Veður

Norð­austan­átt og dregur svo úr vindi í nótt

Veðurstofan spáir svipuðu veðri í dag og var í gær og fyrradag. Norðaustanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu og lítilsháttar rigning suðaustanlands en skúrir eða slydduél norðaustantil. Annars bjart með köflum og þurrt.

Veður

Bjart í mörgum lands­hlutum framan af degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir björgum degi í mörgum landshlutum framan af degi, en annars skýjað með köflum. Austlæg eða norðaustlæg átt fimm til þrettán metrar á sekúndu, en hvassara með suðausturströndinni síðdegis.

Veður

Vikan hefst á norð­lægum áttum og svölu veðri

Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri þar sem reikna má með lítilsháttar slydduéljum eða skúrum norðanlands, en annars yfirleitt þurru veðri á Vesturlandi. Hiti verður frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands, og upp í ellefu stig suðvestantil.

Veður

Kalt loft færist yfir landið með norðan­átt í dag

Kalt loft færist yfir landið með norðanátt í dag, en von er á tíu til átján metrum á sekúndu með morgninum en heldur hægari norðvestanátt um austanvert landið þar til síðdegis. Yfirleitt rigning á láglendi um norðanvert landið en styttir upp og léttir til syðra.

Veður

Skiptast á skin og skúrir næstu daga

Næstu daga skiptast á skin og skúrir þar sem spár gera ráð fyrir lægðagangi. Skil með rigningu ganga þá allreglulega yfir landið en ólíkt stöðunni að undanförnu þar sem varla hefur sést til sólar sunnantil á landinu ætti að geta létt ágætlega til á milli lægðakerfa.

Veður

Víða skúrir og hiti að átján stigum

Lægð dagsins er staðsett yfir Vesturlandi í morgunsárið og fylgir henni sunnan- og suðaustanátt víða á bilinu fimmtán til þrettán metrum á sekúndu. Sökum nálægðar við lægðarmiðjuna verður hægari vindur þó vestantil.

Veður

Hiti allt að tuttugu stigum norðan­lands

Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður með suðurströndinni. Skýjað að mestu um landið og víða dálítil rigning með köflum.

Veður

Rigning og kuldi á Suð­vestur­horninu í dag

Suðlægar áttir leika um landið í dag og næstu daga. Þeim fylgir talsverð væta sunnan- og vestanlands. Fremur kalt er í veðri en á norðausturhluta landsins verður áfram þurrt að mestu með sólarköflum og hlýindum.

Veður

Á­fram skýjað og rigning

Mjög hefur lægt yfir landinu eftir veðurofsa gærdagsins. Aðeins ein gul veðurviðvörun er í gildi fyrir miðhálendið. Suðlægar áttir munu ríkja nú um mánaðarmótin en búast má við að það fari að hlýna þegar líður á vikuna.

Veður

Hiti nær allt að fjór­tán stigum yfir daginn

Veðurstofan spáir suðaustan golu í dag, en strekkingi við suður- og suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en það verður skýjað að mestu á Austurlandi, og einnig má búast við skýjum af og til sunnantil á landinu.

Veður

Von á stöku skúr sunnan­lands

Stöðugleikinn sem hefur einkennt veðrið undanfarið er áfram til staðar og á landinu er nú fremur hæg norðlæg eða breytileg átt með stöku él norðaustantil. Annars en annars bjart að mestu þó að von sé á stöku skúr sunnanlands.

Veður

Áfram hægur vindur og bjart veður

Veðurstofan reiknar með hægum vindi og björtu veðri, en smáskúrum á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu eitt til níu stig, en víða frost í nótt.

Veður

Hægar og svalar norð­lægar áttir fram yfir helgi

Veðurspáin er eindregin fram yfir helgi að minnsta kosti. Er spáð fremur hægum en svölum norðlægum áttum, þar sem skýjað verður norðan- og austanlands og stöku skúrir eða él. Annars verður yfirleitt léttskýjað.

Veður