Matthías gestur bókmenntahátíðar 9. ágúst 2004 00:01 Matthías Johannessen er einn af gestum bókmenntahátíðarinnar í Edinborg þetta árið. Af því tilefni hefur bókin "New Journeys" verið gefin út en hún inniheldur úrval af ljóðum Matthíasar sem mörg hver hafa ekki enn komið út en það er Bernand Scudder sem þýðir ljóðin og velur í bókina. Matthías mun koma fram í Opus-leikhúsinu í Edinborg miðvikudaginn 25. ágúst og lesa upp ljóð úr bók sinni. Sá háttur verður hafður á að sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon sem búsettur er í London mun spyrja Matthías út í ljóðasmíðina og gefa þannig hlustendum kost á að skyggnast inn í hugarheim skáldsins. Bókmenntahátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og nýtur gífurlegra vinsælda. Meðal þeirra sem sækja munu hátíðina í ár eru höfundar á borð við Muriel Spark, Toni Morrison, Alex Garland, Doris Lessing og Ian Rankin. Matthías vinnur nú að nýrri bók sem mun koma út næsta haust sem er í senn málsvörn og minningar. Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Matthías Johannessen er einn af gestum bókmenntahátíðarinnar í Edinborg þetta árið. Af því tilefni hefur bókin "New Journeys" verið gefin út en hún inniheldur úrval af ljóðum Matthíasar sem mörg hver hafa ekki enn komið út en það er Bernand Scudder sem þýðir ljóðin og velur í bókina. Matthías mun koma fram í Opus-leikhúsinu í Edinborg miðvikudaginn 25. ágúst og lesa upp ljóð úr bók sinni. Sá háttur verður hafður á að sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon sem búsettur er í London mun spyrja Matthías út í ljóðasmíðina og gefa þannig hlustendum kost á að skyggnast inn í hugarheim skáldsins. Bókmenntahátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og nýtur gífurlegra vinsælda. Meðal þeirra sem sækja munu hátíðina í ár eru höfundar á borð við Muriel Spark, Toni Morrison, Alex Garland, Doris Lessing og Ian Rankin. Matthías vinnur nú að nýrri bók sem mun koma út næsta haust sem er í senn málsvörn og minningar.
Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira