Innherji

Stefán Pálsson ætlar fram fyrir VG í borginni
Stefán Pálsson sagnfræðingur, bjórsérfræðingur og pistlahöfundur stefnir á annað sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Góðir hlutir sem gerast alltof hægt
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann fjallaði um möguleikann á því að Reykjavíkurborg seldi Malbikunarstöðina Höfða.

Viðbrögð við hæfniþörf – hvað þarf til?
Aukin óvissa, hraðari tæknibreytingar og flóknari samsetning efnahagslífs kalla á breyttar áherslur, ætli samfélög sér að auka samkeppnishæfni og bæta lífskjör

Á óþekktum slóðum
Seðlabankanum er augljóslega vandi á höndum. Of lítil vaxtahækkun á vaxtaákvörðunarfundi næstkomandi miðvikudag – án efa þeim mikilvægasta frá því að Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra – gæti grafið verulega undan trúverðugleika bankans í augum markaðsaðila um að honum sé alvara um að ná böndum á verðbólgunni.

Þórdís Lóa staðfestir oddvitaframboð
Þórdís Lóa býður sig fram í fyrsta sæti til að leiða lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins.

Fortuna Invest vikunnar: Veist þú hvað SPAC félög eru?
Fortuna Invest fara þessa vikuna yfir sérhæfð yfirtökufélög (e. SPAC) og dæmi í kringum þau.

Verðlaus rekstur Höfða
Fjárhagslegar forsendur Höfða hafa breyst með þeim hætti að borgarsjóður þarf mögulega að greiða með rekstrinum. Hið eina rétta í stöðunni fyrir borgarsjóð, eiganda Höfða, er að loka fyrirtækinu, selja eignir og leysa til sín það fé sem þar losnar.

Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum
Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær.

Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld
Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga.

Seðlabankinn beitir enn inngripum til að hægja á stöðugri hækkun krónunnar
Ekkert lát er á áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar, sem hefur hækkað um meðal annars meira en 3 prósent gagnvart evrunni frá áramótum, en Seðlabanki Íslands beitti gjaldeyrisinngripum fyrr í dag – í þriðja sinn á þessu ári – í því skyni að reyna að hægja á henni.

Eigandi Nespresso á Íslandi keypti vænan hlut í Controlant
Fjárfestingafélagið Adira ehf, sem er aðaleigandi Nespresso á Íslandi og stærsti hluthafi hugbúnaðarfyrirtækisins Wise, er einn af 60 nýjum hluthöfum tæknifyrirtækisins Controlant. Þetta kemur fram á hluthafalista Controlant sem Innherji hefur undir höndum.

Stærsti hluthafinn bætir við sig í Kviku fyrir um milljarð
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti hluthafinn í Kviku, stækkaði stöðu sína í bankanum í nýliðnum mánuði þegar hann keypti samanlagt 35 milljónir hluta að nafnvirði, sem jafngildir rúmlega 0,7 prósenta eignarhlut.

Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust
Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent.

Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant
Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum.

Íslenski markaðurinn ódýr, einkum ef Marel er tekið út fyrir sviga
Sé litið á helstu verðkennitölur íslenska hlutabréfamarkaðarins þá eru þær nokkuð lægri borið saman við helstu markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta á einkum við ef Marel, langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni hér á landi, er undanskilið í slíkum samanburði.

Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur
Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.

Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna?
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu.

PLAY boðar lægsta verðið til New York, spara milljónir dala á lítt þekktum velli
Flugfélagið PLAY getur boðið lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu eftir að hafa náð hagstæðum samningum við lítinn flugvöll í nágrenni borgarinnar. Flugfélagið tryggði sér þannig mun betri kjör en keppinautar þess fá á stærri og þekktari flugvöllum í New York.

Lárus Welding orðinn stjórnarformaður Þingvangs
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hefur tekið sæti í stjórn Þingvangs, sem er eitt stærsta byggingarfélag landsins, og gegnir þar stöðu stjórnarformanns.

Krónan fram úr Bónus í fyrsta sinn og Boozt kom inn með látum
Bónus var með 30,9 prósent markaðshlutdeild á matvörumarkaði árið 2021 og Krónan var með 28,3 prósent hlutdeild sé litið yfir allt árið í fyrra. Hins vegar gerðist það í fyrsta sinn í apríl 2021 að Krónan tók fram úr Bónus á þessum markaði.

Daði kveður Fossa til að stýra nýjum sjóði sem fjárfestir í rafmyntum
Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum. Hann tekur við sem framkvæmdastjóri hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni.

Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar
Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri.

Lífeyrissjóðir færast nær kaupum á fimmtungshlut í Mílu
Hópur íslenskra lífeyrissjóða er langt kominn með að ganga frá kaupum á um tuttugu prósenta hlut í Mílu, dótturfélagi Símans, fyrir vel yfir fimmtán milljarða króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum nýjan framtakssjóð í rekstri Summu sem mun sérhæfa sig í fjárfestingum í innviðum.

Dagur í lífi Diljár: Fjölbreyttir dagar og með spikfeitan reikning í minningarbankanum
Diljá Ámundadóttir borgarfulltrúi Viðreisnar byrjar dagana snemma á því að dansa með dóttur sinni, Lunu.

Ásdís hættir hjá SA og vill verða bæjarstjóri
Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu
Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja.

Bankið í ofninum: Gefur einhver kynlífstæki?
Þegar eftirlitsiðnaðurinn er annarsvegar, þá getur velvild eins skapað öðrum vesen. Þannig var um unga konu í Noregi sem ætlaði að gleðja vinkonu sína á Íslandi með því að gefa henni kynlífstæki í afmælisgjöf.

Nefco eignast hlut í banka Margeirs í Úkraínu
Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (Nefco) hefur eignast tæplega 14 prósenta hlut í úkraínska bankanum Bank Lviv, sem er að stórum hluta í eigu Margeirs Péturssonar, stórmeistara í skák og stofnanda MP banka.

Ekki útilokað að Seðlabankinn hækki vexti um 1 prósentu í einu vetfangi
Ekki er útilokað að Seðlabanki Íslands ákveði að hækka stýrivexti um 1 prósentu á næsta vaxtaákvörðunarfundi í febrúar. Verðbólgumælingin fyrir janúar var mikið frávik í sögulegu samhengi og undirliggjandi verðbólguþrýstingur er umtalsverður. Þetta segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta.