Viðskipti erlent Miklar hreinsanir á næstunni meðal Nokia stjóra Nokkrir háttsettir stjórnendur finnska farsímarisans Nokia verða látnir taka pokann sinn á næstunni. Hinn nýi forstjóri Nokia, Stephen Elop, ætlar sér að hreinsa rækilega til í stjórnunarteymi fyrirtækisins. Þetta hefur The Wall Street Journal eftir ónafngreindum heimildum. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:59 Mótmælin kosta Egyptland 36 milljarða á dag Mótmælin í Eyptlandi hafa hingað til kostað hagkerfi landsins 36 milljarða kr. á dag. Þetta kemur fram í skýrslu greiningar franska bankans Credit Agricole um málið. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:18 Umfangsmikið skattafúsk í kvótasölu í Noregi Skattyfirvöld í Noregi segja að við eftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins í fyrra hafi skatturinn uppgvötvað tekjur upp á 1,2 milljarða norskra kr. eða 24 milljarða kr. sem ekki voru taldar fram. Megnið af þessum tekjum, eða 800 milljónir norskra kr., voru vegna viðskipta með veiðiheimildir. Viðskipti erlent 7.2.2011 12:23 Beinagrindurnar rúlla úr skápum Amagerbanken Tölurnar um hugsanlegt tap vegna gjaldþrots Amagerbanken fara hækkandi eftir því sem líður á morguninn. Nú er talið að tapið geti numið allt að 9 milljörðum danskra kr. eða vel yfir 180 milljarða kr. Viðskipti erlent 7.2.2011 10:19 Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:51 Góður hagnaður hjá French Connection Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:19 Amagerbankinn gjaldþrota Amagerbankinn danski er gjaldþrota og var yfirtekinn af dönsku fjármálastöðugleikastofnuninni í gær. Þar með er lokið miklum darraðardansi sem stjórnendur bankans hafa staðið í allt frá því efnahagskreppan skall á, en oft hefur bankinn verið nærri því að leggja upp laupana. Það gerðist í gær í kjölfar þess að greint var frá því á föstudag að bankinn hefði þurft að afskrifa þrjá milljarða danskra króna af reikningum bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Bankinn var sá níundi stærsti í Danmörku. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:03 Atvinnuleysisskáin styttist í Bandaríkjunum Atvinnuleysi í Bandaríkjunum dróst saman um 0,4 prósent á milli mánaðanna desember og janúar að því er fram kemur í tölum vinnumálastofnunarinnar þar í landi. Viðskipti erlent 4.2.2011 19:45 Sænska stjórnin setur hlut í Nordea til sölu Ein stærsta bankasala á Norðurlöndunum er framundan en sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að söluferli á hlut sænska ríkisins í Nordea bankanum sé hafið. Viðskipti erlent 4.2.2011 07:21 Forseti Rússlands fær nýtt leikfang Dimitry Medevdev forseti Rússlands hefur fengið nýtt leikfang. Um er að ræða lúxussnekkju sem gefur þeim bestu í heiminum lítt eftir. Viðskipti erlent 4.2.2011 07:19 Tug milljarða bónusar til Nordea stjóra Yfirmenn Nordea bankans, stærsta banka á Norðurlöndunum, munu fá um 1,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 27 milljarða kr., í bónusa fyrir síðasta ár. Bankinn skilaði methagnaði í fyrra eða 27 milljörðum danskra kr. sem svarar til um 570 milljarða kr. Viðskipti erlent 3.2.2011 10:02 JD Sports Fashion vill yfirtaka rekstur JJB Sports Íþróttavöruverslunarkeðjan JD Sports Fashion hefur lýst yfir vilja sínum til að yfirtaka rekstur JJB Sports í Bretlandi. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Viðskipti erlent 2.2.2011 09:51 Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur eða hefur aðgang að netinu. Viðskipti erlent 2.2.2011 07:55 Álverðið komið í 2.537 dollara á tonnið í London Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp undanfarna daga í takt við hækkanir á olíu og annarri hrávöru. Viðskipti erlent 2.2.2011 07:45 Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. Viðskipti erlent 2.2.2011 07:26 Fjöldi hótela er hættur að selja gestum sínum klám Á fjölda hótela er hætt að leigja gestunum dónalegar bíómyndir, að því er segir á vefsíðunni túristi.is. Viðskipti erlent 1.2.2011 10:22 Risatap á rekstri BP olíufélagsins í fyrra Breska olíufélagið BP skilaði tæplega 5 milljarða dollara, eða hátt í 600 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn sem BP skilar tapi síðan árið 1992. Til samanburðar má nefna að BP skilaði tæplega 14 milljarða dollara hagnaði árið 2009. Viðskipti erlent 1.2.2011 08:39 BankNordik vill kaupa færeykst líftryggingarfélag BankNordik, áður Færeyjabanki, hefur lýst yfir áhuga á að eignast helmingshlut færeyska ríkisins í líftryggingarfélaginu P/F Føroya Lívstrygging. Viðskipti erlent 1.2.2011 07:49 Olíuverðið komið yfir 100 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er komið yfir 100 dollara á tunnuna í fyrsta skipti síðan á miðju árinu 2008. Viðskipti erlent 1.2.2011 07:30 Danskar konur hafa meiri áhyggjur af fjármálum en karlar Samkvæmt umfangsmikilli könnun í Danmörku hafa konur mun meiri áhyggjur af fjármálum en karlar. Viðskipti erlent 1.2.2011 06:55 Ný áætlun: Skuldir Grikkja skornar niður um þriðjung Ný áætlun til að losa Grikkja undan óbærilegri skuldabyrði sinni er nú á borðinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið saman að þessari áætlun en greint er frá málinu í grísku dagblaði sem og Financial Times. Viðskipti erlent 31.1.2011 10:42 Nordea opnar farsímabanka í dag Nordea bankinn í Danmörku mun í dag opna farsímabanka þ.e. dönskum viðskiptavinum hans gefst nú kostur á að stunda bankaviðskipti sín í gegnum farsíma. Viðskipti erlent 31.1.2011 09:50 Bankar í Egyptalandi lokaðir vegna ótta um áhlaup Vegna ótta um gífurlegt áhlaup á egypska banka hafa stjórnvöld í Egyptlandi ákveðið að allir bankar landsins verði lokaðir fyrstu um sinn eða þar til meiri ró kemst á í landinu. Viðskipti erlent 31.1.2011 08:52 Olíuverðið að skríða yfir 100 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er nú um það bil að skríða yfir 100 dollara á tunnuna vegna ástandsins í Egyptlandi. Viðskipti erlent 31.1.2011 07:54 Gates hjónin stofna banka fyrir fátæka Bill Gates annar auðugasti maður heimsins og Melinda eiginkona hans ætla að verja 500 milljónum dollara eða hátt í 60 milljörðum króna á næstu tveimur árum í að koma á fót banka fyrir fólk sem engan aðgang hefur að bönkum eða lánastofunum. Viðskipti erlent 31.1.2011 07:05 Skotar vilja aflétta banni á haggis í Bandaríkjunum Skotar reyna nú ákaft að fá Bandaríkjamenn til að aflétta innflutningsbanni á haggis einum af þjóðarréttum Skotlands. Viðskipti erlent 31.1.2011 06:57 Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti fyrir helgi að til greina kæmi að lækka lánshæfishorfur Bandaríkjanna. Ástæðan er þung skuldabyrði hins opinbera og að því virðist lítill vilji til að greiða niður skuldir. Viðskipti erlent 31.1.2011 06:47 Írska þingið samþykkti fjárlög Írska þingið samþykkti í gærkvöld frumvarp til fjárlaga en lögin eru skilyrði fyrir því að Írar fái 85 milljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Viðskipti erlent 30.1.2011 12:04 Hrun var ekki óhjákvæmilegt Bandarísk stjórnvöld og leiðtogar í bandarísku viðskiptalífi hefðu getað komið í veg fyrir fjármálahrunið árið 2008 ef þeir hefðu tekið mark á hættumerkjum og haft stjórn á áhættuþáttum. Viðskipti erlent 30.1.2011 08:00 Viðskiptajöfur með 600 milljarða í árslaun Viðskiptajöfurinn og vogunarsjóðsstjórinn John Poulson var með rúmlega 5 milljarða dollara eða um 600 milljarða kr. í árslaun í fyrra. Þetta eru óumdeildanlega hæstu árslaun sem þekkst hafa í fjármálaheiminum til þessa. Viðskipti erlent 28.1.2011 12:54 « ‹ 237 238 239 240 241 242 243 244 245 … 334 ›
Miklar hreinsanir á næstunni meðal Nokia stjóra Nokkrir háttsettir stjórnendur finnska farsímarisans Nokia verða látnir taka pokann sinn á næstunni. Hinn nýi forstjóri Nokia, Stephen Elop, ætlar sér að hreinsa rækilega til í stjórnunarteymi fyrirtækisins. Þetta hefur The Wall Street Journal eftir ónafngreindum heimildum. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:59
Mótmælin kosta Egyptland 36 milljarða á dag Mótmælin í Eyptlandi hafa hingað til kostað hagkerfi landsins 36 milljarða kr. á dag. Þetta kemur fram í skýrslu greiningar franska bankans Credit Agricole um málið. Viðskipti erlent 7.2.2011 13:18
Umfangsmikið skattafúsk í kvótasölu í Noregi Skattyfirvöld í Noregi segja að við eftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins í fyrra hafi skatturinn uppgvötvað tekjur upp á 1,2 milljarða norskra kr. eða 24 milljarða kr. sem ekki voru taldar fram. Megnið af þessum tekjum, eða 800 milljónir norskra kr., voru vegna viðskipta með veiðiheimildir. Viðskipti erlent 7.2.2011 12:23
Beinagrindurnar rúlla úr skápum Amagerbanken Tölurnar um hugsanlegt tap vegna gjaldþrots Amagerbanken fara hækkandi eftir því sem líður á morguninn. Nú er talið að tapið geti numið allt að 9 milljörðum danskra kr. eða vel yfir 180 milljarða kr. Viðskipti erlent 7.2.2011 10:19
Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:51
Góður hagnaður hjá French Connection Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:19
Amagerbankinn gjaldþrota Amagerbankinn danski er gjaldþrota og var yfirtekinn af dönsku fjármálastöðugleikastofnuninni í gær. Þar með er lokið miklum darraðardansi sem stjórnendur bankans hafa staðið í allt frá því efnahagskreppan skall á, en oft hefur bankinn verið nærri því að leggja upp laupana. Það gerðist í gær í kjölfar þess að greint var frá því á föstudag að bankinn hefði þurft að afskrifa þrjá milljarða danskra króna af reikningum bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Bankinn var sá níundi stærsti í Danmörku. Viðskipti erlent 7.2.2011 08:03
Atvinnuleysisskáin styttist í Bandaríkjunum Atvinnuleysi í Bandaríkjunum dróst saman um 0,4 prósent á milli mánaðanna desember og janúar að því er fram kemur í tölum vinnumálastofnunarinnar þar í landi. Viðskipti erlent 4.2.2011 19:45
Sænska stjórnin setur hlut í Nordea til sölu Ein stærsta bankasala á Norðurlöndunum er framundan en sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að söluferli á hlut sænska ríkisins í Nordea bankanum sé hafið. Viðskipti erlent 4.2.2011 07:21
Forseti Rússlands fær nýtt leikfang Dimitry Medevdev forseti Rússlands hefur fengið nýtt leikfang. Um er að ræða lúxussnekkju sem gefur þeim bestu í heiminum lítt eftir. Viðskipti erlent 4.2.2011 07:19
Tug milljarða bónusar til Nordea stjóra Yfirmenn Nordea bankans, stærsta banka á Norðurlöndunum, munu fá um 1,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 27 milljarða kr., í bónusa fyrir síðasta ár. Bankinn skilaði methagnaði í fyrra eða 27 milljörðum danskra kr. sem svarar til um 570 milljarða kr. Viðskipti erlent 3.2.2011 10:02
JD Sports Fashion vill yfirtaka rekstur JJB Sports Íþróttavöruverslunarkeðjan JD Sports Fashion hefur lýst yfir vilja sínum til að yfirtaka rekstur JJB Sports í Bretlandi. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Viðskipti erlent 2.2.2011 09:51
Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur Nær þriðji hver jarðarbúi er nú nettengdur eða hefur aðgang að netinu. Viðskipti erlent 2.2.2011 07:55
Álverðið komið í 2.537 dollara á tonnið í London Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp undanfarna daga í takt við hækkanir á olíu og annarri hrávöru. Viðskipti erlent 2.2.2011 07:45
Fiskneysla hefur aldrei verið meiri í heiminum Ný skýrsla frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sýnir að fiskneysla hefur aldrei verið meiri meðal íbúa heimsins en nú. Viðskipti erlent 2.2.2011 07:26
Fjöldi hótela er hættur að selja gestum sínum klám Á fjölda hótela er hætt að leigja gestunum dónalegar bíómyndir, að því er segir á vefsíðunni túristi.is. Viðskipti erlent 1.2.2011 10:22
Risatap á rekstri BP olíufélagsins í fyrra Breska olíufélagið BP skilaði tæplega 5 milljarða dollara, eða hátt í 600 milljarða króna, tapi á síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn sem BP skilar tapi síðan árið 1992. Til samanburðar má nefna að BP skilaði tæplega 14 milljarða dollara hagnaði árið 2009. Viðskipti erlent 1.2.2011 08:39
BankNordik vill kaupa færeykst líftryggingarfélag BankNordik, áður Færeyjabanki, hefur lýst yfir áhuga á að eignast helmingshlut færeyska ríkisins í líftryggingarfélaginu P/F Føroya Lívstrygging. Viðskipti erlent 1.2.2011 07:49
Olíuverðið komið yfir 100 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er komið yfir 100 dollara á tunnuna í fyrsta skipti síðan á miðju árinu 2008. Viðskipti erlent 1.2.2011 07:30
Danskar konur hafa meiri áhyggjur af fjármálum en karlar Samkvæmt umfangsmikilli könnun í Danmörku hafa konur mun meiri áhyggjur af fjármálum en karlar. Viðskipti erlent 1.2.2011 06:55
Ný áætlun: Skuldir Grikkja skornar niður um þriðjung Ný áætlun til að losa Grikkja undan óbærilegri skuldabyrði sinni er nú á borðinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið saman að þessari áætlun en greint er frá málinu í grísku dagblaði sem og Financial Times. Viðskipti erlent 31.1.2011 10:42
Nordea opnar farsímabanka í dag Nordea bankinn í Danmörku mun í dag opna farsímabanka þ.e. dönskum viðskiptavinum hans gefst nú kostur á að stunda bankaviðskipti sín í gegnum farsíma. Viðskipti erlent 31.1.2011 09:50
Bankar í Egyptalandi lokaðir vegna ótta um áhlaup Vegna ótta um gífurlegt áhlaup á egypska banka hafa stjórnvöld í Egyptlandi ákveðið að allir bankar landsins verði lokaðir fyrstu um sinn eða þar til meiri ró kemst á í landinu. Viðskipti erlent 31.1.2011 08:52
Olíuverðið að skríða yfir 100 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu er nú um það bil að skríða yfir 100 dollara á tunnuna vegna ástandsins í Egyptlandi. Viðskipti erlent 31.1.2011 07:54
Gates hjónin stofna banka fyrir fátæka Bill Gates annar auðugasti maður heimsins og Melinda eiginkona hans ætla að verja 500 milljónum dollara eða hátt í 60 milljörðum króna á næstu tveimur árum í að koma á fót banka fyrir fólk sem engan aðgang hefur að bönkum eða lánastofunum. Viðskipti erlent 31.1.2011 07:05
Skotar vilja aflétta banni á haggis í Bandaríkjunum Skotar reyna nú ákaft að fá Bandaríkjamenn til að aflétta innflutningsbanni á haggis einum af þjóðarréttum Skotlands. Viðskipti erlent 31.1.2011 06:57
Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti fyrir helgi að til greina kæmi að lækka lánshæfishorfur Bandaríkjanna. Ástæðan er þung skuldabyrði hins opinbera og að því virðist lítill vilji til að greiða niður skuldir. Viðskipti erlent 31.1.2011 06:47
Írska þingið samþykkti fjárlög Írska þingið samþykkti í gærkvöld frumvarp til fjárlaga en lögin eru skilyrði fyrir því að Írar fái 85 milljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Viðskipti erlent 30.1.2011 12:04
Hrun var ekki óhjákvæmilegt Bandarísk stjórnvöld og leiðtogar í bandarísku viðskiptalífi hefðu getað komið í veg fyrir fjármálahrunið árið 2008 ef þeir hefðu tekið mark á hættumerkjum og haft stjórn á áhættuþáttum. Viðskipti erlent 30.1.2011 08:00
Viðskiptajöfur með 600 milljarða í árslaun Viðskiptajöfurinn og vogunarsjóðsstjórinn John Poulson var með rúmlega 5 milljarða dollara eða um 600 milljarða kr. í árslaun í fyrra. Þetta eru óumdeildanlega hæstu árslaun sem þekkst hafa í fjármálaheiminum til þessa. Viðskipti erlent 28.1.2011 12:54