Körfubolti

Datt af hest­baki og er á bata­vegi: „Er rétt að skríða saman“

Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. 

Körfubolti

Ýmis­legt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“

Grind­víkingar hafa blásið í her­lúðra í Bónus deildinni í körfu­bolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leik­manna. Einn þeirra er fyrr­verandi NBA leik­maður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafs­son, segir pirring hafa gert vart um sig í leik­manna­hópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.

Körfubolti

Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en of­beldi“

Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook.

Körfubolti

„Fokking aumingjar“

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 

Körfubolti

Þórskonur eiga von á nýjum leik­manni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigur­göngu á­fram“

Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Körfubolti

Valur ofar eftir æsispennu

Valskonur höfðu betur gegn Stjörnunni í æsispennandi leik í Bónus-deild kvenna í körfubolta, 85-84, og eru því með tveimur stigum meira í 6. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Körfubolti

KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs

Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins.

Körfubolti