
Veður

Norðlæg átt, strekkingur og él austanlands en annars hægara
Spáð er norðlægri átt, strekkingi og dálitlum éljum austanlands fram eftir morgni, en annars mun hægari og bjartviðri. Talsvert frost á öllu landinu.

Stormur austantil á landinu og gular viðvaranir í gildi
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan stormi eða roki austantil á landinu í dag, hvassast á Austfjörðum, og eru gular viðvaranir í gildi á þeim slóðum fram á kvöld.

Mun betra ferðaveður í dag en í gær
Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls.

Víða stormur og gular og appelsínugular viðvaranir í gildi
Veðurstofan spáir norðaustan stormi eða roki í dag og eru gular eða appelsínugular viðvaranir í gildi á mest öllu landinu.

Norðaustanátt og éljagangur um norðan- og austanvert landið
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, en talsvert hægari en í gær. Éljagangur verður um landið norðan- og austanvert, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands.

Allhvöss norðanátt og snjókoma eða él víða á landinu
Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu.

Allhvöss norðanátt og drjúg ofankoma á köflum
Spáð er norðan- og norðaustanátt í dag og verður strekkingur eða allhvass algengur vindstyrkur. Á norðan- og austanverðu landinu er útlit fyrir snjókomu og gæti orðið nokkuð drjúg ofankoma á köflum.

Norðlægar áttir ríkjandi og frost að tólf stigum
Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, yfirleitt á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en að átján metrum á sekúndu syðst á Austfjörðum og með suðausturströndinni.

Bjart og þurrt veður á vestanverðu landinu
Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag, en austan strekkingur við suðurströndina. Skýjað og dálítil él austantil, en bjart og þurrt á vestanverðu landinu.

Yfirgnæfandi líkur á rauðum jólum suðvestantil
Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og dálitlum éljum við norður- og austurströndina í dag. Annars staðar verður víða léttskýjað og frost núll til tíu stig þar sem kaldast verður í innsveitum á Norðausturlandi, en frostlaust syðst.

Austlægar áttir ríkjandi á stysta degi ársins
Veðurstofan segir að austlægar áttir verði ríkjandi í dag, með strekkingi syðst og lengst af frostlausu veðri þar. Annars staðar verður hægari vindur og frystir um mest allt land eftir daginn í dag.

Hæg suðvestlæg átt og sums staðar þokuloft eða súld
Veðurstofan spáir fremur hægri suðvestlægri átt í dag þar sem víða mun létta til á Norður- og Austurlandi. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld suðvestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt á bilinu tvö til sjö stig, en kólnar seinni partinn.

Rauð jól í kortunum
Enn er útlit fyrir að jólin verði rauð þetta árið. Búast má við mildu veðri næstu daga en þó mun kólna í veðri þegar líður á vikuna.

Milt veður um land allt
Mild suðlæg átt er á landinu í dga, skýjað og smá væta með köflum en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu núll til átta stig en mildast sunnan- og vestanlands.

Hvassviðri eða súld vestantil fyrri partinn
Veðurstofan spáir suðaustan hvassviðri og rigningu eða súld á vestanverðu landinu fyrri part dags. Heldur hægari vindur og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi.

Líklegt að vorveður verði á rauðum jólum
Talsverðar líkur eru á því að vorveður verði yfir landinu öllu í næstu viku og fram yfir jól. Nær öruggt er í það minnsta að enginn snjór muni falla þessi jól.

Bætir í vind með deginum og víða líkur á skúrum eða éljum
Það bætir í vind með morgninum og má búast við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu um hádegi, en heldur hvassara með suðurströndinni. Einnig hvessir um norðanvert landið í kvöld.

Mjótt á munum hvort úrkoman falli í föstu eða fljótandi formi
Spáð er suðvestlægri átt í dag og skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert. Fyrir norðan byrjar dagurinn á austan strekkingi og snjókomu eða slyddu en fljótlega eftir hádegi snýst einnig í suðvestlæga átt þar og rofar til, einkum á Norðausturlandi.

Hvessir úr suðaustri í kvöld og þykknar upp
Spáð er fremur hægri suðlægri átt með skúrum eða slydduéljum í dag, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Seinni partinn nálgast svo lægðardrag suðvestan úr hafi og fer því að hvessa úr suðaustri og þykkna upp.

Hvessir í kvöld vegna ört vaxandi lægðar sem nálgast
Landsmenn mega eiga von á fremur hægum vindum í dag og léttir smám saman til. Frost veður víða á bilinu núll til fimm stig.

Austlægar áttir og væta með köflum
Veðurstofan spáir austlægum áttum í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndum, og vætu með köflum. Úrkomulítið verður þó um landið norðvestanvert.

Stöku él og um frostmark suðvestantil
Reikna má með suðlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda og björtu með köflum á norðan- og austanverðu landinu. Frost verður víða á bilinu núll til tólf stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Snjókoma með köflum norðanlands en stöku él sunnantil
Landsmenn mega reikna vestan- og suðvestan kalda eða strekkingi í dag og snjókomu með köflum um landið norðanvert, en stöku él sunnanlands. Hægari vindur seinnipartinn og styttir upp fyrir norðan.

Rólegra veður í kortunum eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins
Mun rólegra veður er í kortunum í dag eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins. Er útlit fyrir breytilega átt í dag, yfirleitt á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu.

Gular viðvaranir um nær allt Suður- og Vesturland
Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vesturhorni landsins fram eftir degi vegna veðurs. Búast má við miklu hvassviðri og mögulega snjókomu.

Heiðskírt um land allt
Bjart og fallegt er í veðri á meirihluta landsins. Heiðskírt alls staðar nema á Blönduósi og í Bolungarvík.

Frost og kyrrð yfir landinu í dag
Kuldateppi liggur nú yfir landinu og mældist 21,4 stiga frost við Mývatn í nótt. Það er mesta frost sem mælst hefur á landinu í vetur.

Sextán stiga frost á Hellu í nótt og áfram kalt
Reikna má með norðlægri átt í dag en norðan- og norðvestan kalda austast fram á kvöld. Dálítil él norðaustantil á landinu þar til síðdegis.

Víða dálítil snjókoma og frost að tólf stigum
Landsmenn mega reikna með fremur hægri austlægri átt og víða dálítilli snjókomu í dag. Vindur mun snúa sér til norðurs með deginum og það styttir upp sunnan- og vestanlands.

Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis
Veðurstofan gerir ráð fyrir svalara veðri í dag en í gær. Úrkomubakki kemur inn á land síðdegis og mun úrkoman við suður- og vesturströndina vera snjókoma eða slydda, en það gæti rignt á stöku stað með hita um frostmark.