Samruni Sony og BMG fær grænt ljós 20. júlí 2004 00:01 Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir. Lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir.
Lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira