Innlent

Fréttamynd

Breytt hlut­verk hjá Flokki fólksins: „Það eru tíma­mót hjá ríkis­stjórninni okkar“

Sigurjón Þórðarson verður formaður fjárlaganefndar og Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður nýr þingflokksformaður Flokks fólksins eftir breytingar sem gerðar verða á ráðherraliði flokksins. Á móti tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir við formennsku í atvinnuveganefnd af Sigurjóni. Stefnt er að því að Ragnar Þór Ingólfsson taki embætti félags- og húsnæðismálaráðherra á ríkisráðsfundi um helgina og þá tekur Inga Sæland alfarið yfir embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir brotthvarf Guðmundar Inga Kristinssonar úr ráðherrastóli.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sósa­lista­flokkurinn ekki með í Vori til vinstri

Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng.

Innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri

Hringvegurinn á milli Kálfafells og Jökulsárlóns er enn lokaður eftir hríðarveðrið sem þar gekk yfir í gær og í nótt. Það á að lægja með morgninum og á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar segir að unnið sé að því að opna veginn.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór verður ráð­herra

Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi segir af sér

Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð

Hátt í þrjátíu manns hafa verið ferjaðir með bílum björgunarsveita á Suður- og Suðausturlandi á fjöldahjálparstöð í Hofgarði í dag. Um fjörutíu ökutæki sitja föst við Kotá.

Innlent
Fréttamynd

Mis­tök ollu því að sumir fengu ekki boð

Nýtt boðskerfi sem embætti forseta Íslands tók til notkunar í ár olli því að að fólk sem átti að fá boð í nýársboð forseta fékk það ekki. Meðal þeirra eru Katrín Jakobsdóttir og Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Forsetaritara þykir ákaflega miður að svo hafi farið og biður hlutaðeigandi afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Þessi sóttu um hjá Höllu

Alls sóttu 103 um starf sérfræðings hjá embætti forseta Íslands og 52 umsækjendur sóttu um starf fjármála- og rekstrarstjóra embættisins. Meðal umsækjenda um stöðu sérfræðings er Jón Karl Helgason prófessor í bókmenntafræði sem starfað hefur hjá forsetanum sem sérfræðingur síðan í september.

Innlent
Fréttamynd

Ungt barn með mis­linga á Land­spítalanum

Ungt barn á Landspítalanum greindist með mislinga en barnið kom heim erlendis frá síðastliðinn mánudag. Barnið var á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins daginn eftir og verður haft samband við alla sem hugsanlega voru útsettir fyrir smiti á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki komið til héraðssaksóknara

Mál franskrar konu sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í miðborg Reykjavíkur í júní á síðasta ári er ekki enn komið á borð héraðssaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Sex á slysa­deild og bílarnir óökufærir

Sex voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Garðahraunsvegar og Álftanesvegar í Garðabæ rétt eftir klukkan fjögur síðdegis í gær. Um töluverðan árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Meðal­aldur hjúkrunar­fræðinga, sjúkra­liða og ljós­mæðra heldur á­fram að hækka

Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum. Um 14 prósent hjúkrunarfræðinga undir sjötugu starfa ekki í greininni og um 40 prósent sjúkraliða. Meðalaldur lækna hefur haldist svipaður, en þar er þó mikill munur eftir kynjum. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis um mannafla í heilbrigðisþjónustu. 

Innlent
Fréttamynd

„Málið er að á­standið fer versnandi“

Formaður félags leigubílstjóra segir að staðan á leigubílamarkaði fari versnandi. Hann segir engan vita hve margir leigubílar séu í raun og veru í akstri og segir ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum leigubílstjóra á meðan frumvarp um stöðvaskyldu sitji í nefnd. Leigubílstjórar sæti miklum atvinnumissi í núverandi efnahagsástandi.

Innlent
Fréttamynd

Ekið inn í verslun og á ljósa­staur

Engan sakaði þegar ökumaður ók inn í verslun í gærkvöldi eða nótt, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni næturinnar. Um óhapp var að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Þvag, saur og upp­köst í klefum

Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið.

Innlent