Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þegar allt sauð upp úr

Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er svona í al­vöru, ekki bara í bíó­myndum“

„Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims,“ segir hinn 25 ára gamli Sturlaugur Sigurðsson sem lét drauminn rætast í haust og fluttist vestur um höf til New York borgar. Stulli, sem er alinn upp á Egilsstöðum, stundar nú nám við eina virtustu menntastofnun í heimi, Columbia háskólann, og nýtur fjölbreyttra hliða lífsins úti.

Lífið
Fréttamynd

Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuð­borgir

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið
Fréttamynd

Var ráðs­kona Kára Stefáns­sonar þegar ástin kviknaði

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari gekk í hjónaband með Kára Stefánssyni undir lok síðasta árs. Kára hitti hún fyrst fyrir áratug síðan í tengslum við rannsókn á sjúkdómi sem móðir hennar greindist með, en tíu árum síðar hafði hún aftur samband við Kára þegar hún var að byggja upp fyrirtæki sitt. Lýsti Kári þá yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið og svo fór að Eva tók það að sér og eitt leiddi af öðru.

Lífið
Fréttamynd

Ára­tugir af ó­vissu enduðu með einni setningu í ræktinni

„Ég valdi það að trúa á sjálfa mig og að leyfa ekki greiningunni að koma í veg fyrir það að láta draumana mína rætast. Það tók mig smá tíma að melta þetta allt saman og ég held að ég sé ennþá að því,“ segir Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari en það var fyrir þremur árum, og fyrir einskæra tilviljun, að hún heyrði fyrst minnst á sjúkdóminn lipedema, sem á íslensku kallast fitubjúgur. Það varð til þess að hún fékk loksins skýringu á einkennum sem fylgt höfðu henni frá unglingsárum og valdið óbærilegu hugarangri.

Lífið
Fréttamynd

Neista­flug hjá Guggu og Flona á rúntinum

Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti  á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug.

Lífið
Fréttamynd

Gríðar­lega löng röð í verslun Nocco

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan tímabundna verslun Nocco í Smáralind. Fyrstu einstaklingarnir mættu klukkan hálf átta í morgun í von um að festa kaup á jóladagatali orkudrykkjasalans.

Lífið
Fréttamynd

Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauð­lenda

Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk hló og grét til skiptis“

Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari, segja hin nýgiftu Jóhann Jökull Sveinsson, skólastjóri skíða- og brettaskólans í Bláfjöllum, og Salný Björg Emilsdóttir, sjúkraliði og förðunarfræðingur. Þau giftu sig með pomp og prakt á dögunum þar sem gleðin var óumdeilanlega í fyrirrúmi.

Lífið
Fréttamynd

Tíu stellingar sem örva G-blettinn

Talið er að aðeins átján prósent kvenna fái fullnægingu við samfarir án örvunar á sníp. Með sjálfskoðun og markvissri örvun á G-blettinum má auka líkurnar á fullnægingu í gegnum leggöng, þar á meðal er hægt að prófa mismunandi kynlífsstellingar. 

Lífið
Fréttamynd

Glæsihús augn­læknis til sölu

María Soffía Gottfreðsdóttir, augnlæknir, hefur sett einbýlishús sitt við Háuhlíð í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 368 fermetra hús á tveimur hæðum, byggt árið 1956, þar af 30 fermetra bílskúr. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal segir það flóknasta við gerð annarrar seríu af Bannað að hlæja hafi verið að velja þá fimm sem sitja saman við borðið hverju sinni. Hann segir orðróm um að einn þáttur í nýju seríunni hafi verið klipptur extra mikið vera runninn undan rifjum Dóra DNA.

Lífið
Fréttamynd

Á­föll og samskiptamynstur erfast milli kyn­slóða

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna þú bregst við á ákveðinn hátt í samskiptum? Af hverju verða sumir reiðir og fara í vörn, á meðan aðrir hörfa við ágreining? Með því að skilja eigin sögu og samskiptamynstur getum við séð hvaðan viðbrögðin koma og hvort þau séu hjálpleg í dag.

Lífið
Fréttamynd

Tíu töff pelsar fyrir veturinn

Pelsar eru sígild vetrarflík og eru sérstaklega áberandi í tískunni nú um stundir. Þeir passa vel við flest og má auðveldlega klæða þá upp eða niður eftir tilefni. Í verslunum landsins má nú finna fjölbreytt úrval af pelsum í hinum ýmsu sniðum og litum, en dýramynstur og súkkulaðibrúnir tónar hafa verið sérstaklega vinsælir í vetur.

Lífið