Innlent

Gjald­töku á bíla­stæðum há­skólans frestað

Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni.

Innlent

Hættir sem borgar­full­trúi sósíal­ista

Trausti Breiðfjörð Magnússon er hættur sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Hann hefur átt við veikindi að stríða síðasta árið og segist ætla að setja heilsuna í forgang. Andrea Helgadóttir tekur sæti Trausta í borgarstjórn.

Innlent

Eitt versta sumar aldarinnar

Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu.

Innlent

Gekk yfir ný­storknað hraun á leið frá gígnum

Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður.

Innlent

„Við vorum eigin­lega bara í þrætum við for­mann nefndarinnar“

Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda vísa ummælum fjármálaráðherra um að fullnægjandi samráð hafi verið haft við alla hagaðila á leigumarkaði, við gerð frumvarps um húsaleigulög, alfarið á bug. Formaður Samtaka leigjenda segist hafa fengið boð á einn hálftímalangan fund sem fór allur í þrætur við formann nefndarinnar.

Innlent

Svan­hildur boðin vel­komin

Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins.

Innlent

Minnast Violetu í kvöld

Boðað hefur verið til minningarathafnar á Vopnafirði í kvöld til að minnast þess að ár er liðið síðan moldívska knattspyrnukonan Violeta Mitul lést af slysförum.

Innlent

Málm­­leitar­­tæki á öllum fram­halds­skóla­böllum

Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu.

Innlent

Skóla­börn óttuðust mann sem sofnaði á bekk í al­mennings­garði

Lögreglan á Vestfjörðum kom manni í andlegu ójafnvægi undir læknishendur í gær eftir að tilkynnt var um veru hans í almenningsgarði á Ísafirði. Hann hafði legið sofandi á bekk í garðinum yfir nóttina og þegar kennsla hófst í grunnskóla bæjarins hafði maðurinn vaknað og nemendur orðið hræddir við hann.

Innlent

Inn­flytj­endur eins­leitur og vannýttur hópur á Ís­landi

Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna.

Innlent

Svalasta sumarið í þrjá­tíu ár

Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár.

Innlent

„Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuð­borginni“

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. 

Innlent

Segir Þórarin Inga hafa niður­lægt þing­ræðið

Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla.

Innlent

Gekk upp að eld­gígnum og veifaði dróna

Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka.

Innlent

Al­var­legt þegar harð­kjarninn í­hugar að kjósa ekki flokkinn

Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alvarlega stöðu komna upp í flokknum þegar harðkjarna Sjálfstæðismenn hugsi um að kjósa hann ekki í næstu kosningum. Páll var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi möguleikann á DD framboði í næstu Alþingiskosningum.

Innlent

Út­reikningur FÍB standist enga skoðun

Færsla á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda þar sem flutningsgeta strætisvagns er borin saman við flutningsgetu einkabíla hefur vakið mikil viðbrögð. Reiknifræðingur segir útreikningana ekki standast skoðun sama hvernig á þá er litið.

Innlent

Vistunardagar barna í gæslu­varð­haldi 520 á árinu

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 

Innlent