Viðskipti erlent

Fasteignaverð í Kína heldur áfram að lækka

Fasteignaverð í 55 af 70 borum í Kína lækkaði í síðasta mánuði miðað við sama mánuð árið á undan. Áhyggjur fara nú vaxandi af því að stjórnvöld hafi þrengt of mikið að fasteignamarkaðnum með aðgerðum sem í upphafi voru hugsaðar til þess að koma kæla hagkerfið niður, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Viðskipti erlent

Burger King ætlar að opna 1000 staði í Kína

Hamborgarakeðjan Burger King stefnir að því að opna um þúsund veitingastaði í Kína á næstu fimm til sjö árum. Nú þegar eru 60 staðir í landinu en með þessu ætlar keðjan að hasla sér völl á þessum risastóra markaði. Keðjan á þó langt í land samanborið við samkeppnisaðilann McDonalds sem er með 1400 útibú í Kína. Á síðustu mánuðum hefur keðjan opnað hundruði staða í Rússlandi og Brasilíu. Yfir 12.500 Burger King-staðir eru víðsvegar um heiminn, flestir í Evrópu.

Viðskipti erlent

Meiri aðstoð í boði frá Seðlabanka Evrópu

Seðlabanki Evrópu er reiðubúinn til að styðja enn frekar við bankakerfi evrusvæðisins ef nauðsyn ber til. Mario Draghi, seðlabankastjóri segir að evrusvæðið verði enn tilbúið til að "leggja viðkvæmum bönkum til lausafé ef þörf er á."

Viðskipti erlent

Man. Utd. horfir til Bandaríkjanna eftir nýju hlutafé

Forsvarsmenn og eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United skoða nú það möguleika afla nýs hlutafjár í Bandaríkjunum frekar en Singapore eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagið hyggst afla um einum milljarði punda í nýtt hlutafé, sem jafngildir um 200 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

SAAB verður einungis rafmagnsbíll í framtíðinni

SAAB fyrirtækið, sem um árabil hefur verið eitt af flaggskipum sænsks iðnaðar, hefur endanlega verið selt til kínversks-sænks fjárfestingafélags sem hyggst nýta sér vörumerkið fyrir framleiðslu á rafmagnsbílum. Fjárrfestingafélagið heitir National Electric Vehicle Sweden (NEVS).

Viðskipti erlent

Færeyingar ræða við Kínverja um umskipunarhöfn

Atvinnumálaráðherra Færeyja vill að á eyjunum verði umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga. Hann ætlar að taka málið upp í viðræðum við kínverska sendinefnd sem væntanleg er til Færeyja í næstu viku. Í viðtali við netmiðilinn oljan.fo segir Johan Dahl landsstýrismaður, en svo nefnast færeysku ráðherrarnir, að þegar skip fari að sigla yfir Norður-Íshafið liggi Færeyjar vel við sem umskipunarhöfn vegna siglingaleiðarinnar.

Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum

Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt og evran féll í verði að nýju. Hlutabréfavísitölur í Japan og Hong Kong lækkuðu um rúmt prósent og heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði einnig.

Viðskipti erlent

Útflutningur eykst skarplega í Kína en samt merki um minni hagvöxt

Þrátt fyrir að útflutningur frá Kína inn á erlenda markaði hafi verið 15,3 prósentum meiri í maí en í sama mánuði í fyrra, eru áhyggjuraddir vegna hjöðnunar í Kína orðnar háværar. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að þessi mikla hækkun bendi ekki til mikils vaxtar heldur sé um að ræða skammtímasveiflu, sem sé ekki svo mikil þegar horft sé ársins í heild.

Viðskipti erlent

Obama hefur áhyggjur af evrusvæðinu

Barack Obama, bandaríkjaforseti, sagði í gær að þjóðarleiðtogar í Evrópusambandinu þyrftu að taka erfiðar ákvarðanir til að forða evrusvæðinu undan kreppu. Hann sagði að djúp kreppa í Evrópu myndi hafa áhrif á bandarískan efnahag, enda er Evrópusambandið stærsti viðskiptaaðili Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent

Liggur á að leysa vanda Spánar

Það liggur á að leysa vandamál Spánar miðað við orð Jean-Claude Juncker, sem stýrir fundum fjármálaráðherra Evrópusambandsins (ESB). Talið er að stjórnvöld í Brussel og Þýskalandi vilji afgreiða vandamál Spánar fyrir þingkosningar sem fara fram í Grikklandi 17. júní næstkomandi.

Viðskipti erlent

Spánn þarf 6.500 milljarða króna aðstoð

Bankar á Spáni þurfa að safna um 40 milljörðum evra til að mæta áföllum á mörkuðum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birtist í gærkvöldi. Spánn er miklum vandræðum en búist er við að ríkið leiti formlega eftir fjárhagslegri aðstoð Evrópusambandsins í dag. Spán vantar peninga til að endurfjármagna bankakerfið í landinu sem er lamað. Hingað til hafa yfirvöld landsins aftur á móti þvertekið fyrir að þörf sé á aðstoð vegna bankakerfisins.

Viðskipti erlent

Þrýst á spænsk stjórnvöld um að leita hjálpar

Vaxandi þrýstingur er nú á spænsk stjórnvöld meðal evruríkja um að þau leiti á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins og óski formlega eftir fjárhagsaðstoð vegna slæmrar stöðu fjármálakerfisins í landinu og mikilla ríkisskulda. Á vef Wall Street Journal segir að embættismenn ríkja Evrópusambandsins muni funda um helgina vegna alvarlegrar stöðu Spánar og reyna að komast að niðurstöðu fyrir mánudaginn nk. um hvað gera skuli.

Viðskipti erlent