Innlent Snjókomumet og umferðaröngþveiti Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir verstu mögulegu spá vera að rætast en appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á suðvesturhluta landsins seinna í dag. Snjókomumet á höfuðborgarsvæðinu fyrir október er nú þegar hríðfallið en meira en þúsund farþegar hafa setið klukkutímum saman fastir í flugvél á flugbrautinni í Keflavík. Við fjöllum ítarlega um veðrið í hádegisfréttum Bylgjunnar og heyrum í fólki sem sat fast í umferðinni í morgun. Innlent 28.10.2025 11:50 Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Norðurlöndin hafa verið leiðarljós lýðræðis og mannréttinda í heiminum en sameiginlegum gildum þeirra er nú ógnað, að mati Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra. Viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarsamstarf eru sagðar ganga vel. Innlent 28.10.2025 11:39 Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. Innlent 28.10.2025 11:11 Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. Innlent 28.10.2025 10:32 Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Bítið á Bylgjunni opnaði fyrir símann á tíunda tímanum í morgun. Dæmi voru um fólk sem hafði beðið í röð í á þriðju klukkustund í snjónum. Innlent 28.10.2025 10:24 Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. Innlent 28.10.2025 10:16 Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28.10.2025 08:59 Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt. Innlent 28.10.2025 07:21 Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Atvinnuvegaráðherra vill veita Samkeppniseftirlitinu heimild til að ráðast í húsleit á heimilum stjórnenda og lykilstarfsmanna. Hún hyggst fara í breytingar á lögum um Samkeppniseftirlitið. Innlent 28.10.2025 06:51 Snjókoman rétt að byrja Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir. Innlent 28.10.2025 06:48 Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. Innlent 28.10.2025 06:46 Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur. Innlent 27.10.2025 23:31 Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. Innlent 27.10.2025 22:46 Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. Innlent 27.10.2025 22:02 Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. Innlent 27.10.2025 21:59 Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Ríkislögreglustjóri hefur greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. Innlent 27.10.2025 20:26 „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. Innlent 27.10.2025 19:00 Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur fylgt í fótspor Landsbankans og takmarkað lánaframboð. Lánastofnanir hafa haldið að sér höndum vegna nýlegs dóms Hæstaréttar. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands fara yfir stöðuna í myndveri. Innlent 27.10.2025 18:13 Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. Innlent 27.10.2025 18:03 Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kristmund Stefán Einarsson í embætti lögreglustjóra á Austurlandi. Skipun Kristmundar tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Innlent 27.10.2025 17:22 „Vonandi klárast þetta á morgun“ Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun. Innlent 27.10.2025 17:00 Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Karlmaður á sextugsaldri sem lést nærri Apavatni á föstudag var á rjúpnaveiðum við annan mann þegar hann varð fyrir voðaskoti. Enn er unnið að því að safna gögnum af vettvangi á meðan veður leyfir. Innlent 27.10.2025 14:53 Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL. Innlent 27.10.2025 14:37 Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27.10.2025 14:24 Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún. Innlent 27.10.2025 14:01 Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Ófremdarástand er sagt hafa ríkt hjá Ríkisendurskoðun um nokkurt skeið, eða frá því fljótlega eftir að Guðmundur Björgvin Helgason var kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál, sem varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Guðmundur Björgvin þvertekur fyrir það og segir starfsandann góðan hjá embættinu. Innlent 27.10.2025 13:01 Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27.10.2025 12:53 Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er hættur að veita fasteignalán á breytilegum vöxtum. Framkvæmdastjóri sjóðsins telur hættu á að vextir muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 27.10.2025 11:46 Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf. Innlent 27.10.2025 11:46 Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni. Innlent 27.10.2025 10:55 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 334 ›
Snjókomumet og umferðaröngþveiti Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir verstu mögulegu spá vera að rætast en appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á suðvesturhluta landsins seinna í dag. Snjókomumet á höfuðborgarsvæðinu fyrir október er nú þegar hríðfallið en meira en þúsund farþegar hafa setið klukkutímum saman fastir í flugvél á flugbrautinni í Keflavík. Við fjöllum ítarlega um veðrið í hádegisfréttum Bylgjunnar og heyrum í fólki sem sat fast í umferðinni í morgun. Innlent 28.10.2025 11:50
Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Norðurlöndin hafa verið leiðarljós lýðræðis og mannréttinda í heiminum en sameiginlegum gildum þeirra er nú ógnað, að mati Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra. Viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarsamstarf eru sagðar ganga vel. Innlent 28.10.2025 11:39
Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. Innlent 28.10.2025 11:11
Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. Innlent 28.10.2025 10:32
Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Bítið á Bylgjunni opnaði fyrir símann á tíunda tímanum í morgun. Dæmi voru um fólk sem hafði beðið í röð í á þriðju klukkustund í snjónum. Innlent 28.10.2025 10:24
Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. Innlent 28.10.2025 10:16
Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28.10.2025 08:59
Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt. Innlent 28.10.2025 07:21
Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Atvinnuvegaráðherra vill veita Samkeppniseftirlitinu heimild til að ráðast í húsleit á heimilum stjórnenda og lykilstarfsmanna. Hún hyggst fara í breytingar á lögum um Samkeppniseftirlitið. Innlent 28.10.2025 06:51
Snjókoman rétt að byrja Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir. Innlent 28.10.2025 06:48
Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast sækjast eftir að verða formaður flokksins á aukaaðalfundi á fimmtudag. Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur einnig lýst yfir framboði. Innlent 28.10.2025 06:46
Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Lektor í næringarfræði kallar eftir því að reglur um gæði og næringargildi í tilbúnum ungbarnamat verði hertar. Hún bendir á að næring og fjölbreytni í barnamat sé ábótavant hér á landi og tekur fram að skvísur geti virkað sem hálfgerður þroskaþjófur. Innlent 27.10.2025 23:31
Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. Innlent 27.10.2025 22:46
Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar. Innlent 27.10.2025 22:02
Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. Innlent 27.10.2025 21:59
Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Ríkislögreglustjóri hefur greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. Innlent 27.10.2025 20:26
„Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. Innlent 27.10.2025 19:00
Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur fylgt í fótspor Landsbankans og takmarkað lánaframboð. Lánastofnanir hafa haldið að sér höndum vegna nýlegs dóms Hæstaréttar. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands fara yfir stöðuna í myndveri. Innlent 27.10.2025 18:13
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. Innlent 27.10.2025 18:03
Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kristmund Stefán Einarsson í embætti lögreglustjóra á Austurlandi. Skipun Kristmundar tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Innlent 27.10.2025 17:22
„Vonandi klárast þetta á morgun“ Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun. Innlent 27.10.2025 17:00
Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Karlmaður á sextugsaldri sem lést nærri Apavatni á föstudag var á rjúpnaveiðum við annan mann þegar hann varð fyrir voðaskoti. Enn er unnið að því að safna gögnum af vettvangi á meðan veður leyfir. Innlent 27.10.2025 14:53
Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL. Innlent 27.10.2025 14:37
Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27.10.2025 14:24
Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún. Innlent 27.10.2025 14:01
Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Ófremdarástand er sagt hafa ríkt hjá Ríkisendurskoðun um nokkurt skeið, eða frá því fljótlega eftir að Guðmundur Björgvin Helgason var kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál, sem varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Guðmundur Björgvin þvertekur fyrir það og segir starfsandann góðan hjá embættinu. Innlent 27.10.2025 13:01
Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27.10.2025 12:53
Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er hættur að veita fasteignalán á breytilegum vöxtum. Framkvæmdastjóri sjóðsins telur hættu á að vextir muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 27.10.2025 11:46
Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna kláfs upp á Eyrarfjall ofan bæjarins fari í opinbera kynningu. Tillaga að nýju skipulagi var unnin af verkfræðistofunni Eflu fyrir Eyrarkláf ehf. Innlent 27.10.2025 11:46
Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni. Innlent 27.10.2025 10:55