Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu Innlent 7.11.2025 21:00
Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fyrsti föstudagur nóvember er í dag, en í hugum sumra markar það mikil tímamót og jafnvel snemmbúið upphaf aðventunnar, þar sem jólabjórinn tekur að flæða í kvöld. Dagskráin hefur staðið yfir frá í hádeginu en hún nær hápunkti sínum þegar eina mínútu vantar í níu. Innlent 7.11.2025 20:33
Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Greipur Hjaltason hefur gert garðinn frægan í uppistandi og ekki síst með gríðarlega vinsælum grínmyndböndum á samfélagsmiðlum. Myndböndin raka inn milljónum áhorfa en vegna reglna miðla eins og TikTok fá Íslendingar ekki greitt krónu. Innlent 7.11.2025 20:05
Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Eðlilegt þykir í ljósi kostnaðar af gerð varnargarða á Reykjanesi að skoða hvort rétt sé að þeir sem eigi hagsmuna að gæta á svæðinu beri hluta af kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerðanna. Fjármálaráðherra hefur af þeim sökum farið þess á leit að dómkvaddir verði matsmenn til að meta kostnað ríkissjóðs af aðgerðunum á Reykjanesskaga. Innlent 7.11.2025 14:39
Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Ný heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Flúðum í Hrunamannaheppni, Heilsugæsla Uppsveita, opnaði í vikunni. Fjölmennt var á opnunarhátíð en nýja stöðin leysir af hólmi gömlu heilsugæslustöðina í Laugarási. Innlent 7.11.2025 14:21
Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Innlent 7.11.2025 14:03
Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar IHS, sem gekk þar til nýlega undir heitinu Innheimtustofnun sveitarfélaga, hefur verið dæmd til að greiða konu rúmlega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna kynbundinnar mismununar í formi lægri laun en karlkyns samstarfsmenn hennar nutu. Yfir tæplega þriggja ára tímabil á árunum 2019 til 2022 fékk hún fimmtán milljónum króna minna greitt en karlmaður í sömu stöðu lögfræðings hjá stofnuninni.Svo virðist sem kynbundinn launamunur hafi verið lenskan hjá stofnuninni enda var hún dæmd til að greiða annarri konu 19 milljónir af sömu sökum árið 2023. Innlent 7.11.2025 14:02
„Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ Reykjavíkurborg og Vegagerðin vinna nú að því að rótargreina það ástand sem kom til í þarsíðustu viku þegar um 40 sentímetrum af snjó kyngdi niður á rúmum sólarhring á suðvesturhorni landsins. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu hjá Vegagerðinni, er ekki viss um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi en segir Vegagerðina alltaf vilja gera betur. Innlent 7.11.2025 13:41
„Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Kennari við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands segist ekki skilja á hvaða vegferð dómsmálaráðherra sé með breytingar hennar á fyrirkomulagi námsleyfum. Hún setji alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera það tortryggilegt. Betur færi á því að taka því fagnandi að fólk utan úr heimi vilji læra íslensku. Innlent 7.11.2025 13:29
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7.11.2025 12:02
Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna hjá Norðuráli en nú liggur fyrir að það muni taka allt að einu ári að koma starfseminni í samt lag á ný. Innlent 7.11.2025 11:42
Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 7.11.2025 11:32
„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Innlent 7.11.2025 11:02
Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Heimsþing kvenleiðtoga fer fram í Hörpu í áttunda sinn í næstu viku. Þótt þátttakendur verði langflestir konur hvaðanæva að úr heiminum, þá verður sérstök áhersla á þátttöku á karla og drengja í ár. Það er mikilvægt að þeirra rödd og hagsmunir gleymist ekki í jafnréttisbaráttunni að sögn stjórnarformanns ráðstefnunnar. Bakslag í jafnréttismálum sé áhyggjuefni á heimsvísu, þótt staðan sé mun betri hér á landi en annars staðar. Innlent 7.11.2025 08:59
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38
„Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Gullöld íslenskrar tungu er runnin upp að mati kennara við Háskóla Íslands sem vísar til þess að á áttunda hundrað læra nú íslensku sem annað mál við skólann. Margrét Helga fréttamaður hitti þrjá nemendur á öðru ári sem tala reiprennandi íslensku, elska orðin jökulhlaup og landkynning og tárast yfir textum Unu Torfa. Innlent 7.11.2025 07:00
Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Fasteignasalar telja virkni fasteignamarkaðsins litla miðað við árstíma. Fáir mæta í opin hús og er það talið algengt að verð sé lækkað í söluferli. Þá eru vísbendingar um að fyrstu kaupendum sé að fækka. Innlent 6.11.2025 21:09
„Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. Innlent 6.11.2025 21:03
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6.11.2025 19:05
Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Eftirlitsstofnun leggur til verulegar umbætur á heimilinu eftir íkveikju vistmanns. Innlent 6.11.2025 19:03
Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Trans Ísland, hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún tekur við sem sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks. Innlent 6.11.2025 18:13
Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. Innlent 6.11.2025 18:01
Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. Innlent 6.11.2025 17:55
Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma. Fjárfesting ríkisins vegna þessa nemur 2,2 milljörðum króna. Innlent 6.11.2025 17:04