Viðskipti erlent Enn meiri olía í Barentshafi en áður var talið Olíufundur Norðmanna í Barentshafi gæti verið mun stærri en áður var talið. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Viðskipti erlent 23.3.2012 10:31 Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23.3.2012 10:00 Hollt að láta hugann reika Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science. Viðskipti erlent 23.3.2012 09:00 Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu "Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple. Viðskipti erlent 23.3.2012 08:00 Milljónamæringum fjölgar aftur í Bandaríkjunum Milljónamæringum fer nú aftur fjölgandi í Bandaríkjunum. Þeir eru hinsvegar enn umtalsvert færri en árið 2007 eða fyrir fjármálakreppuna. Viðskipti erlent 23.3.2012 06:48 iPad fer í sölu á miðnætti Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 22.3.2012 14:34 Nýr framkvæmdastjóri hjá McDonald's Jim Skinner, forstjóri McDonald's-skyndibitakeðjunnar, ætlar að láta af störfum í júní næstkomandi en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn fyrirtækisins segir að Skinner ætli að setjast í helgan stein enda verður hann 67 ára á þessu ári. Stjórnin þakkar Skinner fyrir störf sín en hann byrjaði fyrir 40 árum síðan sem yfirmaður á einum af stöðunum í Bandaríkjunum. Við starfinu tekur Donald Thompson, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tvo áratugi en hann verður fyrsti svarti framkvæmdastjórinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1955. Á þessu ári gerir skyndabitakeðjan ráð fyrir að opna þrettán hundruð nýja staði víðsvegar um heiminn. Viðskipti erlent 22.3.2012 13:29 Tölvuleikir vinsælli en myndbönd í Bretlandi Afþreyingariðnaðurinn í Bretlandi tók stakkaskiptum á síðasta ári. Sala á tölvuleikjum fór fram úr myndbandasölu í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 22.3.2012 11:41 Nýr stjórnarmaður hjá móðurfélagi Norðuráls Skipaður hefur verið nýr stjórnarmaður hjá Century Aluminium móðurfélagi Norðuráls. Sá heitir Andrew Caplan og tekur hann við starfinu af Steven Blumgart. Viðskipti erlent 22.3.2012 09:54 Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal: Gengur kínverska módelið upp? Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, John Bussey, segir að yfirvöld í Kína hafi náð að róa markaði með aðgerðum til þess að sporna við verðbólgu. Hins vegar séu komnar upp alvarlegri spurningar um það, hvort kínverska módelið svokallaða, það er uppbygging kínverska hagkerfisins í heild sinni, gangi upp. Er þar einkum horft til þess að hið opinbera er við allar hliðar borðsins í hagkerfinu. Viðskipti erlent 22.3.2012 08:53 Danir hagnast vel á gullforða sínum Seðlabanki Danmerkur hagnaðist vel á gullforða sínum á síðasta ári. Viðskipti erlent 22.3.2012 07:19 Kamprad gefur milljarða króna Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins. Viðskipti erlent 22.3.2012 07:00 Þotueldsneyti unnið úr trjám Airbus hefur gengið til liðs við fyrirtækjasamtök sem hafa það að markmiði að þróa sjálfbæran orkugjafa fyrir flugiðnað. Viðskipti erlent 22.3.2012 04:00 iPad sagður hitna verulega við notkun Neytendur í Bandaríkjunum og víðar hafa kvartað yfir því að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar hitni verulega þegar hún er í notkun. Í tilkynningu frá Apple segir að hitastig tölvunnar sé innan skekkjumarka. Viðskipti erlent 21.3.2012 11:32 Áhugi Íslendinga eykur sjálfstraust Kanadamanna Kanadískir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um áhuga Íslendinga á því að skipta út krónunni fyrir Kanadadollarann. Þetta hefur vakið athygli hins virta tímarits The Economist. Viðskipti erlent 21.3.2012 07:24 Saudiaröbum gengur vel að tala niður olíuverðið Saudiarabar halda áfram að tala niður heimsmarkaðsverð á olíu og virðast vera að ná töluverðum árangri í þeim efnum. Viðskipti erlent 21.3.2012 06:48 Ferðafélagið undirritar samning við Advania Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. "Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur. Viðskipti erlent 20.3.2012 16:21 Þrjú milljón eintök af iPad seld á fjórum dögum Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum. Spjaldtölvan fór í almenna sölu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada fyrir helgi en hún er væntanleg hingað til lands á föstudaginn. Viðskipti erlent 20.3.2012 11:32 Myndin John Carter er ein dýrustu mistökin í sögu Hollywood Walt Disney mun neyðast til að afskrifa 200 milljónir dollara, eða rúmlega 25 milljarða króna, vegna afleits gengis myndarinnar John Carter í Bandaríkjunum og á heimsvísu. Viðskipti erlent 20.3.2012 07:08 Saudiarabar ætla að lækka heimsmarkaðsverð á olíu Stjórnvöld í Saudi Arabíu eru byrjuð að beita sér fyrir því að lækka heimsmarkaðsverð á olíu. Stefnt er að því að ná verðinu niður í 100 dollara á tunnuna en Brent olían kostar rúmlega 125 dollara á tunnuna í augnablikinu. Viðskipti erlent 20.3.2012 07:05 Eiga meira fé en þeir koma í lóg Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Viðskipti erlent 20.3.2012 05:00 Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans. Viðskipti erlent 19.3.2012 22:40 Apple greiðir hluthöfum arð Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag að fyrirtækið muni greiða hluthöfum sínum ársfjórðungslegan arð í júlí. Einnig mun fyrirtækið endurkaupa hlutabréf í sjálfu sér fyrir tíu milljarða dollara á næsta ári. Viðskipti erlent 19.3.2012 13:53 Apple tilkynnir áform um lausafé Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Þá mun Tim Cook, forstjóri Apple, stíga á stokk ásamt fjármálastjóra fyrirtækisins, Peter Oppenheimer, og tilkynna hvernig Apple ætlar að ráðstafa lausafé sínu. Viðskipti erlent 19.3.2012 11:46 Roubini: Heimurinn getur enn hrunið Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, sem oft er nefndur Dr. Doom, segir að staða efnahagsmála í heiminum sé enn viðkvæm og að ekki þurfi mikið til þess að heimurinn sogist aftur ofan í djúpa kreppu. Viðskipti erlent 19.3.2012 11:09 Netið myndar 8,3% af landsframleiðslu Bretlands Netið leggur til um 8,3% af landsframleiðslu Bretland og er þetta hæsta hlutfallið meðal G-20 ríkjanna. Viðskipti erlent 19.3.2012 07:08 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert að nýju eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sagði fyrir helgina að ekkert samkomulag lægi fyrir um sölu úr olíubirgðum Bandaríkjanna og Bretlands. Viðskipti erlent 19.3.2012 06:54 Gagnrýnir aðgerðarleysi SFO í Kaupþingsmálinu Í leiðara breska blaðsins Guardian í dag er fjallað um aðgerðir sérstaks saksóknara í London í síðustu viku en embættið yfirheyrði á annan tug vitna vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings í aðdraganda hrunsins. Viðskipti erlent 18.3.2012 09:56 Varar við andvaraleysi í efnahagsmálum Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varar við andvaraleysi í efnahagsmálum nú þegar ástand á mörkuðum er farið að batna eftir að Grikkir sömdu um aðstoð Evruríkjanna við skuldavanda sínum en sjóðurinn samþykkti 28 milljarða lán til Grikkja nú í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu í Peking í Kína og sagði hún jákvætt að tekist hafi að koma hagkerfum heimsins af botninum á fjármálakreppunni en það megi ekki verða til þess að leiðtogar halli sér aftur í sætunum og haldi að kreppan sé búin. Gera þurfi róttækar breytingar til að tryggja efnahagsbata. Viðskipti erlent 18.3.2012 09:52 Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. Viðskipti erlent 16.3.2012 20:00 « ‹ 183 184 185 186 187 188 189 190 191 … 334 ›
Enn meiri olía í Barentshafi en áður var talið Olíufundur Norðmanna í Barentshafi gæti verið mun stærri en áður var talið. Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Viðskipti erlent 23.3.2012 10:31
Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 23.3.2012 10:00
Hollt að láta hugann reika Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science. Viðskipti erlent 23.3.2012 09:00
Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu "Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple. Viðskipti erlent 23.3.2012 08:00
Milljónamæringum fjölgar aftur í Bandaríkjunum Milljónamæringum fer nú aftur fjölgandi í Bandaríkjunum. Þeir eru hinsvegar enn umtalsvert færri en árið 2007 eða fyrir fjármálakreppuna. Viðskipti erlent 23.3.2012 06:48
iPad fer í sölu á miðnætti Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 22.3.2012 14:34
Nýr framkvæmdastjóri hjá McDonald's Jim Skinner, forstjóri McDonald's-skyndibitakeðjunnar, ætlar að láta af störfum í júní næstkomandi en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn fyrirtækisins segir að Skinner ætli að setjast í helgan stein enda verður hann 67 ára á þessu ári. Stjórnin þakkar Skinner fyrir störf sín en hann byrjaði fyrir 40 árum síðan sem yfirmaður á einum af stöðunum í Bandaríkjunum. Við starfinu tekur Donald Thompson, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tvo áratugi en hann verður fyrsti svarti framkvæmdastjórinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1955. Á þessu ári gerir skyndabitakeðjan ráð fyrir að opna þrettán hundruð nýja staði víðsvegar um heiminn. Viðskipti erlent 22.3.2012 13:29
Tölvuleikir vinsælli en myndbönd í Bretlandi Afþreyingariðnaðurinn í Bretlandi tók stakkaskiptum á síðasta ári. Sala á tölvuleikjum fór fram úr myndbandasölu í fyrsta sinn. Viðskipti erlent 22.3.2012 11:41
Nýr stjórnarmaður hjá móðurfélagi Norðuráls Skipaður hefur verið nýr stjórnarmaður hjá Century Aluminium móðurfélagi Norðuráls. Sá heitir Andrew Caplan og tekur hann við starfinu af Steven Blumgart. Viðskipti erlent 22.3.2012 09:54
Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal: Gengur kínverska módelið upp? Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, John Bussey, segir að yfirvöld í Kína hafi náð að róa markaði með aðgerðum til þess að sporna við verðbólgu. Hins vegar séu komnar upp alvarlegri spurningar um það, hvort kínverska módelið svokallaða, það er uppbygging kínverska hagkerfisins í heild sinni, gangi upp. Er þar einkum horft til þess að hið opinbera er við allar hliðar borðsins í hagkerfinu. Viðskipti erlent 22.3.2012 08:53
Danir hagnast vel á gullforða sínum Seðlabanki Danmerkur hagnaðist vel á gullforða sínum á síðasta ári. Viðskipti erlent 22.3.2012 07:19
Kamprad gefur milljarða króna Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins. Viðskipti erlent 22.3.2012 07:00
Þotueldsneyti unnið úr trjám Airbus hefur gengið til liðs við fyrirtækjasamtök sem hafa það að markmiði að þróa sjálfbæran orkugjafa fyrir flugiðnað. Viðskipti erlent 22.3.2012 04:00
iPad sagður hitna verulega við notkun Neytendur í Bandaríkjunum og víðar hafa kvartað yfir því að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar hitni verulega þegar hún er í notkun. Í tilkynningu frá Apple segir að hitastig tölvunnar sé innan skekkjumarka. Viðskipti erlent 21.3.2012 11:32
Áhugi Íslendinga eykur sjálfstraust Kanadamanna Kanadískir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um áhuga Íslendinga á því að skipta út krónunni fyrir Kanadadollarann. Þetta hefur vakið athygli hins virta tímarits The Economist. Viðskipti erlent 21.3.2012 07:24
Saudiaröbum gengur vel að tala niður olíuverðið Saudiarabar halda áfram að tala niður heimsmarkaðsverð á olíu og virðast vera að ná töluverðum árangri í þeim efnum. Viðskipti erlent 21.3.2012 06:48
Ferðafélagið undirritar samning við Advania Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. "Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur. Viðskipti erlent 20.3.2012 16:21
Þrjú milljón eintök af iPad seld á fjórum dögum Apple seldi 3 milljón eintök af nýju iPad spjaldtölvunni á fjórum dögum. Spjaldtölvan fór í almenna sölu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada fyrir helgi en hún er væntanleg hingað til lands á föstudaginn. Viðskipti erlent 20.3.2012 11:32
Myndin John Carter er ein dýrustu mistökin í sögu Hollywood Walt Disney mun neyðast til að afskrifa 200 milljónir dollara, eða rúmlega 25 milljarða króna, vegna afleits gengis myndarinnar John Carter í Bandaríkjunum og á heimsvísu. Viðskipti erlent 20.3.2012 07:08
Saudiarabar ætla að lækka heimsmarkaðsverð á olíu Stjórnvöld í Saudi Arabíu eru byrjuð að beita sér fyrir því að lækka heimsmarkaðsverð á olíu. Stefnt er að því að ná verðinu niður í 100 dollara á tunnuna en Brent olían kostar rúmlega 125 dollara á tunnuna í augnablikinu. Viðskipti erlent 20.3.2012 07:05
Eiga meira fé en þeir koma í lóg Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Viðskipti erlent 20.3.2012 05:00
Uppsagnarbréfið gæti breytt Goldman Sachs Uppsagnarbréfið sem Greg Smith, fyrrum framkvæmdastjóri afleiðuviðskipta hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í London, skrifaði í New York Times á dögunum hefur dregið dilk á eftir sér. Jim O'Neill, yfirmaður eignastýringar Goldman Sachs, segir að vitaskuld hafi þessi atburður valdið mörgum starfsmönnum bankans áhyggjum, ekki síst vegna þess að hann og aðrir stjórnendur bankans séu einfaldlega ekki sammála Smith í því að bankinn sé ekki að vinna samviskusamlega með viðskiptavinum bankans. Viðskipti erlent 19.3.2012 22:40
Apple greiðir hluthöfum arð Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag að fyrirtækið muni greiða hluthöfum sínum ársfjórðungslegan arð í júlí. Einnig mun fyrirtækið endurkaupa hlutabréf í sjálfu sér fyrir tíu milljarða dollara á næsta ári. Viðskipti erlent 19.3.2012 13:53
Apple tilkynnir áform um lausafé Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í dag. Þá mun Tim Cook, forstjóri Apple, stíga á stokk ásamt fjármálastjóra fyrirtækisins, Peter Oppenheimer, og tilkynna hvernig Apple ætlar að ráðstafa lausafé sínu. Viðskipti erlent 19.3.2012 11:46
Roubini: Heimurinn getur enn hrunið Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, sem oft er nefndur Dr. Doom, segir að staða efnahagsmála í heiminum sé enn viðkvæm og að ekki þurfi mikið til þess að heimurinn sogist aftur ofan í djúpa kreppu. Viðskipti erlent 19.3.2012 11:09
Netið myndar 8,3% af landsframleiðslu Bretlands Netið leggur til um 8,3% af landsframleiðslu Bretland og er þetta hæsta hlutfallið meðal G-20 ríkjanna. Viðskipti erlent 19.3.2012 07:08
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert að nýju eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sagði fyrir helgina að ekkert samkomulag lægi fyrir um sölu úr olíubirgðum Bandaríkjanna og Bretlands. Viðskipti erlent 19.3.2012 06:54
Gagnrýnir aðgerðarleysi SFO í Kaupþingsmálinu Í leiðara breska blaðsins Guardian í dag er fjallað um aðgerðir sérstaks saksóknara í London í síðustu viku en embættið yfirheyrði á annan tug vitna vegna rannsóknar á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings í aðdraganda hrunsins. Viðskipti erlent 18.3.2012 09:56
Varar við andvaraleysi í efnahagsmálum Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, varar við andvaraleysi í efnahagsmálum nú þegar ástand á mörkuðum er farið að batna eftir að Grikkir sömdu um aðstoð Evruríkjanna við skuldavanda sínum en sjóðurinn samþykkti 28 milljarða lán til Grikkja nú í vikunni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu í Peking í Kína og sagði hún jákvætt að tekist hafi að koma hagkerfum heimsins af botninum á fjármálakreppunni en það megi ekki verða til þess að leiðtogar halli sér aftur í sætunum og haldi að kreppan sé búin. Gera þurfi róttækar breytingar til að tryggja efnahagsbata. Viðskipti erlent 18.3.2012 09:52
Fólk beið í röðum eftir nýjum iPad Þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar fór í almenna sölu í dag. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir utan verslanir Apple - sumir höfðu beðið dögunum saman. Viðskipti erlent 16.3.2012 20:00