Valur haldur sigurgöngunni áfram 13. október 2005 14:24 Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3. Valsstúlkur héldur sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna áfram í gærkvöld með 5–0 sigri á FH á Hlíðarenda. Liðið var þó ekki að spila neitt sérlega sannfærandi í fyrri hálfleik og skoraði Dóra Stefánsdóttir eina mark fyrri hálfleiks á lokamínútunni. Í síðari hálfleik opnuðust hinsvegar allar flóðgáttir og heimamenn bættu við fjórum mörkum. FH-ingar voru ekki eins einbeittar og og í fyrri hálfleik og fengu Valsstúlkur meiri frið við að skjóta á markið. Það bar árangur síðasta hálftímann þegar mörkin röðuðust inn og hefðu hæglega getað orðið fleiri. KR fylgir Val eins og skugginn og er eina liðið, ásamt reyndar ÍBV, sem á einhverja möguleika á að veita Valsstúlkum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið vann Fjölni á útivelli í gær, 0–3, og voru það Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir sem skoruðu mörk liðsins. Það voru erfiðar aðstæður sem liðin þurftu að búa við í Grafarvoginum; hávaðarok olli því að hvorugt liðanna náði að spila almennilega. KR átti þó mun fleiri færi og fleiri skot og átti sigurinn fyllilega skilinn þrátt fyrir að hafa oft spilað betur. Ólöf Pétursdóttir, sem var að spila sinn annan heila leik í marki Fjölnis, átti stórleik og varði 10 skot, mörg hver stórglæsilega. Þór/KA/KS og Stjarnan skiptu stigunum bróðurlega á milli sín með 3-3 jafntefli í nokkuð fjörugum leik þar sem úrslitin voru fyllilega sanngjörn. Heimastúlkur áttu meira í leiknum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að vera undir í hálfleik. Í þeim síðari náðu þær hinsvegar að snúa taflinu við og jafna metin. Annað mark Þór/KA/KS skoraði Alexandra Tómasdóttir með þrumufleyg af 40 metra færi á móti vindi. Stjarnan pressaði stíft undir lokin en norðanstúlkur héldu út.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira