Innherji

Keldan setur nýja og uppfærða útgáfu í loftið
Upplýsinga- og fréttaveitan Keldan setti nýja og uppfærða útgáfu í loftið í dag sem miðar að því að bæta notendaupplifun og virkni í farsímum og spjaldtölvum.

Segir brigslyrði um myrkraverk við sölu bankans ódýr af hálfu þingmanna
Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar margra þingmanna í þingsal í gær um úboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka ódýrar.

Góðir hlutir gerast líka í skjóli nætur
Í fyrradag átti sér stað að því er virðist prýðilegt og vel heppnað útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þriðja stærsta hlutabréfaútboð í sögu Íslands.

Sex atriði til að selja meira með auglýsingum
Rannsóknir sýna að stór hluti af hlutverki auglýsinga er að viðhalda sölu inn í framtíðina og verjast samkeppninni. Auglýsingar eru því mikilvægar í rekstri flestra fyrirtækja þrátt fyrir að við viljum mörg kalla þær skatt á reksturinn.

EpiEndo stækkar stjórnendateymið með ráðningu Stefáns sem fjármálastjóra
Lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Stefán Pétursson, sem stýrði fjármálasviði Arion banka í ellefu ár þangað til hann lét af störfum í fyrra, sem fjármálastjóra. Eftir ráðningu Stefáns eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 19 talsins og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá því í september í fyrra.

Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs
Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt.

Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum
Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða.

Sonur Ingu Sælands hreppir sæti í stjórn Íslandspósts
Það varð meiri háttar uppstokkun á stjórn Íslandspósts fyrir helgi þegar nánast öllum stjórnarmönnum ríkisfyrirtækisins var skipt út. Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjártæknifélagsins Two Birds, situr áfram í stjórn en Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Gísli Sigurjón Brynjólfsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og Baldvin Örn Ólason koma í stað þeirra sem skipt var út.

Vandasamt verkefni í Garðabæ
Tvær risavaxnar áskoranir bíða nýs oddvita Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ ef vel á að vera á næsta kjörtímabili.

Bankarnir ekki lánað meira til fyrirtækja í þrjú ár
Verulega er farið að hægja á íbúðalánavexti bankanna um þessar mundir en ný lán þeirra með veði í fasteign námu rúmlega 9,6 milljörðum króna í febrúar og hafa þau ekki aukist minna á einum mánuði frá því í ársbyrjun 2020 áður en faraldurinn hófst. Á sama hafa ný útlán bankanna til atvinnulífsins hins vegar ekki aukist meira í nærri þrjú ár.

Eignarhaldið á Promens að færast aftur í hendur íslenskra fjárfesta
Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, eru að ganga í sameiningu frá kaupum á starfsemi Promens hér á landi af bandarísku fyrirtækjasamsteypunni Berry Global sem er eigandi plastframleiðslufyrirtækjanna Sæplasts og Tempra. Kaupverðið er talið vera samtals á annan tug milljarða króna.

Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum
Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum.

Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða
Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna.

Launaskrið ríkisforstjóra fékk blessun frá bankaráðsformanni
Það hefur gerst oftar einu sinni og oftar en tvisvar að rausnarlegar launahækkanir til handa háttsettum embættismönnum og ríkisforstjórum hleypi illu blóði í vinnumarkaðinn og kyndi þannig undir launahækkanir. Þetta er þrálátt og í senn hvimleitt vandamál fyrir atvinnulífið sem á mikið undir því að umsamdar hækkanir endurspegli hversu mikil verðmæti eru raunverulega til skiptanna.

Anna Hrefna aðstoðarframkvæmdastjóri og Páll Ásgeir forstöðumaður hjá SA
Anna Hrefna Ingimundardóttir, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tók við starfinu í dag.

Áslaug Hulda þiggur ekki sætið í Garðabæ
Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem sóttist eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ á dögunum, ætlar ekki að þiggja annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Innherja.

Kísilverið á Bakka réttum megin við núllið eftir hækkanir á verði kísilmálms
Kísilverið á Bakka skilaði jákvæðri rekstarafkomu í fyrra eftir „uppörvandi frammistöðu“ á síðasta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsskýrslu þýska félagsins PCC, sem er aðaleigandi kísilversins.

„Djúpstæð óánægja“ meðal lífeyrissjóða, innlend eignasöfn gætu orðið ósjalfbær
Ef það verða of miklar hömlur á fjárfestingar lífeyrissjóða í erlendum gjaldmiðlum þá er hætta á því að stórir sjóðir „neyðast til að fjárfesta í innlendum eignum umfram það sem þeir telja æskilegt“ út frá hagsmunum sinna sjóðfélaga. Við það skapast „talsverð hætta á ruðningsáhrifum og bólumyndun á innlendum eignamarkaði sem getur leitt til þess að innlend eignasöfn lífeyrissjóða verði að einhverju leyti ósjálfbær til framtíðar.“

Nýsköpunarfyrirtækið Curio metið á fjóra milljarða við kaup Marels í fyrra
Marel greiddi 408 milljónir króna þegar félagið bætti við sig um 10,7 prósenta hlut í íslenska hátæknifyrirtækinu Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, í byrjun síðasta árs en eftir þau kaup fór Marel með helmingshlut. Miðað kaupverðið á þeim hlut var Curio því verðmetið á samtals rúmlega 3,8 milljarða króna í viðskiptunum.

Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum
Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita.

Marel borgaði yfir fimm milljarða fyrir hátæknifyrirtækið Völku
Áætlað kaupverð Marels á íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað, er samtals vel á sjötta milljarð króna. Tilkynnt var um kaup Marels á fyrirtækinu um mitt síðasta ár en þau kláruðust undir lok nóvembermánaðar eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gefið samþykki sitt fyrir samruna félaganna.

Aukið svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis „mjög jákvætt skref“
Seðlabanki Íslands telur að áform fjármála- og efnahagsráðherra um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlendum eignum í áföngum allt fram til ársins 2038 séu „mjög jákvætt skref“. Það sé ljóst að þegar ferðaþjónustan tekur við sér af fullum krafti þá „munum við þurfa á lífeyrissjóðunum að halda við að kaupa þann gjaldeyri“ sem mun streyma til landsins.

Dagur í lífi Nönnu: Mikill aðdáandi to-do lista
Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýráðin framkvæmdastjóri Húsheildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Henni finnst best að byrja daginn á að svitna og fátt notalegra en að elda kvöldmat heima á kvöldin. Hádeginu ver hún helst með vinum og leggur á ráðin.

Þörf fyrir skrifstofur hefur ekki minnkað eftir faraldurinn, segir forstjóri Regins
Kórónuveirufaraldurinn hafði ekki marktæk áhrif á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði eða að minnsta kosti ekki eftir húsnæði sem uppfyllir auknar kröfur fyrirtækja og starfsfólks um gæði. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins.

Almennir fjárfestar orðnir „ansi sjóaðir“
Örvar Snær Óskarsson, sjóðstjóri Eldgjár, blandaðs sjóðs á vegum Kviku eignastýringar, býst ekki við því að hræringar síðustu vikna á hlutabréfamarkaði muni fæla almenna fjárfesta frá markaðinum. Hann gerir ráð fyrir að áform um nýskráningar á þessu ári muni ganga eftir en þær hafa verið einn stærsti drifkrafturinn að baki aukinni þátttöku almennra fjárfesta.

Bankið í ofninum: Leigubíla saknað á djamminu
Það heyrast hrakfallasögur úr miðborginni hverja helgi. Vandamálið er ekki að það þurfi að draga fólk af djamminu, heldur lendir það í því að verða innlyksa á djamminu og komast hvergi.

Hispurslaus kveðja Baldvins
Nýjan tón mátti merkja í hispurslausu ávarpi Baldvins Þorsteinssonar, fráfarandi stjórnarformanns Eimskips, í ársskýrslu Eimskips sem kynnt var fyrir aðalfund félagsins í gær.

Stórtækra aðgerða þörf af hálfu spítalans til að mæta kostnaðarhækkunum
Ef ekki er gripið til stórtækra aðgerða af hálfu Landspítala og heilbrigðiskerfisins í víðara samhengi er því spáð að vinnuaflsþörf muni aukast um um það bil 36 prósent og kostnaður um um það bil 90 prósent í náinni framtíð.

VÍS vill breikka tekjustoðir félagsins og „horfir til tækifæra á markaði“
VÍS hefur að „undanförnu haft til skoðunar möguleika til útvíkkunar á ýmiskonar fjármálatengdri starfsemi sem fellur vel“ að tryggingafélaginu.

Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda
Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið.