Viðskipti erlent

Facebook nær nýjum lægðum

Facebook.
Facebook.
Gengi Facebook hélt áfram að falla á hlutabréfamarkaði í gær og eru hlutir í félaginu nú komnir niður í 29 dali á hlut. Þegar félagið var skráð var það verðlagt á 38 dali og hefur því lækkað um ríflega tuttugu prósent frá skráningu.

Við skráningu var félagið verðlagt á 104 milljarða dala, eða sem nemur um 13.400 milljörðum króna. Í dag er félagið hins vegar ríflega 20 milljörðum dala ódýrara.

Hópur fjárfesta hefur nú stefnt Facebook, bankanum Morgan Stanley, sem sá um undirbúning skráningar fyrir hönd Facebook, og síðan forstjóra og stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC, lögðu fjárfesta í New York félaginu til 16 milljarða dala þegar félagið var skráð, eða sem nemur ríflega tvö þúsund milljörðum króna.

Sjá má frétt BBC um gengi Facebook, og málshöfðunina, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×