Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sex hópnauðganir á borð lög­reglu á árinu

Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir þetta aukningu frá fyrri árum. 

Innlent
Fréttamynd

Stein­dór Ander­sen er látinn

Steindór Andersen einn þekktasti kvæðamaður samtímans er látinn sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að endurvekja og kynna rímnahefðina fyrir nýjum áheyrendum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur fengi tæpan þriðjung

Ef kosið yrði í Reykjavík á morgun fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæpan þriðjung atkvæða, ef marka má nýja skoðanakönnun. Samfylking fengi fjórðung en enginn annar flokkur næði meira en tíu prósentum atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Fjöru­tíu mínútna röð í einn og hálfan klukku­tíma í morgun

Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn.

Innlent
Fréttamynd

Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brott­farar­sal

Örtröð ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ein stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. Röðin í öryggisleitina náði langt inn í brottfararsalinn á jarðhæð flugstöðvarinnar um klukkan 09:30 í morgun. Isavia biðlar til fólks að mæta snemma á völlinn.

Innlent
Fréttamynd

„Besta leiðin upp úr fá­tækt er að hjálpa fólki að eignast“

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð.

Innlent
Fréttamynd

Eyjar og sker til­heyra næstu jörð

Óbyggðanefnd telur að eyjar og sker sem liggja fyrir landi jarðar séu hluti þeirrar jarðar sem næst liggur, nema þau hafi sérstaklega verið skilin frá jörðinni. Ríkið hefur gert kröfu í stóran hluta eyja og skerja í kringum landið og það er undir hverjum þeim sem telur sig eiga eyju eða sker að halda uppi vörnum gegn ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvítri Toyotu stolið í Mos­fells­bæ

Hvítri Toyotu var stolið í Mosfellsbæ í gær eða nótt. Bílnúmerið á bílnum er IXM95 og tegund bílsins Toyota Proace 2024. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að einn hafi verið í gær eða nótt vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur. 

Innlent
Fréttamynd

Þurfti á­falla­hjálp þegar flugi til Ís­lands var hætt

Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska.

Innlent
Fréttamynd

Leikhúsþýðingar Vig­dísar gefnar út

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Af því tilefni var gefin út bókin Frönsk framúrstefna; Sartre, Genet, Tardieu en í bókinni má finna þýðingar Vigdísar á þremur leikritum. 

Innlent