Rúmlega helmingur miða seldur
Skipuleggjendur og forráðamenn Ólympíuleikanna í Aþenu tilkynntu í gær að rúmlega helmingur aðgöngumiða á leikana væri seldur, eða rétt rúmlega 3 milljónir af þeim 5,3 milljónum sem í boði voru. Þessir sömu menn segja að salan hingað til væri nánast í samræmi við fjárhagsáætlun. "Þetta er allt að koma," sagði ánægður Marton Simitsek, einn af skipuleggjendum leikana.