Sjarmerandi raðhús í 105 Áhrifavaldurinn og verkefnastjórinn Bára Ragnhildardóttir hefur sett sjarmerandi raðhús sitt á sölu. Eignin er í Ásholti 8, 105 Reykjavík og er rúmir 140 fermetrar. Lífið 15.7.2025 18:00
Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Rafmagnsgítar sem var í eigu Mick Taylor, fyrrverandi gítarleikara Rolling Stones, en var stolið fyrir rúmlega fimmtíu árum er kominn í leitirnar. Gítarinn er af gerðinni Gibson Les Paul Standard, og er frá árinu 1959. Áður hafði Keith Richards, hinn gítarleikari rokksveitarinnar heimsfrægu átt hann. Lífið 15.7.2025 16:37
„Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Yfir hundrað íslenskir dansarar héldu af stað í byrjun júlí til Spánar og kepptu í gríðarstórri alþjóðlegri danskeppni. Rétt rúmlega fimmtíu þeirra fóru á vegum Ungleikhússins en mætti segja að þau komu, sáu og sigruðu. Eigandi Ungleikhússins átti í mestu vandræðum með að koma öllum verðlaununum aftur til Íslands. Lífið 15.7.2025 15:00
Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Lífið 14.7.2025 13:41
„Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Reynir Bergmann athafnamaður segist hafa fundið innri frið á síðustu árum eftir að hafa í áraraðir glímt við fíkn og fallið aftur og aftur. Reynir er gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar kókaín hafa ítrekað tekið sig til helvítis og rústað lífi sínu. Hann sé þakklátur í dag að hafa fundið frelsi. Lífið 14.7.2025 13:02
Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa „Ég nærist á orkunni í náttúrunni og er þessi týpa sem er með milljón landslagsmyndir í símanum mínum. Við erum svo nýbúnar að setja á laggirnar gönguhóp sem kallast Gelluvaktin,“ segir framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz sem er einn mesti göngugarpur sumarsins. Lífið 14.7.2025 11:26
Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Sólin heiðraði okkur með nærveru sinni um helgina og ástin sveif yfir vötnum í ótal brúðkaupum. Stjörnur landsins héldu áfram að njóta lífsins til hins ítrasta hérlendis og erlendis, hvort sem það var í sundfötum eða fullklædd. Lífið 14.7.2025 09:51
Riddarar kærleikans í hringferð um landið Embla Bachman og Kári Einarsson, fyrrverandi skólafélagar Bryndísar Klöru, lögðu af stað í kærleikshringferð um landið í gær. Lífið 13.7.2025 23:28
Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Hödd Vilhjálmsdóttir notaði MDMA í meðferð við áfallastreituröskun fyrir þremur árum sem endaði með því að hún fór inn á geðdeild. Þáverandi sálfræðingur Haddar, sem hefur síðan misst starfsleyfið, lagði henni til að bæta MDMA við EMDR-meðferð. Lífið 13.7.2025 21:59
Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali. Lífið 13.7.2025 15:06
Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Síðasta atriði áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágrannar hefur verið tekið upp. Þættirnir hafa verið á sjónvarpsskjáum áhorfenda í tugi ára. Lífið 13.7.2025 13:54
„Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Berglind Arnardóttir upplifði mesta harm allra foreldra þegar sonur hennar Jökull Frosti Sæberg lést af slysförum árið 2021, einungis fjögurra ára gamall.Í kjölfarið hófst langt og erfitt sorgarferli sem leiddi meðal annars til þess að Berglind byrjaði að taka þátt í starfi Sorgarmiðstöðvar og fann þannig leið til að vinna úr eigin sorg, vaxa og hjálpa öðrum. Málefni syrgjenda eru Berglindi afar kær og telur hún mikilvægt að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. Lífið 13.7.2025 08:03
Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina. Lífið 13.7.2025 07:02
Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Rapparinn Megan Thee Stallion og körfuboltamaðurinn Klay Thompson eru nýtt kærustupar. Thompson staðfesti sambandið með því að birta mynd af parinu í fríí á Bahamaeyjum. Lífið 12.7.2025 23:56
Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Lífið 12.7.2025 22:30
„Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ „Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi. Lífið 12.7.2025 07:02
Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. Lífið 12.7.2025 07:02
Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Netverjar eru ekki par sáttir með nýjasta útspil Justins Bieber sem birti í dag myndband af sér að dansa með rapparanum Sexyy Red og kyssa hana á ennið. Sexyy Red rappar á laginu „Sweet Spot“ á nýjustu plötu Bieber. Lífið 11.7.2025 22:33
Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Jóna Elísabet Ottesen lamaðist fyrir neðan bringu eftir bílslys árið 2019. Hún er ákveðin í að fá aftur styrk í hendur og fingur. Þar sem nýjasta tækni við endurhæfingu er ekki aðgengileg hér á landi setur Jóna stefnuna á taugaendurhæfingu á Spáni til að öðlast kraftinn á ný. Lífið 11.7.2025 14:37
Ragga Holm og Elma trúlofaðar Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar. Frá þessu greinir Ragga í afmæliskveðju til Elmu á samfélagsmiðlum. Lífið 11.7.2025 10:59
Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars birti nýverið færslu á Instagram þar sem hún deilir níu náttúruperlum á Íslandi sem hún telur ómissandi fyrir ferðamenn. Áfangastaðirnir endurspegla bæði fjölbreytileika og fegurð landsins – allt frá heitum laugum og íshellum til siglingar til Vestmannaeyja í lundaskoðun. Lífið 11.7.2025 08:55
Bieber gefur út óvænta plötu Kanadíska poppstirnið Justin Bieber gaf óvænt út nýja plötu í nótt sem ber heitið Swag. Um er að ræða sjöundu plötu Biebers en hún kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um andlega heilsu popparans. Lífið 11.7.2025 08:49
Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Hætt hefur verið við Rubicon-tónlistarhátíðina sem til stóð að halda í Bratislava í Slóvakíu þann 20. júlí næstkomandi. Þúsundir höfðu mótmælt fyrirhugaðri þátttöku tónlistarmannsins Kanye West. Lífið 11.7.2025 08:47
Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Næsta laugardag verður í fyrsta sinn haldin tónlistarhátíðin Kveldúlfur á Hjalteyri í Eyjafirði. Hátíðin er lítil í þetta fyrsta sinn og er nefnd eftir síldarverksmiðjunni á staðnum sem var rekin þar um árabil. Lífið 10.7.2025 20:02