Ákvörðun Davíðs eðlileg 15. ágúst 2004 00:01 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja eðlilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra taki við embætti utanríkisráðherra. Formaður Vinstri grænna vonast til að utanlandsferðum utanríkisráðherra fækki og minni áhersla verði lögð á Evrópusambandið. Formaður Samfylkingarinnar segir farsælast fyrir ríkisstjórnina að Davíð fari með varnar- og öryggismál, en undrast að Geir H. Haarde skuli ekki hafa verið gerður að utanríkisráðherra. Davíð Oddsson ræddi við fjölmiðla í gær í fyrsta sinn frá því hann veiktist og var lagður inn á sjúkrahús. Við það tækifæri greindi hann frá því að hann tæki við embætti utanríkisráðherra 15. september, þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfúusson, formaður Vinstri grænna, segir að í fyrsta lagi sé ákaflega ánægjulegt að forsætisráðherra sé að ná heislu og starfsorku og að hann vilji senda honum bestu óskir í því sambandi. Hann telur eðlilegt að Davíð, sem formaður annars stjórnarflokksins, fari í utanríkisráðuneytið þar sem það sé næst veigamesta ráðuneytið og efst í goggunarröðinni. Steingrímur kveðst ekki hafa átt von á öðru en að Davíð myndi undirstrika stöðu sína með því að fara í það ráðuneyti, ef hann héldi áfram á annað borð. Steingrímur segir Davíð vel hæfan til að gegna starfinu og hann hafi mikil sambönd. Hann kvíðir því ekki að hafa forsætisráðherrann fráfarandi sem utanríkisráðherra þar sem stefnan í þeim málaflokki geti ekki orðið hægrisinnaðri. Halldór Ásgrímsson hafi verið kominn eins langt til hægri og hægt var og því segist Steingrímur jafnvel geta bundið vonir við að stefnan batnaði heldur en hitt. „Svo mikið er víst að ég hef ekki trú á því að Davíð Oddsson fari að leggja lykkjur á leið sína, í hverri einustu ræðu sem hann heldur um utanríkismál, til að nudda okkur upp við Evrópusambandið eins og væntanlegur forveri hans gerði,“ segir Steingrímur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Davíð hafa reynsluna, þekkinguna og samböndin til að geta sinnt starfi utanríkisráðherra prýðilega. Hann segist hins vegar hafa talið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra myndi setjast í stól utanríkisráðherra, meðal annars vegna þess að Geir hafi lýst því yfir að hann vildi breyta til. Formaður Samfylkingarinnar taldi töluverða samstöðu ríkja um þetta innan Sjálfstæðisflokksins en togstreita innan flokksins hafi hugsanlega komið í veg fyrir það. Formaður Vinstri grænna segir til greina koma að fjölga utanríkisráðherrum eins og þekkist víða, enda viðamikið starf, ekki síst fyrir flokksformann. Hann segir það „jafnvel ómennskt“ fyrir einn mann að ætla sér að sinna öllu því alþjóðlegu samstarfi sem nú tíðkist. Hann kveðst eiga alveg eins von á því að Davíð reyni að draga úr utanferðunum sem Steingrímur segir Halldór hafa ástundað í miklum mæli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira