Handbolti

Fyrsta tap Leipzig á árinu

Leipzig beið lægri hlut fyrir Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Arnór Þór Gunnarsson og samherjar hans í Bergischer unnu stórsigur á Hamm-Westfalen.

Handbolti

Kristján hættir hjá Guif

Kristján Andrésson hættir sem íþróttastjóri Eskilstuna Guif í vor. Hann er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands.

Handbolti

Allt jafnt fyrir síðari leikinn

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes gerðu jafntefli við pólska liðið Wisla Plock þegar liðin mættust í Póllandi í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Handbolti

Elín Jóna spilaði í stóru tapi

Elín Jóna Þorsteindóttir og samherjar hennar í Ringköbing máttu þola ellefu marka tap þegar liðið tók á móti Ikast í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Handbolti

Vann bikar og Eddu sömu helgina

Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.

Handbolti

Nexe með for­ystu eftir fyrri leikinn í upp­gjöri mögu­legra mót­herja Vals

Króatíska liðið RK Nexe vann nokkuð öruggan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti úkraínska liðið HC Motor Zaporizhzhia í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 23-27. Nexe er því með góða forystu fyrir heimaleikinn, en liðið sem vinnur þetta einvígi mætir annað hvort Val eða Göppingen í átta liða úrslitum.

Handbolti

Mun þyngri, stærri og sterkari leikmenn

Valsmenn ætla sér stór hluti gegn þýska úrvalsdeildarliðinu Göppinghen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í Evrópudeildinni. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast síðan aftur eftir viku ytra og með hagstæðum úrslitum á heimavelli er allt hægt.

Handbolti

„Þarna var þetta svo inni­legt“

Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014.

Handbolti