Grilluð pizza með kartöflum 8. júlí 2004 00:01 Hér er sumarleg pizza sem gaman er að henda á grillið í góðra vina hópi. Helstu hráefnin til pizzugerðar eru ódýr og þess vegna er tilvalið að krydda pizzuna með munaðarvöru eins og furuhnetum og frönskum geitaosti. Einfaldasta pizzudeig í heimi 4 bollar hveiti 25 kr. 1/2 poki þurrger 13 kr. 1 og 1/2 bolli volgt vatn 1 tsk. salt Álegg 4 soðnar kartöflur (skornar í sneiðar) 4 hvítlauksgeirar (sneiddir) 2 lúkufylli af ferskri basiliku 150 kr. 4 msk góð pastasósa úr krukku 2 msk ristaðar furuhnetur 100 kr. 4-5 jarðarber (sneidd) 100 kr. 150 gr rifinn ostur 150 kr. 50 gr franskur geitaostur 100 kr. 1 lúkufylli af klettasalati og nokkrar greinar af fersku oregano 150 kr. Byrjið á deiginu: Látið renna úr heitavatnskrananum þar til vatnið er farið að hitna (ca 40 gráður). Látið þá um 1 og 1/2 bolla af volgu vatninu í stóra skál. Leysið upp 1/2 pakka af þurrgeri í vatninu og bætið hveiti saman við þar til úr verður þykkur grautur. Setjið stykki yfir skálina og látið hefast í um 20 mín (lengri hefun er í mjög góðu lagi en 20 mín duga). Þegar deigið hefur hefast, bætið þá hveiti út í skálina ásamt salti. Hnoðið deigið í skálinni þar til það myndar fallega kúlu og klístrast ekki lengur við hendurnar. Smyrjið álpappírsörk með olíu, stráið örlitlu hveiti yfir og fletjið deigið út á álpappírnum. Álegg: Steikið kartöflusneiðarnar ásamt hvítlauk og basiliku í ólífuolíu á pönnu þar til kartöflurnar hafa brúnast nokkuð. Tínið þá hvítlaukinn frá. Smyrjið pastasósu á pizzubotninn og setjið kartöflusneiðar og basiliku ásamt olíunni af pönnunni þar ofaná. Dreifið jarðaberjasneiðum og furuhnetum þvínæst yfir og stráið að lokum rifnum osti og muldum geitaosti yfir. Látið grillið hitna vel, en minnkið logann þegar pizzan er sett á álpappírnum á grillið. Grillið í lokuðu grilli í 10 til 15 mín, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Dreifið klettasalati og fersku oregano yfir pizzuna áður en hún er borin fram. Kostnaður um 900 kr Matur Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Hér er sumarleg pizza sem gaman er að henda á grillið í góðra vina hópi. Helstu hráefnin til pizzugerðar eru ódýr og þess vegna er tilvalið að krydda pizzuna með munaðarvöru eins og furuhnetum og frönskum geitaosti. Einfaldasta pizzudeig í heimi 4 bollar hveiti 25 kr. 1/2 poki þurrger 13 kr. 1 og 1/2 bolli volgt vatn 1 tsk. salt Álegg 4 soðnar kartöflur (skornar í sneiðar) 4 hvítlauksgeirar (sneiddir) 2 lúkufylli af ferskri basiliku 150 kr. 4 msk góð pastasósa úr krukku 2 msk ristaðar furuhnetur 100 kr. 4-5 jarðarber (sneidd) 100 kr. 150 gr rifinn ostur 150 kr. 50 gr franskur geitaostur 100 kr. 1 lúkufylli af klettasalati og nokkrar greinar af fersku oregano 150 kr. Byrjið á deiginu: Látið renna úr heitavatnskrananum þar til vatnið er farið að hitna (ca 40 gráður). Látið þá um 1 og 1/2 bolla af volgu vatninu í stóra skál. Leysið upp 1/2 pakka af þurrgeri í vatninu og bætið hveiti saman við þar til úr verður þykkur grautur. Setjið stykki yfir skálina og látið hefast í um 20 mín (lengri hefun er í mjög góðu lagi en 20 mín duga). Þegar deigið hefur hefast, bætið þá hveiti út í skálina ásamt salti. Hnoðið deigið í skálinni þar til það myndar fallega kúlu og klístrast ekki lengur við hendurnar. Smyrjið álpappírsörk með olíu, stráið örlitlu hveiti yfir og fletjið deigið út á álpappírnum. Álegg: Steikið kartöflusneiðarnar ásamt hvítlauk og basiliku í ólífuolíu á pönnu þar til kartöflurnar hafa brúnast nokkuð. Tínið þá hvítlaukinn frá. Smyrjið pastasósu á pizzubotninn og setjið kartöflusneiðar og basiliku ásamt olíunni af pönnunni þar ofaná. Dreifið jarðaberjasneiðum og furuhnetum þvínæst yfir og stráið að lokum rifnum osti og muldum geitaosti yfir. Látið grillið hitna vel, en minnkið logann þegar pizzan er sett á álpappírnum á grillið. Grillið í lokuðu grilli í 10 til 15 mín, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Dreifið klettasalati og fersku oregano yfir pizzuna áður en hún er borin fram. Kostnaður um 900 kr
Matur Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira