Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón

Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánar­drottnar slá af milljarð af vöxtum á ári

Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­sátt með samráðsleysi stjórn­valda

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonast til að hefja slátrun árið 2028

Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja lækka fast­eigna­skatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“

Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endur­skoða á­form um 1,5 milljarða skattahækkun

Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefur sjálfur séð eyði­leggingu af völdum botn­vörpu­veiða

Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni.

Viðskipti innlent