Starfsfólk undir miklu álagi 14. ágúst 2004 00:01 "Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
"Rekstur Landspítalans hefur verið eilífðarvandamál og því mjög ánægulegt að stjórnendur hans séu farnir að nálgast áætlanir," segir Pétur Blöndal, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. Rekstur spítalans á fyrri helmingi ársins kostaði 110 milljónum króna meira en Alþingi hafði ráðgert og af 14 milljarða króna rekstrarkostnaði er það 0,8% framúrkeyrsla. Er það minni umframkostnaður en sést hefur í háa herrans tíð. Pétur hefur alla sína þingmannstíð lagt áherslu á að dregið sé úr ríkisútgjöldum og lagt ríka áherslu á að rekstri stofnana hins opinbera sé haldið innan fjárheimilda. "Það væri reyndar skemmtileg tilbreyting að sjá reksturinn hinum megin við strikið, áætlanir geta jú bæði verið of og van. En það er greinilegt að aðhaldsaðgerðirnar á Landspítalanum koma ekki niður á starfseminni þar sem skurðaðgerðum hefur fjölgað á þessum sama tíma." Pétur er ekki í vafa um að enn sé hægt að draga úr kostnaði. "Ég er sannfærður um að hægt sé að hagræða mikið í heilbrigðiskerfinu." Þuríður Backman, sem situr í heilbrigðisnefndinni fyrir Vinstri græna, er ekki jafn sannfærð um ágæti aðhaldsaðgerðanna. Hún segir reyndar þakkarvert að rekstrarkostnaðurinn sé farinn að nálgast áætlanir og telur að ávinningurinn af sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík sé þarna að koma í ljós. "Hinsvegar veit ég til þess að fækkun starfsfólks á spítalanum hefur þýtt óhemju mikið álag á fólk og ég hef heyrt að sjúklingar veigri sér við að biðja um hjálp því það sé svo mikið að gera." Þuríður segir jákvætt að þjónusta göngudeilda hafi aukist en bendir um leið á að kostnaðarhlutdeild sjúklinga sé mikil. Vandanum sé því velt yfir á þá. Að mati Þuríðar þarf að skilgreina þjónustuhlutverk Landspítalans og efla um leið heilsugæsluna, aðrar heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira