Stuðið kostar sitt 28. júlí 2004 00:01 Þótt tilhlökkun sé vonandi sterkasta tilfinningin í aðdraganda verslunarmannahelgar er líka nauðsynlegt að hugsa fyrir útgjöldunum því allt kostar eitthvað. Hvort sem leiðin liggur á útihátíð eða bara í tjaldútilegu í frekar miklum rólegheitum þá er næsta víst að allir verða að taka upp veskið. Það þarf að kaupa bensín á bílinn eða reiða fram rútu- eða flugfargjald. Tjaldstæði eru víðast hvar á 700-750 krónur fyrir manninn hverja nótt þó hitt sé til að boðið sé upp á ókeypis tjaldstæði, þannig er það til dæmis á Neskaupstað. Á einstaka stað er tekin greiðsla fyrir hvert tjald, óháð mannfjölda í þeim. Það gildir til dæmis um Úthlíð í Biskupstungum. Þar kostar 1000 kall fyrir tjaldið pr. nótt. Nesti eða eitthvað að borða og drekka er óhjákvæmilegur útgjaldaliður. Við könnuðum lítillega hvað það kostar einstakling að fara á þjóðhátíð í Eyjum og hinsvegar hvað par sem fer í tjaldútilegu til Akureyrar þarf að hafa handa á milli. Neyslan er auðvitað alltaf einstaklingsbundin og hér er um ágiskanir að ræða í þeim efnum. Fargjöld og aðgangseyrir voru hinsvegar könnuð og hér er ekki reiknað með að kaupa þurfi tjöld eða annan viðleguútbúnað. Einstaklingur til Eyja: Fargjald BSÍ - Þorlákshöfn, fram og til baka 1.900 Fargjald með Herjólfi fram og til baka 3.400 Miði inn á þjóðhátíðina 8.800 Kassi af bjór 5.000 Nesti 3.000 Sjoppufæði á staðnum 5.000 Pizza og kók 2.000 Alls 29.100 Par á leið til Akureyrar: Bensín á bílinn 10.000 Tjaldstæði í þrjár nætur 4.200 1 og 1/2 kassi bjór 7.500 1 flaska áfengi 4.000 Nesti 5.000 Matur á staðnum 15.000 Inn á böll 6.000 Barinn 2.500 Alls 54.200 Fjármál Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þótt tilhlökkun sé vonandi sterkasta tilfinningin í aðdraganda verslunarmannahelgar er líka nauðsynlegt að hugsa fyrir útgjöldunum því allt kostar eitthvað. Hvort sem leiðin liggur á útihátíð eða bara í tjaldútilegu í frekar miklum rólegheitum þá er næsta víst að allir verða að taka upp veskið. Það þarf að kaupa bensín á bílinn eða reiða fram rútu- eða flugfargjald. Tjaldstæði eru víðast hvar á 700-750 krónur fyrir manninn hverja nótt þó hitt sé til að boðið sé upp á ókeypis tjaldstæði, þannig er það til dæmis á Neskaupstað. Á einstaka stað er tekin greiðsla fyrir hvert tjald, óháð mannfjölda í þeim. Það gildir til dæmis um Úthlíð í Biskupstungum. Þar kostar 1000 kall fyrir tjaldið pr. nótt. Nesti eða eitthvað að borða og drekka er óhjákvæmilegur útgjaldaliður. Við könnuðum lítillega hvað það kostar einstakling að fara á þjóðhátíð í Eyjum og hinsvegar hvað par sem fer í tjaldútilegu til Akureyrar þarf að hafa handa á milli. Neyslan er auðvitað alltaf einstaklingsbundin og hér er um ágiskanir að ræða í þeim efnum. Fargjöld og aðgangseyrir voru hinsvegar könnuð og hér er ekki reiknað með að kaupa þurfi tjöld eða annan viðleguútbúnað. Einstaklingur til Eyja: Fargjald BSÍ - Þorlákshöfn, fram og til baka 1.900 Fargjald með Herjólfi fram og til baka 3.400 Miði inn á þjóðhátíðina 8.800 Kassi af bjór 5.000 Nesti 3.000 Sjoppufæði á staðnum 5.000 Pizza og kók 2.000 Alls 29.100 Par á leið til Akureyrar: Bensín á bílinn 10.000 Tjaldstæði í þrjár nætur 4.200 1 og 1/2 kassi bjór 7.500 1 flaska áfengi 4.000 Nesti 5.000 Matur á staðnum 15.000 Inn á böll 6.000 Barinn 2.500 Alls 54.200
Fjármál Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira