Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Viðja bar sex lömbum takk fyrir

Ærin Viðja á bænum Haugum í Skriðdal á Fljótsdalshéraði gerði sér lítið fyrir og bar sex lömbum, sem er mjög, mjög fátítt eða jafn vel einsdæmi.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“

Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáísk­ur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana.

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn greip í saxófóninn

Alls útskrifuðust 175 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu um helgina. Kristinn Rúnar Þórarinsson, dúx skólans af stúdentsbraut, lauk einnig námi af húsamiðabraut auk þess að spila á saxófón við útskriftina.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra ára mar­tröð Kar­lottu lauk með sýknudómi

Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu.

Innlent
Fréttamynd

Dró vélar­vana fiski­bát að landi nærri Grinda­vík

Oddur V Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, var sent út í morgun eftir að Landhelgisgæslunni barst aðstoðarbeiðni frá litlum fiskibát sem naut ekki lengur vélarafls suðaustur af Grindavík. Þetta var annan daginn í röð sem áhöfn Odds V er kölluð út en allt árið í fyrra var aðeins eitt útkall á björgunarskip í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Norður­slóðir í breyttum heimi

Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa að opnum fundi um öryggismál á norðurslóðum milli klukkan 15 og 17 í dag. „Norðurslóðir í breyttum heimi“ er yfirskrift málstofunnar en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli náms­menn frá Banda­ríkjunum

Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið

Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Stað­festa byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit

Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017.

Innlent
Fréttamynd

„Vest­firska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð

Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur miklar áhyggjur af því að hærri veiðigjöld muni hafa slæm áhrif á efnahag Vestfjarða. Það hafi verið mikill uppgangur, nýsköpun og fólksfjölgun en líklegt sé að sjávarútvegsfyrirtækin minnki fjárfestingar sínar hækki veiðigjöldin eins mikið og stjórnvöld fari fram á.

Innlent
Fréttamynd

Sparnaðurinn bitni á fjöl­skyldum

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur.

Innlent