Íslenski boltinn

„FH spurði mig ekkert að því“

„Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍBV 1-3 | Eyjamenn unnu fyrsta útisigurinn

Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig.

Íslenski boltinn

Sögu­legur leikur í Njarð­vík

Kvennalið Njarðvíkur mætir Grindavík í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina í dag, laugardag. Um er að ræða sögulegan leik þar sem þetta er fyrsti meistaraflokksleikur Njarðvíkurliðsins.

Íslenski boltinn

„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“

„Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum.

Íslenski boltinn

Nik: Við gerðum nóg

Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. 

Íslenski boltinn