Örn á öðrum forsendum 18. ágúst 2004 00:01 Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira