Framsóknarkonur grípa til aðgerða 20. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira