Erlent Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. Erlent 5.8.2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. Erlent 5.8.2024 09:19 Starmer heldur neyðarfund vegna óeirðanna Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar með Cobra nefndinni í dag vegna óeirðanna sem hafa verið í Bretlandi síðustu daga. Á annað hundrað hafa verið handteknir vegna og fjöldi lögreglumanna slasast í mótmælunum, sem beinast gegn hælisleitendum. Erlent 5.8.2024 08:46 Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. Erlent 4.8.2024 23:01 Tók á móti fyrstu F-16 þotunum Úkraínumenn hafa tekið á móti fyrstu F-16 herþotunum. Þetta staðfesti Volódómír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi þar sem tvær slíkar þotur voru í bakgrunni. Erlent 4.8.2024 21:52 Tók þátt í mótmælum þrátt fyrir hótun Maduro um handtöku Leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar tók þátt í fjöldamótmælum vegna umdeildra forsetakosninga í höfuðborginni Caracas þrátt fyrir að Nicolás Maduro forseti hafi hótað að láta handtaka hann. Opinberar tölur um úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir að fullu. Erlent 4.8.2024 13:58 Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. Erlent 4.8.2024 09:52 Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Erlent 4.8.2024 07:45 Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Erlent 3.8.2024 23:15 Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. Erlent 3.8.2024 13:38 Hætt við samkomulag við höfuðpaur hryðjuverkanna 11. september Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur dregið til baka samkomulag sem gert var við Khalid Sheikh Mohammed sem sakaður eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september 2001. Áður hafði verið greint frá því að samkomulag væri í höfn við mennina um að játa aðkomu sína að árásunum gegn því að verða ekki dæmdir til dauða. Erlent 3.8.2024 09:38 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. Erlent 3.8.2024 09:01 Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. Erlent 3.8.2024 08:26 Handtekin nokkrum dögum eftir að hún sagði af sér Misty Roberts, sem sagði af sér sem Borgarstjóri DeRidder í Louisiana-ríki Bandaríkjanna á dögunum, hefur verið handtekin grunuð um að nauðga einstaklingi undir lögaldri. Erlent 2.8.2024 16:57 Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. Erlent 2.8.2024 15:04 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Erlent 2.8.2024 11:51 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. Erlent 2.8.2024 09:36 550 handteknir í tengslum við ólöglegan klámhring á Taívan Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa ráðist gegn stærsta ólöglega klámhring sem vitað er um í landinu. Um 550 manns voru handteknir í tengslum við málið, sem varðar deilingar á barnaníðsefni og myndskeiðum af konum sem voru tekin án samþykkis þeirra. Erlent 2.8.2024 08:53 Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. Erlent 2.8.2024 08:08 Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. Erlent 2.8.2024 06:59 Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. Erlent 2.8.2024 06:36 Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. Erlent 1.8.2024 23:59 Segir setningarathöfnina traðka á mannlegri reisn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists. Erlent 1.8.2024 19:18 Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Erlent 1.8.2024 12:22 Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Erlent 1.8.2024 12:21 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. Erlent 1.8.2024 11:55 Kom að hylla forsetann en endaði í kistu við fætur hans Útför Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas fór fram í Íran í dag. Hann féll í loftárás í höfuðborginni Tehran sem óttast er að geti leitt til stigmögnunar átaka í heimshlutanum. Erlent 1.8.2024 11:51 Segja hægt að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi Alzheimers tilvika Hægt er að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi allra Alzheimers-tilvika með því að varast fjórtán áhættuþætti, að sögn helstu sérfræðinga heims í sjúkdómnum. Erlent 1.8.2024 10:54 Yfirmaður hernaðararms Hamas sagður hafa fallið í árás Ísraela Mohammed Deif, yfirmaður hernaðararms Hamas féll í árás Ísraela fyrir tæplega þremur vikum. Þetta staðhæfir Ísraelsher í dag og segir Deif hafa farist í loftárás á húsnæði í útjaðri borgarinnar Khan Younis í suðurhluta Gaza þann 13. júlí. Erlent 1.8.2024 09:20 Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. Erlent 1.8.2024 08:30 « ‹ 24 25 26 27 28 29 30 31 32 … 334 ›
Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. Erlent 5.8.2024 11:46
Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. Erlent 5.8.2024 09:19
Starmer heldur neyðarfund vegna óeirðanna Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar með Cobra nefndinni í dag vegna óeirðanna sem hafa verið í Bretlandi síðustu daga. Á annað hundrað hafa verið handteknir vegna og fjöldi lögreglumanna slasast í mótmælunum, sem beinast gegn hælisleitendum. Erlent 5.8.2024 08:46
Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. Erlent 4.8.2024 23:01
Tók á móti fyrstu F-16 þotunum Úkraínumenn hafa tekið á móti fyrstu F-16 herþotunum. Þetta staðfesti Volódómír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi þar sem tvær slíkar þotur voru í bakgrunni. Erlent 4.8.2024 21:52
Tók þátt í mótmælum þrátt fyrir hótun Maduro um handtöku Leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar tók þátt í fjöldamótmælum vegna umdeildra forsetakosninga í höfuðborginni Caracas þrátt fyrir að Nicolás Maduro forseti hafi hótað að láta handtaka hann. Opinberar tölur um úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir að fullu. Erlent 4.8.2024 13:58
Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. Erlent 4.8.2024 09:52
Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Erlent 4.8.2024 07:45
Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. Erlent 3.8.2024 23:15
Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. Erlent 3.8.2024 13:38
Hætt við samkomulag við höfuðpaur hryðjuverkanna 11. september Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur dregið til baka samkomulag sem gert var við Khalid Sheikh Mohammed sem sakaður eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september 2001. Áður hafði verið greint frá því að samkomulag væri í höfn við mennina um að játa aðkomu sína að árásunum gegn því að verða ekki dæmdir til dauða. Erlent 3.8.2024 09:38
„Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. Erlent 3.8.2024 09:01
Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. Erlent 3.8.2024 08:26
Handtekin nokkrum dögum eftir að hún sagði af sér Misty Roberts, sem sagði af sér sem Borgarstjóri DeRidder í Louisiana-ríki Bandaríkjanna á dögunum, hefur verið handtekin grunuð um að nauðga einstaklingi undir lögaldri. Erlent 2.8.2024 16:57
Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. Erlent 2.8.2024 15:04
Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Erlent 2.8.2024 11:51
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. Erlent 2.8.2024 09:36
550 handteknir í tengslum við ólöglegan klámhring á Taívan Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa ráðist gegn stærsta ólöglega klámhring sem vitað er um í landinu. Um 550 manns voru handteknir í tengslum við málið, sem varðar deilingar á barnaníðsefni og myndskeiðum af konum sem voru tekin án samþykkis þeirra. Erlent 2.8.2024 08:53
Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. Erlent 2.8.2024 08:08
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. Erlent 2.8.2024 06:59
Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. Erlent 2.8.2024 06:36
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. Erlent 1.8.2024 23:59
Segir setningarathöfnina traðka á mannlegri reisn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists. Erlent 1.8.2024 19:18
Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. Erlent 1.8.2024 12:22
Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. Erlent 1.8.2024 12:21
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. Erlent 1.8.2024 11:55
Kom að hylla forsetann en endaði í kistu við fætur hans Útför Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas fór fram í Íran í dag. Hann féll í loftárás í höfuðborginni Tehran sem óttast er að geti leitt til stigmögnunar átaka í heimshlutanum. Erlent 1.8.2024 11:51
Segja hægt að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi Alzheimers tilvika Hægt er að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi allra Alzheimers-tilvika með því að varast fjórtán áhættuþætti, að sögn helstu sérfræðinga heims í sjúkdómnum. Erlent 1.8.2024 10:54
Yfirmaður hernaðararms Hamas sagður hafa fallið í árás Ísraela Mohammed Deif, yfirmaður hernaðararms Hamas féll í árás Ísraela fyrir tæplega þremur vikum. Þetta staðhæfir Ísraelsher í dag og segir Deif hafa farist í loftárás á húsnæði í útjaðri borgarinnar Khan Younis í suðurhluta Gaza þann 13. júlí. Erlent 1.8.2024 09:20
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. Erlent 1.8.2024 08:30