Sparnaður að borða hjá tengdó 18. ágúst 2004 00:01 Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip. Fjármál Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip.
Fjármál Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira