Þórey Edda komst í úrslit 21. ágúst 2004 00:01 Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira