Lífið

Fréttamynd

Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi

Latibær fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í Háskólabíói í janúar og býður börnum og fjölskyldum þeirra að fagna með sér. Nú hefur hulunni verið svipt af því hverjir það eru sem fara með hlutverk persónanna sígildu.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þegar Dorrit var for­seta­frú

Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist.

Lífið
Fréttamynd

Allt um brjóstastækkun Simone Biles

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er óhrædd við að hleypa fylgjendum sínum inn í líf sitt. Í nýlegu TikTok-myndbandi deildi hún ítarlegum upplýsingum um brjóstastækkunina sem hún gekkst undir í júní á þessu ári eftir fyrirspurnir frá fylgjendum.

Lífið
Fréttamynd

„Skref í rétta átt“ en ekki út­séð um þátt­töku Ís­lands

Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku.

Lífið
Fréttamynd

Breyta reglum um at­kvæða­greiðslu og kynningu laga í Euro­vision

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. 

Lífið
Fréttamynd

Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akur­eyri rauða

Guðmundur Birki Pálmason, kírópraktor og eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, fór ásamt unnustu sinni, Línu Birgittu Sigurðardóttur, og áhrifavöldum Atelier í árshátíðarferð til Akureyrar um síðustu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Var út­húðuð af skipu­leggjanda en sigraði í Ung­frú al­heimi

Hin mexíkóska Fátima Bosch Fernández, ungfrú Mexíkó, sigraði í nótt fegurðarkeppnina Ungfrú alheimur, Miss Universe 2025, sem fram fór í Taílandi. Í aðdraganda keppninnar vakti það sérstaklega athygli þegar taílenskur framkvæmdastjóri keppninnar úthúðaði Bosch Fernández og sigaði gæslunni á hana.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta súperstjarna Ís­lands stendur á tíma­mótum

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag. Hún er fortíðin, samtíðin og framtíðin segir Bríet. Ferillinn talar sínu máli hjá Björk sem hefur nýtt frægð sína til að berjast fyrir náttúruvernd og taka upp hanskann fyrir lítilmagnann. Frægðin hefur hins vegar alls ekki alltaf verið dans á rósum.

Lífið
Fréttamynd

„Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn

Kanadíski leikarinn Spencer Lofranco er látinn, 33 ára að aldri. Lofranco var þekktastur fyrir að leika son John Travolta í kvikmyndinni Gotti. Hann lést 18. nóvember í Bresku Kólumbíu í Kanada. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er andlát hans til rannsóknar samkvæmt erlendum miðlum.

Lífið
Fréttamynd

Til­kynntu hver jóla­gjöf ársins væri

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tilkynnt að jólagjöf ársins sé praktísk gjöf sem skilur eitthvað eftir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að um óvanalega gjöf sé að ræða en hún fylgi samt sem áður tíðarandanum. 

Lífið
Fréttamynd

Halla átti á­nægju­legan fund með Karli Bretakonungi

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli 3. Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum. Halla hitti konunginn í Buckinham-höll í London. 

Lífið
Fréttamynd

Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, hefur fest kaup á íbúð í fjölbýlishúsi í Þorraholti í Garðabæ. Sonur hans, lögfræðingurinn Páll Edwald, keypti íbúð í sama húsi ásamt kærustu sinni, Selmu Eir Hilmarsdóttur læknanema. Stigagangarnir eru hlið við hlið en húsið er fyrsta fjölbýlishúsið sem er fullbúið í nýju hverfi Hnoðraholts.

Lífið
Fréttamynd

Óhuggulegt fall fegurðar­drottningar

Ungfrú Jamaíka fékk harkalegan skell þegar hún datt af sviðinu í undankeppni Ungfrúar alheims í Taílandi í gær. Hún var borin á sjúkrabörum af vettvangi og flutt á sjúkrahús.

Lífið
Fréttamynd

Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati eignuðust dreng þann 29. september síðastliðinn. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Játaði sig sigraða: „Mér fannst það al­gjört tabú áður“

„Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er.

Lífið
Fréttamynd

Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars

Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc.

Lífið