Valdamikill og pólitískur 12. júní 2004 00:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks. Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins taldi árið 1952, að forseti Íslands væri pólitískt embætti sem á vissum örlagaríkum tímum veitti meira vald til en nokkru sinni hefði verið á eins manns hendi. Þetta kom fram í erindi Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, á málþinginu í gær. Vísaði Svanur til bréfs sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein skrifuðu fyrir forsetakosningarnar árið 1952. Svanur fjallaði um Svein Björnsson: "Þegar forsetatíð hans lauk var öllum ljóst að þarna var komið til nýtt og valdamikið, pólitískt embætti sem Sveinn hafði unnið að og taldi og að forsetinn ætti að beita stjórnarskrárbundnum völdum sínum." Svanur benti líka á hversu virkur Ásgeir Ásgeirsson hefði verið í sinni forsetatíð; hann hafi til dæmis treyst tengslin við Bandaríkin, þrátt fyrir andstöðu við það á þingi og hann gegndi lykilhlutverki við myndun Viðreisnarstjórnar árið 1959. Þá hafnaði Svanur því að Kristján Eldjárn hafi ekki beitt sér á pólitískan hátt. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallaði um hugmyndir Kristjáns Eldjárn um embættið og sagði hann hafa talið að forsetinn ætti að skipta sér sem minnst af pólitískum átökum. Það hafi þó reynst erfitt vegna tíðrar stjórnarkreppu á áttunda áratugnum. Til marks um það undirbjó Kristján þrisvar sinnum myndun utanþingsstjórnar og það vakti mikinn ágreining þegar Kristján veitti Lúðvík Jósefssyni umboð til stjórnarmyndunar árið 1978. Guðni sagði að við stjórnarmyndun væri vald forsetans hugsanlega hvað mest; þá yrði forsetinn að meta vald sitt til og það mat hlyti að vera pólitískt. Einnig fullyrti hann að "þegar hugmyndir Kristjáns um pólitískt hlutverk forseta Íslands eru bornar saman við skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar, er ljóst að sjónarmið Kristjáns var annað." Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, fjallaði um umfjöllun um fjölmiðlalögin og atburðarás síðastliðnar vikur. Taldi hann að ímynd forsetaembættisins hefði breyst í augum þeirra kynslóða sem ólust upp í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur. Þá mótmælti Sveinn þeirri fullyrðingu að einhliða umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á afstöðu fólks.
Kristján Eldjárn Sveinn Björnsson Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira