Lífið

Erfitt að skikka fólk til að vera til­lits­samt

Máni Pétursson eigandi og stofnandi Paxal umboðsskrifstofu vonar að gestir á Iceguys-tónleikunum í dag taki tillit til annarra gesta og fari til hliðar, ætli það að vera með börn sín á háhesti. Í dag fara fram þrennir tónleikar í Laugardalshöll með hljómsveitinni vinsælu, þar af tvennir fjölskyldutónleikar. Paxal sér um skipuleggja tónleikana. 

Lífið

„Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“

Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir felldi tár þegar hún komst á topp Þengilhöfða í Eyjafirði. Nokkrum vikum fyrr komst hún ekki milli staða án þess að nota göngugrind. Tæki sem skipti sköpum en þýddi augngotur fólks á förnum vegi, eitthvað sem var erfitt að venjast. 

Lífið

Börn og for­eldrar að bugast vegna jólaviðburða

Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember.

Lífið

Estelle prinsessa með Lúsíu­kveðju

„Gleðilegan Lúsíumorgun frá Haga,“ segir í kveðju sænsku konungshallarinnar á Instagram í tilefni af messudegi heilagrar Lúsíu sem er haldinn hátíðlegur á Norðurlöndum og sérstaklega í Svíþjóð.

Lífið

Trump yngri er al­gjör kvenna­bósi

Hinn átján ára gamli Barron Trump er kvennabósi. Svo segir sagan í erlendum slúðurmiðlum en þar segir að Barron sé afar vinsæll þangað sem hann sækir nám í viðskiptaháskólann Stern School of Business sem staðsettur er í New York.

Lífið

Yfir fimm­tíu fengu sér tattú í stór­af­mæli Steinda

„Þetta var mikið rugl,“ segir Steindi jr. sem varð fertugur í vikunni og hélt upp á það með risapartýi í Hlégarði í Mosfellsbæ um helgina. Þar var ýmislegt í boði, meðal annars að fá sér húðflúr en yfir fimmtíu manns þekktust boðið og fengu sér flúr af mávi, ritz-kexi, sígarettu, klósettrúllu eða pylsu, allt hluti sem eru í uppáhaldi hjá Steinda.  

Lífið

Út­tekt á merki­legu orð­færi Ingu Sæ­land

„Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana.

Lífið

Selena komin með hring

Hollywood stjarnan Selena Gomez og tónlistarmaðurinn Benny Blanco eru trúlofuð. Þetta hafa þau tilkynnt með pompi og prakt á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást himinlifandi með hringa á höndum.

Lífið

„Sá síðasti dó á þessu ári“

„Við ætlum að vera með uppboð fyrir sjúkrasjóð villikatta á Ísland, við erum bara í vandræðum því að sjúkrasjóðurinn er uppurinn,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Iðu og kattakona númer eitt en um helgina stendur til að halda uppboð.

Lífið

„Ég hélt svo inni­lega að það væri stelpa“

„Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður, Kristín Pétursdóttir, flugfreyja hjá Icelandair og leikkona, sem á von á dreng með kærasta sínum Þorvari Bjarma Harðarsyni handboltadómara. 

Lífið

Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum

„Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar sem ég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða,“segir Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og kennaranemi, í samtali við Makamál, um samband hennar og Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar knattspyrnumanns og fyrirtækjaeiganda.

Lífið

Hittust bara einu sinni eftir Friends

Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry.

Lífið

Heitir Vil­hjálmur eins og pabbi

Sonur íþróttafréttakonunnar, Eddu Sifjar Pálsdóttur og Vil­hjálms Siggeirssonar verk­efna­stjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, er kominn með nafn. Drengnum var gefið nafnið Vilhjálmur Bessi við hátíðlega athöfn á dögunum. 

Lífið

Safna upp­lýsingum um jólahefðir Ís­lendinga

Helga Vollertsen og Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðháttasérfræðingar hjá Þjóðminjasafninu, vinna nú að heimildasöfnun hjá Þjóðminjasafni Íslands um jólahefðir Íslendinga. Markmið söfnunarinnar er að varna því að jólasiðir samtímans falli í gleymskunnar dá og að hægt sé að varðveita upplýsingar um þá fyrir komandi kynslóðir. 

Lífið