
Rafíþróttir

Vodafonedeildin fer aftur af stað
Fyrsta september hefst Vodafone deildin í CS:GO þar sem 8 bestu lið landsins etja kappi í Counter Strike : Global Offensive. Útsendingar verða á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi með þrem viðureignum á hverju kvöldi.

Meistaradeild Evrópu í eFótbolta
Ljóst er hvaða lið mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en hvaða „lið“ komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu í eFótbolta?

Samfélagsmiðlastjörnur, íþróttafólk og fleiri þekkt andlit Tala um tölvuleiki
Nýjir þættir hefja göngu sína á sunnudaginn er þættirnir Talað um tölvuleiki hefjast. Átta þátta sería þar sem rætt er við þjóðþekkta einstaklinga og reynslu þeirra af tölvuleikjum.

Lokadagur meistaramóts Iceland Open í League of Legends
Komið er að lokadegi meistaramóts Iceland Open í League of Legends. Í lok kvölds standa eftir tvö lið sem fá þátttökurétt fyrir hönd Íslands á Telia Masters, stóru norðurlandamóti í boði Dreamhack.

Iceland Open Meistaramótið hefst um helgina
Iceland Open Meistaramótið í League of Legends hefst um helgina og byrjar í kvöld kl. 20:00. Mótið er unnið í samstarfi við Dreamhack og Riot Games en það gengur út á að velja tvö lið til að keppa á stórmótinu Telia Masters

Dusty mætir Fnatic í Northern League of Legends Championship
Dusty mætir risunum í Fnatic í NLC í dag. Fnatic þarf lítið að kynna en þar er á ferðinni eitt allra stærsta rafíþróttalið í heimi. Fnatic er með starfstöðvar víða um heim og keppa þeir meðal þeirra allra bestu í flestum rafíþróttakeppnum heims.

Tókst ekki að bæta heimsmetið en bættu eigið Íslandsmet
Rafíþróttamennirnir Axel Guðmundsson, Eggert Gunnar Snæþórsson og Ýmir Kolka Júlíusson reyndu við heimsmet í Call of Duty: Warzone í gær. Það tókst ekki en þeir bættu þó eigið Íslandsmet.

Ætla að reyna slá heimsmet í beinni: „Við ætlum ekki að klúðra þessu“
Eggert Unnar Snæþórsson, Axel Guðmundsson og Ýmir Kolka Júlíusson setja markið hátt og ætla sér að slá heimsmetið í flestum „eliminatons“ í Call of Duty: Warzone.

Stærstu félagskipti í rafíþróttum á Íslandi
Rafíþróttaliðið Dusty hefur staðfest að liðið ætli ekki að endurnýja samninga við leikmenn sem keppt hafa fyrir það í CS:GO síðustu ár en þess í stað hefur Dusty gengið frá samningum við fjóra menn úr Íslandsmeistaraliði Fylkis.

Íslenska úrvalsdeildin í LoL samþykkt formlega: „Leiðin í atvinnumennsku nú greiðfær“
Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Dreamhack og Riot Games tilkynntu í gær að íslenska úrvalsdeildin í League of Legends hefur verið samþykkt formlega sem deild í alþjóðlegu keppnisumhverfi League of Legends.

Dusty hefja leika á Norður-Evrópu mótinu í League of Legends og verða í beinni á BBC
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty sem skapað hefur sér sérstöðu í rafíþróttum hér á landi mun hefja leik í stærstu League of Legends deild Norður-Evrópu í dag. NLC eða Northern League of Legends Championship er atvinnumannadeild í League of Legends sem er vinsælasti tölvuleikur í heimi.

Formaðurinn valdi rétta fólkið
Fylkismenn eru bestir á Íslandi í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Offensive en þeir unnu FH í gær, 2-0, í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar.

Fylkir hirti gullið í Stórmeistaramótinu
Fylkismenn stóðu upp sem sigurvegarar í Stórmeistaramótinu en þetta er stærsti bikar Íslands í rafíþróttum.

Úrslitin ráðast í Stórmeistaramótinu
Úrslitin ráðast í kvöld er FH og Fylkir mætast í keppni um stærsta bikar Íslands í Counter-Strike: Global Offensive. Upphitun fyrir leikinn byrjar klukkan 17:00 á opinni dagskrá á Stöð 2 eSports. Farið verður í heimsókn til liðana og sýnt frá viðtölum við leikmenn.

„Held að rafíþróttir verði stærri en handbolti“
Fylkismennirnir Bjarni Þór Guðmundsson og Eðvarð Þór Heimisson eru klárir í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO þar sem þeir mæta FH-ingum.

„Við erum vanir því að vera á toppnum svo það kemur mér ekki á óvart að liðið sé á þessum stað“
Fylkir og FH eigast við í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í CS:GO á sunnudaginn en að því tilefni voru Fylkismenn heimsóttir í sérstökum upphitunarþætti fyrir leikinn.

Ýmislegt sem við eldri strákarnir kunnum sem ungu Fylkisstrákarnir vita ekkert um
FH-ingar hristu vel upp í íslenska tölvuleikjaheiminum á dögunum þegar þeir slógu Íslandsmeistara Dusty út í undanúrslitunum. Fram undan er síðan úrslitaleikurinn á móti Fylki um helgina.

Formaður aðalstjórnar FH um ótrúlegan sigur á Dusty: „Einhver mesta innpökkun sem sést hefur lengi“
FH pakkaði Dusty saman í undanúrslitum Stórmeistaramóts Vodafone deildarinnar. Formaður FH er mjög ánægður með uppgang rafíþróttadeildar félagsins.

Fylkir og FH óvænt í úrslit
Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk.

FH og Dusty áfram í undanúrslit
Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda hnífjöfn að getu. Í seinni leiknum fengu nýliðar BadCompany eldskírn frá Íslandsmeisturum Dusty.

Í beinni: KR og Fylkir áfram í undanúrslit, hvaða lið sigra í kvöld?
Í gær fór fram fyrsta umferð í Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar, fyrirfram var búist við að engar hræringar myndu eiga sér stað og að lið KR og Fylkis myndu fara í gegn án mótspyrnu.

Bein útsending: Meistaramót í báðum Vodafone deildunum um helgina
Það verður mikið um að vera í báðum Vodafone deildunum um helgina.

Lyfjafræðingurinn sem leiðir lið FH í Vodafone-deildinni
Auðunn Rúnar Gissurarson er fyrirliði FH sem mætir Þór Akureyri í átta liða úrslitum Stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar.

Ljóst er hvaða lið mætast á Stórmeistaramóti Vodafone-deildarinnar
Um helgina tókst XY.Esport, Tindastól, Þór og Bad Company að tryggja sér sigur á Áskorendamóti Vodafonedeildarinnar og tryggðu sér þáttökurétt á Stórmeistaramótinu í CS:GO

Tindastóll og Þór tryggðu sér sæti á stórmeistaramótinu
Tindastóll og Þór Akureyri gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sig áfram á stórmeistaramót Vodafone í fyrstu tilraun.

Ítalir fyrstu Evrópumeistararnir í eFótbolta
Fyrsta Evrópumeistaramótið í eFótbolta fór fram um helgina og reyndust Ítalir öflugastir með fjarstýringuna.

Ljóst hvaða þjóðir mætast í 8-liða úrslitum EM
16-liða úrslitum EM í eFótbolta lauk nú undir kvöld og er ljóst hvaða þjóðir munu etja kappi í 8-liða úrslitunum á morgun en þá verður jafnframt fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta krýndur.

„Snýst meira um hvernig þú spilar leikinn gegn ákveðnum óvin heldur en hvað þú getur gert sjálfur“
Yfir tuttugu lið hafa barist um að það síðustu vikur að komast á stórmeistaramót Vodafone í CS:GO en fjögur laus sæti eru á stórmeistaramótinu þegar átta lið eru eftir í áskorendamótinu. Efstu fjögur liðin tryggja sig áfram.

Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta verður á Stöð 2 eSport um helgina
Sýnt verður frá fyrsta Evrópumótinu í eFótbolta á Stöð 2 eSport um helgina.

Úrslitin í Áskorendamótinu ráðast um helgina
Áskorendamót Vodafone í CS:GO fer fram um helgina þar sem keppt verður um réttin til að mæta fjórum bestu liðum landsins Fylki, KR, FH og Dusty.