Á sínum fyrstu ólympíuleikum 13. október 2005 14:32 Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira