Frambjóðendur ógna ekki forsetanum 19. júní 2004 00:01 "Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
"Það sem verður að líkindum mest spennandi að fylgjast með í þessum kosningum er hversu margir skila auðu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vegna komandi forsetakosninga sem fram fara á laugardaginn kemur. Tveir aðilar eru í framboði gegn sitjandi forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnar Grímssyni, þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon. Baldur segir áhugaverðast að vita hversu margir skila auðu með tilliti til þess að forsetinn hafi fyrir stuttu neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu en sú ákvörðun hafi fallið í misjafnan jarðveg hjá landsmönnum og að líkindum sýni einhverjir mótmæli sín í verki og skili auðu. "Nú er tæp vika til kosninganna og það hefur farið afar lítið fyrir kosningabaráttu hjá þeim sem í framboði eru enn sem komið er. Mér sýnist kosningaherferð Ástþórs til að mynda mun minni í sniðum en hún var 1996." Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að framboð hefur borist gegn sitjandi forseta en það var þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur 1988 og mældist kjörsókn þá aðeins 71 prósent. Baldur telur ekki ólíklegt að kjörsókn nú geti orðið enn minni þar sem svo virðist sem margir gefi þessum kosningum lítinn gaum vegna þess mikla munar sem virðist vera á frambjóðendunum miðað við skoðanakannanir. "Staða Ólafs er afar sterk miðað við kannanir og ég held að almenningur telji hina tvo frambjóðendurna einfaldlega ekki nógu sterka til að ógna Ólafi mikið. Engu að síður tel ég að embætti forsetans sé afar fýsilegur kostur og það voru lengi uppi hugmyndir meðal manna hér í þjóðfélaginu að finna sterkan mótframbjóðanda gegn núverandi forseta en það var síðar blásið af." Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins kom fram að fylgi Ólafs Ragnars mældist tæp 64 prósent. Baldur Ágústsson mældist með fimm prósenta fylgi og fylgi Ástþórs var innan við eitt prósent. Sé aðeins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu naut Ólafur fylgis alls níu af tíu aðspurðum.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira