Viðskipti erlent

Þreföld smásala vegna EM

Smásala í Bretlandi jókst næstum þrisvar sinnum meira í júní en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og er aukningin rakin til Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór mánuðinum. Aukningin nam 1,1% sem er það mesta síðan í janúar en spá sérfræðinga hljóðaði upp á 0,4% aukningu. Kaup neytenda á sjónvörpum og íþróttatreyjum var ein aðalástæða hækkunarinnar.  Smásala í Bretlandi hefur nú ekki lækkað þrettán mánuði í röð sem er lengsta tímabil án lækkana síðan 1986. Talsmaður Seðlabanka Englands sagði í gær að lítið þyrfti til að vekja verðbólgudrauginn. Greiningardeild Landsbankans greinir frá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×