Húsbréf breytast í peningalán 5. júlí 2004 00:01 "Meginbreytingin sem fylgir þessu er að lánstími breytist og einnig vaxtaprósentan," segir Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Nú hafa þær breytingar gengið í garð hjá Íbúðalánasjóði að húsbréfum er breytt í peningalán. Nú er hægt að taka peningalán til tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára en einungis var hægt að taka lán til 25 eða 40 ára í gamla húsbréfakerfinu. "Áður fyrr fengu seljendur greiðslu í formi fasteignaveðbréfs sem var skiptanlegt fyrir húsbréf hjá Íbúðalánasjóði. Húsbréfin gengu síðan kaupum og sölu á fjármálamarkaði og báru ýmist afföll eða yfirverð. Nú fær seljandinn greidda peninga í samræmi við ákvæði ÍLS-veðbréfa sem taka við af fasteignaveðbréfunum," segir Hallur. "Á meðan húsbréfakerfið var og hét fékk seljandi til dæmis 1.000.000 króna húsbréf en vegna affalla þá fékk hann aðeins 900.000 greitt. Þá hafði það oft áhrif á lántakanda því seljandi vildi að hann tæki þátt því hann vildi auðvitað fá 1.000.000 en ekki 900.000 krónur. Þá þurfti lántakandi oft að greiða meira en uppsett verð." Vextirnir breytast einnig talsvert með þessum breytingum. "Undanfarin tíu ár hafa þessi fasteignaverðbréf verið verðtryggð og fastir vextir á þeim sem voru 5,1 prósent. Eftir breytingarnar breytast vextirnir á ÍLS-verðbréfum á milli tímabila. Ef keypt er í janúar til dæmis þá eru ákveðnir vextir sem eru fastir allan lánstímann. Vextirnir gætu svo verið aðrir til dæmis í maí. Nú bjóðum við íbúðabréf út og sú ákvöxtunarkrafa sem markaðsaðilar vilja greiða er grunnvaxtaákvörðun útlánanna. Það gæti til dæmis verið fjögur prósent og síðan bætast ofan á þá prósentu ákveðið álag," segir Hallur, en Íbúðalánasjóður hyggur að svona verði vextir á útlánum lægri en áður fyrr. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs hvetja fólk eindregið til að leita sér upplýsinga í bönkum og sparisjóðum þegar haldið er í greiðslumat. "Greiðslumat er ekki aðeins til að sýna fólki sína fjárhagslegu stöðu heldur líka hvað það á mikið afgangs eftir mánaðarneyslu til að greiða af lánum sínum. Ráðgjafar í greiðslumati geta þá bent fólki á bestu mögulegu leiðina í lánatöku," segir Hallur. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs vilja enn fremur benda á það að besti sparnaðurinn er að taka styttri lán frekar en lengri ef fólk hefur val á því þar sem fjörutíu ára lánin hafa reynst dýrari á heildina litið. Fjármál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Meginbreytingin sem fylgir þessu er að lánstími breytist og einnig vaxtaprósentan," segir Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Nú hafa þær breytingar gengið í garð hjá Íbúðalánasjóði að húsbréfum er breytt í peningalán. Nú er hægt að taka peningalán til tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára en einungis var hægt að taka lán til 25 eða 40 ára í gamla húsbréfakerfinu. "Áður fyrr fengu seljendur greiðslu í formi fasteignaveðbréfs sem var skiptanlegt fyrir húsbréf hjá Íbúðalánasjóði. Húsbréfin gengu síðan kaupum og sölu á fjármálamarkaði og báru ýmist afföll eða yfirverð. Nú fær seljandinn greidda peninga í samræmi við ákvæði ÍLS-veðbréfa sem taka við af fasteignaveðbréfunum," segir Hallur. "Á meðan húsbréfakerfið var og hét fékk seljandi til dæmis 1.000.000 króna húsbréf en vegna affalla þá fékk hann aðeins 900.000 greitt. Þá hafði það oft áhrif á lántakanda því seljandi vildi að hann tæki þátt því hann vildi auðvitað fá 1.000.000 en ekki 900.000 krónur. Þá þurfti lántakandi oft að greiða meira en uppsett verð." Vextirnir breytast einnig talsvert með þessum breytingum. "Undanfarin tíu ár hafa þessi fasteignaverðbréf verið verðtryggð og fastir vextir á þeim sem voru 5,1 prósent. Eftir breytingarnar breytast vextirnir á ÍLS-verðbréfum á milli tímabila. Ef keypt er í janúar til dæmis þá eru ákveðnir vextir sem eru fastir allan lánstímann. Vextirnir gætu svo verið aðrir til dæmis í maí. Nú bjóðum við íbúðabréf út og sú ákvöxtunarkrafa sem markaðsaðilar vilja greiða er grunnvaxtaákvörðun útlánanna. Það gæti til dæmis verið fjögur prósent og síðan bætast ofan á þá prósentu ákveðið álag," segir Hallur, en Íbúðalánasjóður hyggur að svona verði vextir á útlánum lægri en áður fyrr. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs hvetja fólk eindregið til að leita sér upplýsinga í bönkum og sparisjóðum þegar haldið er í greiðslumat. "Greiðslumat er ekki aðeins til að sýna fólki sína fjárhagslegu stöðu heldur líka hvað það á mikið afgangs eftir mánaðarneyslu til að greiða af lánum sínum. Ráðgjafar í greiðslumati geta þá bent fólki á bestu mögulegu leiðina í lánatöku," segir Hallur. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs vilja enn fremur benda á það að besti sparnaðurinn er að taka styttri lán frekar en lengri ef fólk hefur val á því þar sem fjörutíu ára lánin hafa reynst dýrari á heildina litið.
Fjármál Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira