Innherji
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun
Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara.
Einkageirinn standi í erfiðri samkeppni við hið opinbera um fólk
Ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífsins segir einkageirann hafa skroppið saman á meðan hið opinbera þenjist út. Í liðinni viku birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna árið 2021. Á tímabili kórónukreppunnar er heildarniðurstaðan sú að starfandi fólki fækkaði um 4 prósent og heildarlaunagreiðslur, eða launasumman, dróst saman um 4 prósent milli áranna 2019 og 2021.
Byggir nýja ráðuneytið á hugmyndafræði Amazon og Google
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vill að nýstofnað ráðuneytið beri þess skýr merki að vera búið til árið 2022.
Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna.
Markaðurinn býr sig undir 75 punkta vaxtahækkun
Afgerandi meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Verðbólgan er komin vel yfir spár, langt er í næstu ákvörðun og trúverðugleiki Seðlabankans er sagður í húfi.
Fjárfesting Origo í Tempo á „spennandi tímamótum,“ virði hlutarins gæti verið tugir milljarðar
Hugbúnaðarfyrirtækið Tempo, sem er að stórum hluta í eigu Origo, átti líklega „einn [sinn] mest spennandi ársfjórðung“ undir lok síðasta árs en rekstur félagsins „gekk frábærlega“ á árinu 2021.
Berglind frá Landsbankanum til BBA//Fjeldco
Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði.
Dagur í lífi Sigmars: „Ekkert betra en fyrsti bolli dagsins"
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nýja starfið á þinginu gjörólíkt gamla starfinu á RÚV. Fundarharkan sé talsvert meiri. Hann segir frúnna með mikið keppnisskap og ekki sætta sig við að tapa á spilakvöldum fjölskyldunnar.
Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu
Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga.
Markaðsvirði Marels lækkað um 150 milljarða á fimm mánuðum
Markaðsvirði Marels, langsamlega stærsta fyrirtækisins í Kauphöllinni, fór undir 600 milljarða króna í fyrsta sinn í meira en eitt ár við lokun markaða í gær.
Bankið í ofninum: Sér ökumaður betur frá sér í björtu með kveikt ljós?
„Náði!“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð frá syni mínum í lok janúar. Hann hafði sumsé lokið ökuprófi.
Stefán Pálsson ætlar fram fyrir VG í borginni
Stefán Pálsson sagnfræðingur, bjórsérfræðingur og pistlahöfundur stefnir á annað sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.
Góðir hlutir sem gerast alltof hægt
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann fjallaði um möguleikann á því að Reykjavíkurborg seldi Malbikunarstöðina Höfða.
Viðbrögð við hæfniþörf – hvað þarf til?
Aukin óvissa, hraðari tæknibreytingar og flóknari samsetning efnahagslífs kalla á breyttar áherslur, ætli samfélög sér að auka samkeppnishæfni og bæta lífskjör
Á óþekktum slóðum
Seðlabankanum er augljóslega vandi á höndum. Of lítil vaxtahækkun á vaxtaákvörðunarfundi næstkomandi miðvikudag – án efa þeim mikilvægasta frá því að Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra – gæti grafið verulega undan trúverðugleika bankans í augum markaðsaðila um að honum sé alvara um að ná böndum á verðbólgunni.
Þórdís Lóa staðfestir oddvitaframboð
Þórdís Lóa býður sig fram í fyrsta sæti til að leiða lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.
Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins.
Fortuna Invest vikunnar: Veist þú hvað SPAC félög eru?
Fortuna Invest fara þessa vikuna yfir sérhæfð yfirtökufélög (e. SPAC) og dæmi í kringum þau.
Verðlaus rekstur Höfða
Fjárhagslegar forsendur Höfða hafa breyst með þeim hætti að borgarsjóður þarf mögulega að greiða með rekstrinum. Hið eina rétta í stöðunni fyrir borgarsjóð, eiganda Höfða, er að loka fyrirtækinu, selja eignir og leysa til sín það fé sem þar losnar.
Metár í pöntunum og Marel með augun á stærri yfirtökum
Hagfelldar markaðsaðstæður, sterk staða og fjárhagsstyrkur fyrirtækisins gerir Marel nú „kleift að ráðast í stærri yfirtökur til að knýja fram áframhaldandi vöxt og viðgang,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tilkynningu með ársuppgjöri félagsins sem var birt eftir lokun markaða í gær.
Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld
Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga.
Seðlabankinn beitir enn inngripum til að hægja á stöðugri hækkun krónunnar
Ekkert lát er á áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar, sem hefur hækkað um meðal annars meira en 3 prósent gagnvart evrunni frá áramótum, en Seðlabanki Íslands beitti gjaldeyrisinngripum fyrr í dag – í þriðja sinn á þessu ári – í því skyni að reyna að hægja á henni.
Eigandi Nespresso á Íslandi keypti vænan hlut í Controlant
Fjárfestingafélagið Adira ehf, sem er aðaleigandi Nespresso á Íslandi og stærsti hluthafi hugbúnaðarfyrirtækisins Wise, er einn af 60 nýjum hluthöfum tæknifyrirtækisins Controlant. Þetta kemur fram á hluthafalista Controlant sem Innherji hefur undir höndum.
Stærsti hluthafinn bætir við sig í Kviku fyrir um milljarð
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti hluthafinn í Kviku, stækkaði stöðu sína í bankanum í nýliðnum mánuði þegar hann keypti samanlagt 35 milljónir hluta að nafnvirði, sem jafngildir rúmlega 0,7 prósenta eignarhlut.
Langflestir telja taumhald peningastefnunnar of laust
Mikill meirihluti markaðsaðila á skuldabréfamarkaði telur að taumhald peningastefnu Seðlabanka Íslands sé of laust um þessar mundir, eða 76 prósent aðspurðra, samkvæmt nýrri könnun bankans. Í nóvember var hlutfallið 56 prósent.
Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant
Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum.
Íslenski markaðurinn ódýr, einkum ef Marel er tekið út fyrir sviga
Sé litið á helstu verðkennitölur íslenska hlutabréfamarkaðarins þá eru þær nokkuð lægri borið saman við helstu markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta á einkum við ef Marel, langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni hér á landi, er undanskilið í slíkum samanburði.
Sjóðir Stefnis stækka stöðu sína í VÍS, en Akta selur
Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis hafa að undanförnu aukið við stöðu sína í VÍS og fara nú með samtals nálægt sex prósenta eignarhlut sem gerir sjóðastýringarfyrirtækið að fimmta stærsta hluthafanum. Markaðsvirði þess hlutar er í dag meira en tveir milljarðar króna.
Svanhildur Hólm: Er ASÍ að hvetja til uppsagna?
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið hærri í um áratug. Ljóst er að hækkandi verðbólga mun hafa áhrif á kjör landsmanna, vaxatastig Seðlabankans – og ekki síður á gerð kjarasamninga síðar á árinu.
PLAY boðar lægsta verðið til New York, spara milljónir dala á lítt þekktum velli
Flugfélagið PLAY getur boðið lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu eftir að hafa náð hagstæðum samningum við lítinn flugvöll í nágrenni borgarinnar. Flugfélagið tryggði sér þannig mun betri kjör en keppinautar þess fá á stærri og þekktari flugvöllum í New York.