Eftirlætiskennarinn 18. ágúst 2004 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu. Nám Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu.
Nám Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira