Handbolti

„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.

Handbolti

„Elvar er einn mesti stríðs­maður sem við eigum“

Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum.

Handbolti

Ein sú besta ó­létt

Norska handknattleikskonan Nora Mørk er ólétt. Hún hefur undanfarin ár verið ein albesta handknattleikskona heims. Faðirinn er sænski handknattleiksmaðurinn Jerry Tollbring en hann spilar með Füchse Berlín í Þýskalandi.

Handbolti

„Vel liðið eftir minni eigin sann­færingu og fylgi því“

Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undan­keppni Evrópu­mótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undir­búningi fyrir næsta stór­mót. Sjálft heims­meistara­mótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikil­vægir og segir Snorri Steinn Guð­jóns­son, lands­liðs­þjálfari hug sinn vafa­laust á öðrum stað en hugur leik­manna á þessum tíma­punkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima.

Handbolti