Viðskipti innlent

Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað

Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun.

Viðskipti innlent

Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air

Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið.

Viðskipti innlent

Það er slúðrað mest í Reykjavík

Þetta er eins og að gefa út tímarit, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur, segir framkvæmdastjóri Marriott Edition hótelanna. Mikil leynd hvílir yfir byggingunni og því hafa margar sögur komist á kreik.

Viðskipti innlent

Tólf starfsmönnum sagt upp hjá Heklu

Bílaumboðið Hekla sagði í dag upp tólf starfsmönnum. Uppsagnirnar eru þvert á deildir í fyrirtækinu en Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að ástæða uppsagnanna sé samdráttur í bílasölu síðustu misseri.

Viðskipti innlent