Innlent

Fréttamynd

Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur em­bættum

Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða

Fyrsti föstudagur nóvember er í dag, en í hugum sumra markar það mikil tímamót og jafnvel snemmbúið upphaf aðventunnar, þar sem jólabjórinn tekur að flæða í kvöld. Dagskráin hefur staðið yfir frá í hádeginu en hún nær hápunkti sínum þegar eina mínútu vantar í níu.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekkert greitt því að hann er Ís­lendingur

Greipur Hjaltason hefur gert garðinn frægan í uppistandi og ekki síst með gríðarlega vinsælum grínmyndböndum á samfélagsmiðlum. Myndböndin raka inn milljónum áhorfa en vegna reglna miðla eins og TikTok fá Íslendingar ekki greitt krónu.

Innlent
Fréttamynd

Meti kostnað og á­byrgð annarra á að greiða varnar­garða

Eðlilegt þykir í ljósi kostnaðar af gerð varnargarða á Reykjanesi að skoða hvort rétt sé að þeir sem eigi hagsmuna að gæta á svæðinu beri hluta af kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerðanna. Fjármálaráðherra hefur af þeim sökum farið þess á leit að dómkvaddir verði matsmenn til að meta kostnað ríkissjóðs af aðgerðunum á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Ný heilsu­gæslu­stöð tekin í notkun á Flúðum

Ný heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Flúðum í Hrunamannaheppni, Heilsugæsla Uppsveita, opnaði í vikunni. Fjölmennt var á opnunarhátíð en nýja stöðin leysir af hólmi gömlu heilsugæslustöðina í Laugarási.

Innlent
Fréttamynd

Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar

IHS, sem gekk þar til nýlega undir heitinu Innheimtustofnun sveitarfélaga, hefur verið dæmd til að greiða konu rúmlega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna kynbundinnar mismununar í formi lægri laun en karlkyns samstarfsmenn hennar nutu. Yfir tæplega þriggja ára tímabil á árunum 2019 til 2022 fékk hún fimmtán milljónum króna minna greitt en karlmaður í sömu stöðu lögfræðings hjá stofnuninni.Svo virðist sem kynbundinn launamunur hafi verið lenskan hjá stofnuninni enda var hún dæmd til að greiða annarri konu 19 milljónir af sömu sökum árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er flókið verk­efni og ekki hægt að ráða við allar að­stæður“

Reykjavíkurborg og Vegagerðin vinna nú að því að rótargreina það ástand sem kom til í þarsíðustu viku þegar um 40 sentímetrum af snjó kyngdi niður á rúmum sólarhring á suðvesturhorni landsins. Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustu hjá Vegagerðinni, er ekki viss um hvort eitthvað hefði verið hægt að gera öðruvísi en segir Vegagerðina alltaf vilja gera betur.

Innlent
Fréttamynd

Stað­gengill ríkis­lög­reglu­stjóra til starfa í laga­deild HR

María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Jafn­réttis­bar­áttan gangi líka út á að gefa körlum tæki­færi

Heimsþing kvenleiðtoga fer fram í Hörpu í áttunda sinn í næstu viku. Þótt þátttakendur verði langflestir konur hvaðanæva að úr heiminum, þá verður sérstök áhersla á þátttöku á karla og drengja í ár. Það er mikilvægt að þeirra rödd og hagsmunir gleymist ekki í jafnréttisbaráttunni að sögn stjórnarformanns ráðstefnunnar. Bakslag í jafnréttismálum sé áhyggjuefni á heimsvísu, þótt staðan sé mun betri hér á landi en annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur gert ráð fyrir að fanga­verðir starfi í brottfararstöð

Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnisverð hegðun

Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lausn á með­ferðar­heimili og fleiri fölsuð lyf

Fyrrverandi starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyar fyrir börn með fjölþættan vanda lýsa reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Fíkniefni séu látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit sé til málamynda. 

Innlent
Fréttamynd

Setja milljarða í raf­orku­mál á Norð­austur­landi

Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma. Fjárfesting ríkisins vegna þessa nemur 2,2 milljörðum króna.

Innlent