Viðskipti innlent Verulega minni verðbólga Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2024 lækkar um 0,24 prósent frá fyrri mánuði. Viðskipti innlent 27.9.2024 09:17 Mun leiða ferskvatnseldi hjá First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Arnþór Gústavsson í nýtt starf innan fyrirtækisins en hann fer úr starfi gæðastjóra yfir í að stýra ferskvatnseldi félagsins. Viðskipti innlent 27.9.2024 08:42 Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Viðskipti innlent 26.9.2024 17:47 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. Viðskipti innlent 26.9.2024 17:17 Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. Viðskipti innlent 26.9.2024 16:19 Icelandair hækkað um ríflega fjórðung Gengi hlutabréfa Icelandair hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er nú 27,27 prósent hærra en fyrir mánuði. Gengið hækkaði um 8,74 prósent í dag. Viðskipti innlent 26.9.2024 15:46 Munu fljúga til Nashville næsta sumar Icelandair mun bæta Nashville í Tennessee við flugáætlun sína sumarið 2025. Viðskipti innlent 26.9.2024 14:07 Rúv tapað nærri hálfum milljarði á árinu Rekstrarafkoma Ríkisútvarpsins ohf. var neikvæð um 470 milljónir króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Tapið er sagt skýrast af eldsumbrotum á Reykjanesskaga, forsetakosningum og íþróttamótum. Viðskipti innlent 26.9.2024 14:02 Átta sagt upp hjá Arion banka Átta manns var sagt upp hjá Arion banka í gær. Upplýsingafulltrúi bankans segir uppsagnirnar lið í breytingum innan einstakra sviða. Þær séu ekki liður í stórum skipulagsbreytingum. Viðskipti innlent 26.9.2024 13:35 Bein útsending: Ársfundur Orkustofununar á Akureyri Ársfundur Orkustofnunar fer fram í Hofi á Akureyri og hefst klukkan 14 í dag. Fundinum er streymt á Vísi. Viðskipti innlent 26.9.2024 13:02 Hagnaður félags Björns Braga dróst verulega saman Bananalýðveldið ehf., eignarhaldsfélag í eigu skemmtikraftsins Björns Braga Arnarssonar, hagnaðist um rúmar tíu milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn árið áður nam tæpum fjörutíu milljónum króna. Viðskipti innlent 26.9.2024 12:26 Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Viðskipti innlent 26.9.2024 12:17 Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag bandarísks risa Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest. Viðskipti innlent 26.9.2024 11:29 Spá verðbólgu undir fjórum prósentum á næsta ári Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig. Viðskipti innlent 26.9.2024 10:15 Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og TM Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna TM og Landsbankans. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann hæfan til að eiga virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Bankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí 2024. Viðskipti innlent 25.9.2024 17:14 Verður framkvæmdastjóri á hugbúnaðarsviði Origo Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:27 Geta veitt fyrirtækjum hagstæðari lán Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:20 Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:01 Bein útsending: Haustráðstefna Stjórnvísi – Snjöll framtíð Haustráðstefna Stjórnvísi fer fram í dag og ber hún yfirskriftina „Snjöll framtíð“ að þessu sinni. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:33 Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:33 Hrönn, Viktor og Þórdís til Varðar Tryggingafélagið Vörður hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn. Það eru Hrönn Vilhjálmsdóttir, Viktor Hrafn Hólmgeirsson, og Þórdís Lind Leiva. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:27 Ísak Einar til Samtaka atvinnulífsins Ísak Einar Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Ísak hóf störf 1. september síðastliðinn. Hann tekur við starfinu af Páli Ásgeiri Guðmundssyni, en Páll verður samtökunum áfram innan handar sem ráðgjafi í stjórnsýslu. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:20 Andri aðstoðarframkvæmdastjóri Júní Andri Úlfarsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri stafrænu stofunnar Júní. Í tilkynningu kemur fram að Andri hafi gengið til liðs við stofuna í júní eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota í sjö ár. Viðskipti innlent 24.9.2024 17:11 Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Sunna frjósemi hefur fengið samþykkt starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu og mun formlega opna frjósemisstofu í Evuhúsi í Urðarhvarfi á haustmánuðunum. Aðeins ein frjósemisstofa hefur verið starfandi á Íslandi síðustu áratugi en með opnun Sunnu frjósemi verða þær tvær. Viðskipti innlent 24.9.2024 16:05 Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Vietnam restaurant ehf. varð á dögunum sjötta félagið í eigu athafnamannsins Quangs Lé, sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota. Viðskipti innlent 24.9.2024 13:41 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. Viðskipti innlent 24.9.2024 12:10 Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. Viðskipti innlent 24.9.2024 07:55 Gengi Icelandair flaug upp á við Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent. Viðskipti innlent 23.9.2024 16:32 Vill laða að lágverðsverslun á Krókinn Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, hefur stuggað við kaupmönnum á Sauðárkróki, með tillögu um að sveitarstjórnin laði að lágverðsverslun á svæðið með ókeypis lóð á nýju athafnasvæði í bænum. Viðskipti innlent 23.9.2024 15:05 Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Viðskipti innlent 23.9.2024 14:16 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Verulega minni verðbólga Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2024 lækkar um 0,24 prósent frá fyrri mánuði. Viðskipti innlent 27.9.2024 09:17
Mun leiða ferskvatnseldi hjá First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Arnþór Gústavsson í nýtt starf innan fyrirtækisins en hann fer úr starfi gæðastjóra yfir í að stýra ferskvatnseldi félagsins. Viðskipti innlent 27.9.2024 08:42
Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Viðskipti innlent 26.9.2024 17:47
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. Viðskipti innlent 26.9.2024 17:17
Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. Viðskipti innlent 26.9.2024 16:19
Icelandair hækkað um ríflega fjórðung Gengi hlutabréfa Icelandair hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er nú 27,27 prósent hærra en fyrir mánuði. Gengið hækkaði um 8,74 prósent í dag. Viðskipti innlent 26.9.2024 15:46
Munu fljúga til Nashville næsta sumar Icelandair mun bæta Nashville í Tennessee við flugáætlun sína sumarið 2025. Viðskipti innlent 26.9.2024 14:07
Rúv tapað nærri hálfum milljarði á árinu Rekstrarafkoma Ríkisútvarpsins ohf. var neikvæð um 470 milljónir króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Tapið er sagt skýrast af eldsumbrotum á Reykjanesskaga, forsetakosningum og íþróttamótum. Viðskipti innlent 26.9.2024 14:02
Átta sagt upp hjá Arion banka Átta manns var sagt upp hjá Arion banka í gær. Upplýsingafulltrúi bankans segir uppsagnirnar lið í breytingum innan einstakra sviða. Þær séu ekki liður í stórum skipulagsbreytingum. Viðskipti innlent 26.9.2024 13:35
Bein útsending: Ársfundur Orkustofununar á Akureyri Ársfundur Orkustofnunar fer fram í Hofi á Akureyri og hefst klukkan 14 í dag. Fundinum er streymt á Vísi. Viðskipti innlent 26.9.2024 13:02
Hagnaður félags Björns Braga dróst verulega saman Bananalýðveldið ehf., eignarhaldsfélag í eigu skemmtikraftsins Björns Braga Arnarssonar, hagnaðist um rúmar tíu milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn árið áður nam tæpum fjörutíu milljónum króna. Viðskipti innlent 26.9.2024 12:26
Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Viðskipti innlent 26.9.2024 12:17
Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag bandarísks risa Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest. Viðskipti innlent 26.9.2024 11:29
Spá verðbólgu undir fjórum prósentum á næsta ári Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig. Viðskipti innlent 26.9.2024 10:15
Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og TM Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna TM og Landsbankans. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann hæfan til að eiga virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Bankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí 2024. Viðskipti innlent 25.9.2024 17:14
Verður framkvæmdastjóri á hugbúnaðarsviði Origo Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:27
Geta veitt fyrirtækjum hagstæðari lán Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:20
Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:01
Bein útsending: Haustráðstefna Stjórnvísi – Snjöll framtíð Haustráðstefna Stjórnvísi fer fram í dag og ber hún yfirskriftina „Snjöll framtíð“ að þessu sinni. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:33
Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:33
Hrönn, Viktor og Þórdís til Varðar Tryggingafélagið Vörður hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn. Það eru Hrönn Vilhjálmsdóttir, Viktor Hrafn Hólmgeirsson, og Þórdís Lind Leiva. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:27
Ísak Einar til Samtaka atvinnulífsins Ísak Einar Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Ísak hóf störf 1. september síðastliðinn. Hann tekur við starfinu af Páli Ásgeiri Guðmundssyni, en Páll verður samtökunum áfram innan handar sem ráðgjafi í stjórnsýslu. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:20
Andri aðstoðarframkvæmdastjóri Júní Andri Úlfarsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri stafrænu stofunnar Júní. Í tilkynningu kemur fram að Andri hafi gengið til liðs við stofuna í júní eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota í sjö ár. Viðskipti innlent 24.9.2024 17:11
Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Sunna frjósemi hefur fengið samþykkt starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu og mun formlega opna frjósemisstofu í Evuhúsi í Urðarhvarfi á haustmánuðunum. Aðeins ein frjósemisstofa hefur verið starfandi á Íslandi síðustu áratugi en með opnun Sunnu frjósemi verða þær tvær. Viðskipti innlent 24.9.2024 16:05
Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Vietnam restaurant ehf. varð á dögunum sjötta félagið í eigu athafnamannsins Quangs Lé, sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota. Viðskipti innlent 24.9.2024 13:41
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. Viðskipti innlent 24.9.2024 12:10
Færri íbúðir í byggingu en fyrir ári Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum. Viðskipti innlent 24.9.2024 07:55
Gengi Icelandair flaug upp á við Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent. Viðskipti innlent 23.9.2024 16:32
Vill laða að lágverðsverslun á Krókinn Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, hefur stuggað við kaupmönnum á Sauðárkróki, með tillögu um að sveitarstjórnin laði að lágverðsverslun á svæðið með ókeypis lóð á nýju athafnasvæði í bænum. Viðskipti innlent 23.9.2024 15:05
Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Viðskipti innlent 23.9.2024 14:16