey Edda en Íslands- og Norðurlandamet hennar er 4,60 metrar sem hún setti fyrr á árinu og er það fimmta besta stökk ársins af þeim sem eru í úrslitum. Stangarstökkskeppnin hefst klukkan 17.55 í dag og verður í beinni útsendingu á RÚV. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í úrslitum í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag. Þórey Edda á ágæta möguleika í úrslitakeppninni en aðeins sex stangarstökkskonur af fimmtán sem skipa efstu sætin á heimslistanum komust í úrslitakeppnina. Níu af bestu stangarstökkskonum heims gerðu ógilt eða felldu lágmarkshæð og komust ekki áfram. Þórey Edda stökk 4,40 metra í undanrásunum sem verður að teljast viðunandi árangur. Hún átti erfitt uppdráttar til að byrja með og felldi meðal annars byrjunarhæðina, 4,15 metra, einu sinni og 4,30 metra í tvígang. Hún flaug þó yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. Þórey Edda kenndi um hraðri braut og dýpri stokki en venjan er og er það líkleg ástæða þess að svo margar færar stangarstökkskonur féllu úr leik. Meðal þeirra sem féllu úr leik er bandaríska stangarstökkskonan Stacy Dragila en besta stökk hennar á árinu er 4,83 metrar. Heimsmethafinn Yelena Isinbayeva og Svetlana Feofanova, báðar frá Rússlandi, eru taldar vera í sérflokki þegar í úrslitin er komið og líklegt að þær muni skipa sér í efstu sætin. Isinbayeva á besta stökk ársins og núverandi heimsmet, 4,90 metra, og Feofanova á best 4,88. Þórey Edda sagði eftir undanrásirnar að mikil barátta yrði um þriðja sætið ekki síst í ljósi þess að Stacy Dragila væri dottin úr keppni. "Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt ofan á það yrði bónus," sagði Þórey Edda en Íslands- og Norðurlandamet hennar er 4,60 metrar sem hún setti fyrr á árinu og er það fimmta besta stökk ársins af þeim sem eru í úrslitum. Stangarstökkskeppnin hefst klukkan 17.55 í dag og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira