Innlent

Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu

Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim.

Innlent

Hafi fullan stuðning til að auka út­gjöld til varnar­mála

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí.

Innlent

Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það

Landsréttur hefur staðfest sýknu manns sem ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta.

Innlent

SFS hafi skrópað á fund ráðu­neytisins

Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 

Innlent

Lang­flestir telja af­sögn Ást­hildar rétta á­kvörðun

Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.

Innlent

Það sem við vitum og vitum ekki um mann­drápið hrotta­lega

Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann.

Innlent

Vaka jók við meiri­hlutann í stúdenta­ráði

Vaka - félag lýðræðissinaðra stúdenta jók við meirihluta sinn í stúdentaráðskosningum við Háskóla Íslands og hlaut tíu sæti í ráðinu en Röskva, samtök félagshyggjufólk við Háskóla Íslands sjö sæti.

Innlent

Enn skjálfta­hrina við Trölla­dyngju

Enn er í gangi skjálftahrina við Trölladyngju. Snarpur skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu nú rétt fyrir klukkan 23 og mældist um 3,9. Upptök skjálftans voru á milli Sveifluháls og Trölladyngju. 

Innlent

Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og á­reita börn

Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi.

Innlent

Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara ó­vissu

Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði.

Innlent

Sól­rún fundin á Spáni

Búið er að finna Sólrúnu Petru Halldórsdóttur sem hafði verið týnd í um þrjá sólarhringa á Spáni heila á húfi. Það staðfestir faðir hennar, Halldór Ágústsson, í samtali við Vísi.

Innlent

Við­búnaður í Vestur­bæ vegna leitar

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í kvöld, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar til að leita að einstaklingi meðfram suðurströnd Vesturbæjar. Grunur leikur á að einstaklingurinn hafi farið í sjóinn.

Innlent

Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair

Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing.

Innlent

Stoppaður af veg­faranda sem spurði: „Hvað er þetta?“

Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara.

Innlent

Sorg­mæddur og hissa vegna á­sakana um njósnir

Sendiherra Kína á Íslandi segist harma fullyrðingar yfirmanns öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja hér á landi. Hann hafnar þeim með öllum og segist vona að löndin haldi áfram giftusamlegu samstarfi.

Innlent

Tuttugu og átta sóttu um stöðu dag­skrár­stjóra

Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

Innlent

Hrina gikkskjálfta við Trölla­dyngju

Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt um klukkan 18. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann um 3,6 og eru upptök hans við Trölladyngju þar sem nú á sér stað gikkskjálftahrina. 

Innlent

Tollar Trumps, njósnir og Ung­frú Ís­land

Bandaríkjaforseti hyggst leggja tíu prósenta innflutningstolla á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri.

Innlent

Þyngdu refsingu karl­manns fyrir vændiskaup af barni

Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári.

Innlent

Leggur 380 milljónir í nýtt fé­lag um sam­göngur

Reykjavíkurborg tekur þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og leggur til stofnfé að fjárhæð tæpar 380 milljónir króna. Heildarstofnfé félagsins verður einn milljarður króna. Borgarráð samþykkti þetta í morgun og vísaði til staðfestingar borgarstjórnar.

Innlent