Menning

Endurnýjun ökuskírteinis

Sumarfríin eru skollin á af fullum þunga. Þeim fylgja ferðalög um landið og til útlanda. Þeir sem ætla að aka erlendis ættu að fá sér nýtt ökuskírteini, þau eru nauðsynleg víða. 3.500 krónur kostar að fá sér nýtt ökuskírteini. Hægt er að sækja um endurnýjun ökuskírteinis hjá öllum lögreglustjórum (sýslumönnum). Mæta þarf á staðinn og fylla út sérstök eyðublöð þar vegna þessa. Í ökuskírteini þarf eina nýja mynd, en ef einstaklingur á nýja mynd í ökuskírteinakerfinu er hægt að nota hana. Allir 65 ára og eldri þurfa að skila læknisvottorði með umsókn um endurnýjun. Þeir sem eru að endurnýja ökuskírteini í fyrsta skipti þurfa einnig að reiða fram 3.500 krónur. Hafa ber þó í huga að einungis er hægt að gera það ef viðkomandi er punktalaus. Annars þarf að fara í ökutíma og svo er hægt að fá nýtt ökuskírteini, þó aðeins til tveggja ára. Það kostar 2.000 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.