Ólafur með mesta fylgi 12. júní 2004 00:01 Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Fylgi Ólafs Ragnars mælist 63,8 prósent í könnuninni og mælist fylgi annarra frambjóðenda aðeins brot af fylgi hans. Fimm prósent aðspurðra hyggjast kjósa Baldur Ágústsson og 0,6 prósent Ástþór Magnússon. Þá sögðust 15 prósent aðspurðra ætla að sitja heima á kjördag og rúm tíu af hundraði eru enn óákveðin. 6,5 prósent neituðu að svara eða vildu annan frambjóðanda. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku, tæpra 70 prósenta aðspurðra, nýtur Ólafur Ragnar fylgis níu af hverjum tíu. Fylgi Ástþórs mælist tæplega eitt prósent og Baldurs rúmlega 7 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur meira fylgis meðal kvenna en karla. 93,6 prósent kvenna sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Ólaf Ragnar meðan 86,3 prósent karla hugðust gera slíkt hið sama. Talsvert fleiri karlar en konur hugðust hins vegar kjósa Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon en fylgi Ástþórs mælist ekkert meðal kvenna. Lítill munur mældist á fylgi Ólafs Ragnars á landsbyggðinni og í þéttbýli, 90,3 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast veita honum atkvæði sitt samanborið við 89,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Fylgi Baldurs mælist ívið meira á landsbyggðinni en þar er fylgi Ástþórs ekki mælanlegt. 1,5 prósent íbúa í þéttbýli hyggjast hins vegar kjósa Ástþór. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns sem skiptist jafnt á milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Hvaða frambjóðanda myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira