Forsetinn er ekki bara puntudúkka 18. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar." Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að með því að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar sé hann ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. "Saga forsetaembættisins sýnir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara," segir Ólafur Ragnar. "Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka." Ólafur Ragnar segir að forsetinn verði að hafa skoðanir og geti ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum forystumönnum stjórnmálaflokka í landinu hafa áhrif á gerðir sínar. Aðspurður hvers vegna hann hafi beitt málskotsréttinum í fjölmiðlamálinu en ekki Kárahnjúka- eða öryrkjamálinu segir hann: "Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og aðstæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki borið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dagskrá fyrirrennara hans." Ólafur Ragnar segir samskipti sín við ríkisstjórnina í stórum dráttum hafa verið farsæl. "Við forsætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar."
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira