Umræðan

Talsmenn hafta hverfa jafnan á öskuhauga sögunnar

Arnar Sigurðsson skrifar

Almenningur hér á landi þarf auðvitað ekkert á milligöngu Hafdísar eða hennar líkum að halda vegna kaupa á áfengi eða annarri matvöru. Þeir sem hafa hag af helsinu þurfa hins vegar á henni að halda og vita sem er að „það er bara best að kjósa framsókn“.

Umræðan

Íslensk öryggismál ekki á neinum tímamótum vegna Úkraínustríðsins

Albert Jónsson skrifar

Vegna Úkraínustríðsins hafa dúkkað upp skoðanir um að þess vegna þurfi að hyggja að nýju að hernaðarlegu öryggi Íslands. Umræða um öryggismál er af hinu góða en þarf að byggja á réttum forsendum. Þá kann hún að valda fólki óþörfu áhyggjum með tali um ógn við Ísland í tengslum við innrásina í Úkraínu og harmleikinn þar.

Umræðan

Skyldur stjórnenda hlutafélaga og krafan um sjálfbærni

Andri Fannar Bergþórsson skrifar

Hluthafar hafa mikla hagsmuni af því að félögin stuðli að sjálfbærni í rekstri, enda getur það aukið lífvænleika félaganna og framtíðartekjumöguleika þeirra. Ekki fæst séð að það sé nauðsynlegt að beintengja trúnaðarskyldu stjórnenda við sjálfbærnisjónarmið enda sé það nú þegar hluti af hagsmunum félagsins.

Umræðan

„Hvað verður um afgreiðslustúlkurnar?“

Arnar Sigurðsson skrifar

Kostulegt er að rifja upp rök þeirra sem hæst töluðu gegn lögleiðingu bjórs hér á landi. Bjórinn var meðal annars ekki einkamál eiginmanna því bjórvömbin yrði líka vandamál eiginkvenna og unglingum yrði umsvifalaust drekkt í óreglu. Þjóðin stóð á barmi hengiflugs.

Umræðan

Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson skrifar

Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.

Umræðan

Af hneykslum og reginhneykslum

Þórður Gunnarsson skrifar

Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli.

Umræðan

Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna

Peter Dalmay skrifar

Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.

Umræðan

Rafmyntir sem fjárfestingakostur

Guðlaugur Steinarr Gíslason skrifar

Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta.

Umræðan

Ærandi þögn um ofríki í Kanada

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.

Umræðan

Að blekkja gegn betri vitund

Hörður Ægisson skrifar

Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum.

Umræðan

Um „ofurhagnað“ bankanna

Erlendur Magnússon skrifar

Verðum við ekki að ætlast til þess að viðskiptaráðherra viti að raunvextir í landinu eru í dag neikvæðir, þannig að nú á sér stað stórfelld yfirfærsla sparifjár frá sparifjáreigendum til lántakenda.

Umræðan

Aðgerðir og aðhald

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Í gær birtist frétt með fyrirsögninni „​​Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum“ þar sem fram kom að seðlabankastjóri væri „ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn“.

Umræðan

Lýðræðisveislan

Sigríður Á. Andersen skrifar

Sjálfstæðismenn í Reykjavík taka nú ákvörðun um hvernig velja skuli frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga í vor. Tillaga liggur fyrir um prófkjör af þeirri tegund sem algengust hefur verið þegar prófkjörsleiðin er á annað borð valin. Óhætt er að spá því að þessi tillaga verði samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fundi á morgun, fimmtudag. Prófkjör eru ekki gallalaus en að mörgu leyti skásta leiðin til að velja á framboðslista. Það er til mikils að vinna að ala ekki á göllunum.

Umræðan

Á óþekktum slóðum

Hörður Ægisson skrifar

Seðlabankanum er augljóslega vandi á höndum. Of lítil vaxtahækkun á vaxtaákvörðunarfundi næstkomandi miðvikudag – án efa þeim mikilvægasta frá því að Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra – gæti grafið verulega undan trúverðugleika bankans í augum markaðsaðila um að honum sé alvara um að ná böndum á verðbólgunni.

Umræðan

Verðlaus rekstur Höfða

Þórður Gunnarsson skrifar

Fjárhagslegar forsendur Höfða hafa breyst með þeim hætti að borgarsjóður þarf mögulega að greiða með rekstrinum. Hið eina rétta í stöðunni fyrir borgarsjóð, eiganda Höfða, er að loka fyrirtækinu, selja eignir og leysa til sín það fé sem þar losnar.

Umræðan

Umboðsádrepa

Ólafur Sigurðsson skrifar

Umboðsskylda stjórna lífeyrissjóða er vel skilgreind að mínu mati og mér þykir það miður að Ársæll telji að í fjárfestingastefnu Birtu felist blönduð áform og umboðsvandi. Fjárfestingastefna Birtu er skrifuð fyrir sjóðfélaga, til að kalla fram umræðu og það er sjálfstætt fagnaðarefni að hún skuli vera í kastljósinu.

Umræðan

Varúð!

Ísak Rúnarsson skrifar

Það á til að gleymast í hita leiksins, að oflækningar smitsjúkdóma geta haft býsna alvarlegar aukaverkanir. Það er sömuleiðis engin ástæða til að skapa enn frekari fordæmi fyrir því að mjög takmörkuð neyð réttlæti víðtækar skerðingar á borgaralegum réttindum.

Umræðan

Enn um umboðsskyldu

Ársæll Valfells skrifar

Hætta er á að ESG fjárfestingar fórni hagsmunum umbjóðenda, til dæmis varðandi áhættudreifingu í safni. Fjárfestingastefna sem byggi á blönduðum ásetningi sé í raun ígildi þess að umboðsmaður láti greiðslu af hendi rakna frá umbjóðendum til þriðja manns. Það geti umboðsaðili ekki gert án þess að hafa skýrt umboð.

Umræðan

Tilefnislausu sóttvarnirnar

Ólafur Stephensen skrifar

Ef þörf er á aðgerðum til að hindra neyðarástand í heilbrigðiskerfinu, er þá ekki nær að þær beinist að fámennum hópi, sem veldur hlutfallslega margfalt stærri vanda í heilbrigðiskerfinu en aðrir, en að setja hömlur á atvinnu- og athafnafrelsi allra?

Umræðan

Bjöguð niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB

Helgi Tómasson skrifar

Nýbirt niðurstaða könnunar ASÍ og BSRB meðal félagsmanna vekur spurningar, bæði um aðferðafræði og notagildi til ályktana. Svo virðist sem 150.000 manns hafi verið gefinn kostur á að svara spurningalista og 6 prósent, 9.000 manns, hafi svarað.

Umræðan

Slökkvistarf í borginni

Hildur Björnsdóttir skrifar

Reglulega berast fregnir af húsnæðisskorti á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu vikuna í janúar voru á söluskrá 487 íbúðir, en það eru 20 prósent færri eignir en mánuði fyrr.

Umræðan

Endurskoðun laga um opinber fjármál er tímabær

Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar

Lánshæfismatsfyrirtæki hafa ítrekað bent á er trúverðugleiki og ábyrgð í ríkisfjármálum grundvöllur góðs lánshæfismats ríkissjóðs og þar með góðra lánskjara. Það er því hagsmunamál skattgreiðenda að skuldbinding stjórnmálanna gagnvart ábyrgum fjármálareglum sé hafin yfir allan vafa.

Umræðan

Rammskakkt hagsmunamat

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Setjum unga fólkið í fyrsta sæti. Hvetjum það til að hittast, hreyfa sig, brasa og lenda í hnjaski. Það fylgir því áhætta að fara úr húsi að morgni og COVID er þar aftarlega á lista yfir áhyggjuefni. Hættum þessu.

Umræðan

Hvernig langar þig að hafa það?

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Það segir sig sjálft að til þess að sparnaður gangi sem best er mikilvægt að forðast öll neyslulán eins og heitan eldinn. Að setja sér þá reglu að kaupa aldrei neitt og borga síðar þýðir að við getum greitt okkur sjálfum vexti í stað þess að leka mánaðarlega dýrmætu sparifé til annarra.

Umræðan

Eru íslensk fyrirtæki stöðnuð?

Eyþór Ívar Jónsson skrifar

Of margir stjórnendur láta hjá leiðast að velta fyrir sér þjálfun og menntun starfsmanna. Þau segja að þörfin sé ekki fyrir hendi. Á sama tíma benda flestar rannsóknir sem hafa verið að skoða starfsþróun og breytingar á störfum í kringum starfrænar umbreytingar að meira en helmingur starfsmanna þarf verulega þjálfun og menntun til þess að halda í við nýja tækni.

Umræðan