Valur haldur sigurgöngunni áfram 13. október 2005 14:24 Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira