Grænmetisátak í uppsiglingu 22. júlí 2004 00:01 "Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum. Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum.
Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira