Allt óbreytt í kvennadeildinni 10. ágúst 2004 00:01 Efstu liðin unnu öll í 11. umferð Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu í gær og staðan breyttist ekkert í deildinni, hvorki á toppi né botni. Valskonur halda áfram fimm stiga forskoti og botnbaráttan er enn í einum hnút. Breiðablik gerði góða ferð í Grafarvoginn í gærkvöld en þá bar liðið sigurorð af Fjölni, 1-3, í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Þar með er staða Fjölnis við botninn orðin afar erfið og vandséð að liðið nái að bjarga sér frá falli í 1. deild. Hlutirnir litu reyndar ljómandi út fyrir heimastelpur í byrjun leiks en strax á 1. mínútu komst liðið yfir. Í kjölfarið var jafnræði ríkjandi þar sem hvorugt liðið náði afgerandi tökum á leiknum og nánast engin færi litu dagsins ljós. Tvö mörk á einni mínútu En á innan við einni mínútu breyttist gangur leiksins allverulega og það fyrir tilstilli eins leikmanns – Ernu B. Sigurðardóttur. Hún skoraði tvö mörk og var annað þeirra af laglegri gerðinni. Eftir þessa rispu Ernu tók Breiðablik völdin og segja má að liðið hafi aldrei látið þau af hendi. Liðið tryggði sér svo endanlega sigurinn í upphafi seinni hálfleiks og hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum en stelpurnar fóru illa að ráði sínu uppi við markið. Fjölnisstelpur sýndu ágætis takta á köflum en liðið náði sér aldrei eftir mörkin tvö hjá Ernu. Allt annað var að sjá til Breiðabliks í þessum leik en þeim síðasta en þá tapaði liðið afar óvænt fyrir FH. Margrét Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, tók undir það: „Þetta var allt annað en á móti FH enda var einbeitingin núna í lagi. Liðið spilaði mjög vel í síðari hálfleik og við hefðum átt að setja nokkur mörk í viðbót. Þetta er búið að vera lærdómsríkt sumar hjá Breiðabliki – það er uppbygging í gangi og við verðum að vera þolinmóðar,“ sagði Margrét Sigurðardóttir. Tvö mörk frá Rötku Ratka Zivkovic skoraði tvö mörk KR í auðveldum 4–1 sigri á FH. Ratka hefur skorað í báðum leikjum sínum með Vesturbæjarliðinu eftir að hafa komið frá Fjölni á dögunum. KR sótti af miklum krafti í byrjun en lét sér nægja fjögur mörk þegar upp var staðið. Liðið vantaði tilfinnanlega meiri sóknarþunga til þess að nýta sér betur yfirburði sína en tapið í Eyjum í síðustu umferð höfðu gert titilvonir liðsins að engu. Markadrottningarnar sáu um mörkin Markadrottningarnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth sáu um að skora og leggja upp mörkin í 0–3 sigri ÍBV á Stjörnunni í leiðinlegum leik á nýja gervigrasvellinum í Garðabæ í gær. Stjörnuliðið var algjörlega bitlaust framundan og þess bíður hörð fallbarátta en Eyjastúlkur virtust mæta til leiksins með hálfum hug. Margrét Lára skoraði tvö mörk eftir sendingar frá Olgu en Olga kom ÍBV á bragðið í upphafi leiks eftir sendingu frá Margréti Láru. Þetta var fjórði sigur ÍBV í röð en þær eru enn fimm stigum á eftir Valsliðinu í baráttunni um titilinn. Valskonur á sigurbraut Valskonur óðu í færum á Akureyri en fengu þó óvænta mótstöðu frá norðanstúlkum sem náðu að skora tvisvar hjá bestu vörn deildarinnar. Valur vann leikinn að lokum 2–5 og heldur fimm stiga forskoti á toppnum þegar aðeins þrír leikir eru eftir. „Það hefur verið okkar akkilesarhæll í sumar að vera ekki grimmar fyrir framan markið en það voru þrjú stig í húfi og við náðum þeim. Þetta leit illa út, á tímabili einu marki yfir en við urðu kærulausar og hleyptum þeim inn í leikinn. Við náðum að hrifsa upp um okkur buxurnar og kláruðum leikinn. Við hugsum ekkert um það hversu lítið eða mikið við þurfum til að verða meistarar heldur tökum einn leik í einu. Við eigum næst Fjölni og þar eru þrjú stig sem við ætlum að taka.“ sagði Íris Andrésdóttir eftir leikinn. Þór/KA/KS–Valur 2-5 0–1 Katrín Jónsdóttir 11. 0–2 Rakel Logadóttir 26. 0–3 Laufey Ólafsdóttir 44. 1–3 Laufey Björnsdóttir 61. 2–3 Telma Ýr Unnsteinsdóttir 69. 2–4 Dóra Stefánsdóttir 86. 2–5 Kristín Ýr Bjarnadóttir 88. Best á vellinum Dóra Stefánsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 2–34 (2–20) Horn 1–8 Aukaspyrnur fengnar 11–13 Rangstöður 1–3 Mjög Góðar Dóra Stefánsdóttir Val Góðar Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS Telma Ýr Unnsteinsdóttir Þór/KA/KS Rakel Logadóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Stjarnan–ÍBV 0-3 0–1 Olga Færseth 9. 0–2 Margrét Lára Viðarsdóttir 31. 0–3 Margrét Lára Viðarsdóttir 52. Best á vellinum Rachel Kruze ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–17 (2–9) Horn 0–10 Aukaspyrnur fengnar 10–6 Rangstöður 1–2 Góðar Nanna Rut Jónsdóttir Stjörnunni Erna Birgisdóttir Stjörnunni Rachel Kruze ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Samantha Britton ÍBV Fjölnir–Breiðablik 1-3 1–0 Rúna Sif Stefánsdóttir 1. 1–1 Erna Björk Sigurðardóttir 24. 1–2 Erna Björk Sigurðardóttir 25. 1–3 Sandra Sif Stefánsdóttir 52. Best á vellinum Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki Tölfræðin Skot (á mark) 8–20 (4–8) Horn 2–8 Aukaspyrnur fengnar 17–5 Rangstöður 7–3 Góðar Guðný Jónsdóttir Fjölni Andrea Rowe Fjölni Rúna Sif Stefánsdóttir Fjölni Kristrún Kristjánsdóttir Fjölni Erna Björk Sigurardóttir Breiðabliki Hildur Sævarsdóttir Breiðabliki Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Breiðabliki Hjördís Þorsteinsdóttir Breiðabliki Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki KR-FH 4-1 1–0 Ratka Zivkovic 21. 2–0 Hólmfríður Magnúsdóttir 45. 3–0 Guðlaug Jónsdóttir 65. 4–0 Ratka Zivkovic 66. 4–1 Sigríður Guðmundsdóttir 87. Best á vellinum Ratka Zivkovic KR Tölfræðin Skot (á mark) 37–6 (19–4) Horn 16–1 Aukaspyrnur fengnar 14–15 Rangstöður 5–0 Mjög Góðar Ratka Zivkovic KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Góðar Edda Garðarsdóttir KR Katrín Ómarsdóttir KR Sif Atladóttir KR Kristín Sigurðardóttir FH Sigríður Guðmundsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Leikurinn var skotspónn þeirra félaga í 70 mínútum á sjónvarpsstöðinni Popp tíví þegar Auðunn Blöndal hljóp inn á völlinn og sparkaði boltanum út af þegar leikurinn var í fullum gangi. Leikmenn liðanna létu þó eins og ekkert hefði í skorist, dómarinn dæmdi uppkast og leikurinn hélt áfram. Markahæstar Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 21 Olga Færseth, ÍBV 15 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 13 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 12 Guðlaug Jónsdóttir, KR 9 Kristín ýr Bjarnadóttir, Val 9 Dóra Stefánsdóttir, Val 7 Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 7 Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki 7 Næstu leikir ÍBV–Þór/KA/KS lau. 14. ág. 16.00 FH–Stjarnan mán. 16. ág. 19.00 Valur–Fjölnir mán. 16. ág. 19.00 Breiðablik–KR mán. 16. ág. 19.00 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Efstu liðin unnu öll í 11. umferð Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu í gær og staðan breyttist ekkert í deildinni, hvorki á toppi né botni. Valskonur halda áfram fimm stiga forskoti og botnbaráttan er enn í einum hnút. Breiðablik gerði góða ferð í Grafarvoginn í gærkvöld en þá bar liðið sigurorð af Fjölni, 1-3, í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Þar með er staða Fjölnis við botninn orðin afar erfið og vandséð að liðið nái að bjarga sér frá falli í 1. deild. Hlutirnir litu reyndar ljómandi út fyrir heimastelpur í byrjun leiks en strax á 1. mínútu komst liðið yfir. Í kjölfarið var jafnræði ríkjandi þar sem hvorugt liðið náði afgerandi tökum á leiknum og nánast engin færi litu dagsins ljós. Tvö mörk á einni mínútu En á innan við einni mínútu breyttist gangur leiksins allverulega og það fyrir tilstilli eins leikmanns – Ernu B. Sigurðardóttur. Hún skoraði tvö mörk og var annað þeirra af laglegri gerðinni. Eftir þessa rispu Ernu tók Breiðablik völdin og segja má að liðið hafi aldrei látið þau af hendi. Liðið tryggði sér svo endanlega sigurinn í upphafi seinni hálfleiks og hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum en stelpurnar fóru illa að ráði sínu uppi við markið. Fjölnisstelpur sýndu ágætis takta á köflum en liðið náði sér aldrei eftir mörkin tvö hjá Ernu. Allt annað var að sjá til Breiðabliks í þessum leik en þeim síðasta en þá tapaði liðið afar óvænt fyrir FH. Margrét Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, tók undir það: „Þetta var allt annað en á móti FH enda var einbeitingin núna í lagi. Liðið spilaði mjög vel í síðari hálfleik og við hefðum átt að setja nokkur mörk í viðbót. Þetta er búið að vera lærdómsríkt sumar hjá Breiðabliki – það er uppbygging í gangi og við verðum að vera þolinmóðar,“ sagði Margrét Sigurðardóttir. Tvö mörk frá Rötku Ratka Zivkovic skoraði tvö mörk KR í auðveldum 4–1 sigri á FH. Ratka hefur skorað í báðum leikjum sínum með Vesturbæjarliðinu eftir að hafa komið frá Fjölni á dögunum. KR sótti af miklum krafti í byrjun en lét sér nægja fjögur mörk þegar upp var staðið. Liðið vantaði tilfinnanlega meiri sóknarþunga til þess að nýta sér betur yfirburði sína en tapið í Eyjum í síðustu umferð höfðu gert titilvonir liðsins að engu. Markadrottningarnar sáu um mörkin Markadrottningarnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth sáu um að skora og leggja upp mörkin í 0–3 sigri ÍBV á Stjörnunni í leiðinlegum leik á nýja gervigrasvellinum í Garðabæ í gær. Stjörnuliðið var algjörlega bitlaust framundan og þess bíður hörð fallbarátta en Eyjastúlkur virtust mæta til leiksins með hálfum hug. Margrét Lára skoraði tvö mörk eftir sendingar frá Olgu en Olga kom ÍBV á bragðið í upphafi leiks eftir sendingu frá Margréti Láru. Þetta var fjórði sigur ÍBV í röð en þær eru enn fimm stigum á eftir Valsliðinu í baráttunni um titilinn. Valskonur á sigurbraut Valskonur óðu í færum á Akureyri en fengu þó óvænta mótstöðu frá norðanstúlkum sem náðu að skora tvisvar hjá bestu vörn deildarinnar. Valur vann leikinn að lokum 2–5 og heldur fimm stiga forskoti á toppnum þegar aðeins þrír leikir eru eftir. „Það hefur verið okkar akkilesarhæll í sumar að vera ekki grimmar fyrir framan markið en það voru þrjú stig í húfi og við náðum þeim. Þetta leit illa út, á tímabili einu marki yfir en við urðu kærulausar og hleyptum þeim inn í leikinn. Við náðum að hrifsa upp um okkur buxurnar og kláruðum leikinn. Við hugsum ekkert um það hversu lítið eða mikið við þurfum til að verða meistarar heldur tökum einn leik í einu. Við eigum næst Fjölni og þar eru þrjú stig sem við ætlum að taka.“ sagði Íris Andrésdóttir eftir leikinn. Þór/KA/KS–Valur 2-5 0–1 Katrín Jónsdóttir 11. 0–2 Rakel Logadóttir 26. 0–3 Laufey Ólafsdóttir 44. 1–3 Laufey Björnsdóttir 61. 2–3 Telma Ýr Unnsteinsdóttir 69. 2–4 Dóra Stefánsdóttir 86. 2–5 Kristín Ýr Bjarnadóttir 88. Best á vellinum Dóra Stefánsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 2–34 (2–20) Horn 1–8 Aukaspyrnur fengnar 11–13 Rangstöður 1–3 Mjög Góðar Dóra Stefánsdóttir Val Góðar Sandra Sigurðardóttir Þór/KA/KS Telma Ýr Unnsteinsdóttir Þór/KA/KS Rakel Logadóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Stjarnan–ÍBV 0-3 0–1 Olga Færseth 9. 0–2 Margrét Lára Viðarsdóttir 31. 0–3 Margrét Lára Viðarsdóttir 52. Best á vellinum Rachel Kruze ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–17 (2–9) Horn 0–10 Aukaspyrnur fengnar 10–6 Rangstöður 1–2 Góðar Nanna Rut Jónsdóttir Stjörnunni Erna Birgisdóttir Stjörnunni Rachel Kruze ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Samantha Britton ÍBV Fjölnir–Breiðablik 1-3 1–0 Rúna Sif Stefánsdóttir 1. 1–1 Erna Björk Sigurðardóttir 24. 1–2 Erna Björk Sigurðardóttir 25. 1–3 Sandra Sif Stefánsdóttir 52. Best á vellinum Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki Tölfræðin Skot (á mark) 8–20 (4–8) Horn 2–8 Aukaspyrnur fengnar 17–5 Rangstöður 7–3 Góðar Guðný Jónsdóttir Fjölni Andrea Rowe Fjölni Rúna Sif Stefánsdóttir Fjölni Kristrún Kristjánsdóttir Fjölni Erna Björk Sigurardóttir Breiðabliki Hildur Sævarsdóttir Breiðabliki Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Breiðabliki Hjördís Þorsteinsdóttir Breiðabliki Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki KR-FH 4-1 1–0 Ratka Zivkovic 21. 2–0 Hólmfríður Magnúsdóttir 45. 3–0 Guðlaug Jónsdóttir 65. 4–0 Ratka Zivkovic 66. 4–1 Sigríður Guðmundsdóttir 87. Best á vellinum Ratka Zivkovic KR Tölfræðin Skot (á mark) 37–6 (19–4) Horn 16–1 Aukaspyrnur fengnar 14–15 Rangstöður 5–0 Mjög Góðar Ratka Zivkovic KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Góðar Edda Garðarsdóttir KR Katrín Ómarsdóttir KR Sif Atladóttir KR Kristín Sigurðardóttir FH Sigríður Guðmundsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Leikurinn var skotspónn þeirra félaga í 70 mínútum á sjónvarpsstöðinni Popp tíví þegar Auðunn Blöndal hljóp inn á völlinn og sparkaði boltanum út af þegar leikurinn var í fullum gangi. Leikmenn liðanna létu þó eins og ekkert hefði í skorist, dómarinn dæmdi uppkast og leikurinn hélt áfram. Markahæstar Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 21 Olga Færseth, ÍBV 15 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 13 Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 12 Guðlaug Jónsdóttir, KR 9 Kristín ýr Bjarnadóttir, Val 9 Dóra Stefánsdóttir, Val 7 Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 7 Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki 7 Næstu leikir ÍBV–Þór/KA/KS lau. 14. ág. 16.00 FH–Stjarnan mán. 16. ág. 19.00 Valur–Fjölnir mán. 16. ág. 19.00 Breiðablik–KR mán. 16. ág. 19.00
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira