Öðruvísi í New York 5. ágúst 2004 00:01 Stuð milli stríða Birgir Örn Steinarsson þekkir ekki fólk í sundur í mannmergðinni í New York. Hér í New York er allt reynt til þess að senda hinum maurunum á götunni þau skilaboð að viðkomandi sé ólíkur restinni. Allir vilja vera einstakir. Fólk breytir útlitinu eftir þessu, enda gefa vegfarendur engu öðru gaum á fimm sekúndum. Mannskepnan hefur ekkert of marga möguleika hvað þetta varðar. Það eru fötin, hárgreiðslan, húðflúr, hattar og járndrasl sem fólk gatar sig með á ótrúlegustu stöðum. En hér eru svo ótrúlega margir að þrátt fyrir allar þessar tilraunir, þá verður fólk samt eins. Ósjálfrátt skipum við okkur í einhverjar ímyndaðar fylkingar. Pönkarar, gellur, sæta fólkið sem veit af því, ljóta fólkið sem veit af því, gospappar, rokkarar, hipphopparar, ljóta fólkið sem veit ekki af því, ábyrgðarfulla jakkafataklíkan, ríka gengið sem vill ekki að það sjáist á því að það eigi peninga og skartgripagengið sem þykist eiga peninga. Þegar allt kemur til alls og maður gengur eða treður sér á milli skýjaklúfa sér maður sama fólkið alls staðar. Allir renna saman í eitt. Þú getur verið sá sem þú vilt og klætt þig eins og þú vilt. Það sem raunverulega skiptir máli er hvað þú gerir og hvort þú sért nægilega vakandi til þess að grípa tækifærin þín. Ég myndi jafn glaður ráða pönkara dragdrottningu í vinnu og hipphopp nunnu... eins lengi og ég héldi að þau væru með sitt á hreinu. Stuð milli stríða Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Stuð milli stríða Birgir Örn Steinarsson þekkir ekki fólk í sundur í mannmergðinni í New York. Hér í New York er allt reynt til þess að senda hinum maurunum á götunni þau skilaboð að viðkomandi sé ólíkur restinni. Allir vilja vera einstakir. Fólk breytir útlitinu eftir þessu, enda gefa vegfarendur engu öðru gaum á fimm sekúndum. Mannskepnan hefur ekkert of marga möguleika hvað þetta varðar. Það eru fötin, hárgreiðslan, húðflúr, hattar og járndrasl sem fólk gatar sig með á ótrúlegustu stöðum. En hér eru svo ótrúlega margir að þrátt fyrir allar þessar tilraunir, þá verður fólk samt eins. Ósjálfrátt skipum við okkur í einhverjar ímyndaðar fylkingar. Pönkarar, gellur, sæta fólkið sem veit af því, ljóta fólkið sem veit af því, gospappar, rokkarar, hipphopparar, ljóta fólkið sem veit ekki af því, ábyrgðarfulla jakkafataklíkan, ríka gengið sem vill ekki að það sjáist á því að það eigi peninga og skartgripagengið sem þykist eiga peninga. Þegar allt kemur til alls og maður gengur eða treður sér á milli skýjaklúfa sér maður sama fólkið alls staðar. Allir renna saman í eitt. Þú getur verið sá sem þú vilt og klætt þig eins og þú vilt. Það sem raunverulega skiptir máli er hvað þú gerir og hvort þú sért nægilega vakandi til þess að grípa tækifærin þín. Ég myndi jafn glaður ráða pönkara dragdrottningu í vinnu og hipphopp nunnu... eins lengi og ég héldi að þau væru með sitt á hreinu.
Stuð milli stríða Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira