Lífið

Fréttamynd

Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar

Afmælisfögnuðir, árshátíðir og bjartir vetrardagar einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við Icelandair, Festi og BioEffect héldu stórar árshátíðir. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dreymir um að verða rit­höfundur

„Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Af hverju talar Ás­laug Arna um „smjörklípu­menn“?

Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni.

Lífið
Fréttamynd

Býður í sósupartý í Smekk­leysu á sunnu­dag

Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss.

Lífið
Fréttamynd

Svona var stemningin á Nasa

Það voru bros á hverju einasta andliti þegar Hlustendaverðlaunin voru afhent á Nasa síðastliðið fimmtudagskvöld. Hulda Margrét ljósmyndari fangaði stemninguna í salnum og smellti af trylltum myndum af gestum sem skemmtu sér konunglega.

Lífið
Fréttamynd

Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitt­hvoru horninu

Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes safnar nú fyrir útgáfu spilsins Vinaskógar sem ætlað er börnum á yngsta stigi grunnskóla. Hulda segist með spilinu vilja hjálpa foreldrum að njóta stundar með börnunum sínum í ró og næði og hvetja börn og fjölskyldur til að rækta tengslin.

Lífið
Fréttamynd

Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi skemmtistaðarins Priksins, hefur sett íbúð sína við Þorfinnsgötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 103,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Björk á for­síðu National Geographic

„Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. 

Lífið
Fréttamynd

Þróar app sem tengir fólk saman í raun­veru­leikanum

„Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Hlustendaverðlaunin 2025

Hlustendaverðlaunin 2025 fara fram á Nasa við Austurvöll í kvöld og verður margt um dýrðir og mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Um er að ræða tólfta skiptið sem hátíðin fer fram.

Lífið
Fréttamynd

Hjart­næm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja at­hygli

Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu.

Lífið
Fréttamynd

Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja

Karen Ingólfsdóttir er sannfærð um að hefði hún fengið réttar upplýsingar, hefði sonur hennar fengið rétta meðhöndlun og hefði starfsfólk Landspítalans staðið rétt að málum, væri sonur hennar Friðrik Ragnar enn á lífi.

Lífið
Fréttamynd

Heillaði bónda og út­farar­stjóra upp úr skónum

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel hitaði upp fyrir Hlustendaverðlaunin sem fara fram í kvöld á Nasa og í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi með þeim Guðjóni Smára og Jónu Margréti í Traffíkinni á FM957. Hann gerði þar símaat í bónda og útfararstjóra og bað um álit á „nýju lagi.“ 

Lífið
Fréttamynd

Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs

„Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Ung­frú Ís­land: Kjóstu Netstúlkuna 2025

Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna.

Lífið
Fréttamynd

Á mjög heiðar­legt sam­band við sig í dag

„Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ segir tónlistarmaðurinn Birnir en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Lífið